Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 3
Líður að jólum, Ijújust gleði! Kveikt eru á borði kertaljós! Og þó rajljósin rjúfi myrkur Leillar heimsálju á helgri nóttu, eru mér kærust kertaljósin góðra minninga. — Gleðileg jól! Hugljúja mynd dregur skáldkonan Jakobína Johnson hér upp af kertaljósum jólanna, sem henni eru, eins og svo mörgum öðrum, jajnvel kærari heldur en hin björt- ustu rafljós nútímans. Vel vitum vér það að vísu og skiljum, sem þekkjum hvort tveggja af eigin raun, hvílíka yjirburði rafljósin haja að öllum jafnaði yfir kerti og olíulampa. Vér vild- um ekki skipta. Þó held ég að sjaldan þurji langur tími að líða jrá innlögn rafmagnsins, áður en margir eru jarnir að taka undir þessi orð skáldkonunnar. A þessu eina sviði verður rafmagnið að lúta í lægra haldi. Það getur aldrei jafnazt á við dýrð hins litla jólakertis. Hvað er það, sem gefur jólaljósunum þessa óviðjafnan- legu, fegurð í augum okkar? Þegar ég legg þessa spurningu fyrir sjálfan mig, verður mér hugsað til 4. apríl 1946. Eg var þá staddur í Kaup- mannahöfn, þegar Danir minntust þess, að eitt ár var liðið frá uppgjöf Þjóðverja í Danmörku. Mikið var um hátíðahöld, og gleði fóiksins var sterk og inniteg. Sjálfur naut ég þess í ríkum mæli að taka sem gestur þátt í hátíðahöldunum. Um miðnætti fór t. d. fram einhver mesta flugeldasýning í sögu landsins. Um langan tíma logaði himinninn allur af hinum dýrðlegustu Ijósa- fyrirbrigðum. Þar var sannarlega gaman að vera. Þó var eitt, sem mig vantaði, en hitt fólkið hafði flest, sem þarna var statt. Það var tilfinningin fyrir táknrænni merkíngu þessara Ijósa. Eg sá hér Ijósadýrð, sem gladdi augað og hreif fegurðarskynjunina. En fyrir þá, sem með mér voru, heimamennina, voru þessi Ijós tákn frelsisins, t'ákn þess, að hin löngu og þungu ár erlendrar kúgunar voru liðin. Eg sá björt Ijósin við bakgrunn hinnar dimmu nætur, en í augum vina minna öðluðust þau margfaldan dýrðarljóma við myrkan bak- grunn hinna löngu ófrelsisára. Mér var að vísu kunnugt um þjáningar dönsku þjóð- arinnar á stríðsárunum, skortinn, kuldann og öryggis- leysið. Víða um borgina báru brunarústir þöglan vitnis- burð um ógnir þessa tímabils. Eg hafði líka heyrt margar sögur um grimmd nazistanna, fangabúðir, pyntingar, gyðingaofsóknir o. s. frv. Sumt fólk, sem ég þekkti hafði verið í stöðugri lífshættu vegna þátttöku sinnar t and- spyrnuhreyfingunni. Já allt< þetta vissi ég og miklu meira. En sjálfur hafði ég staðið utan við allt slíkt heima á Islandi. Eg gat að vissu marki skilið þetta fólk og glaðst yfir fögnuði þess. En þetta var ekki minn fögnuður. Eg var bara utan- aðkomandi gestur. Þessi stund kemur mér oft í huga, er ég hugleiði fegurð jólaljósanna og rúm það, sem þau skipa í hjörtum Islendinga. Ekki fer milli mála, að jólin eru mikill viðburður í lífi þessarar þjóðar. I marga mánuði hlakka börnin til jólanna, og stór er hann að verða hópur þess fullorðna fólks, sem árlega eyðir vikurn og jafnvel mánuðum í undirbúning jólahátíðarinnar. Stundum er að vísu talað um óhófseyðslu tíma og fjármuna. En það er erfitt að stöðva strauminn. Fólkið vill ekki missa jóladýrðina úr lífi sínu. — Hvaða sann- ur Dani gat t'alið eftir fé það, sem fór í skrauteldana á frelsishátíðinni? Og hver er sá Islendingur, sem ekki vill mikið á sig leggja til þess að varðveita jólahátíðina? Mjög hlýtur þetta reyndar að fara efbir því, hvað jólaljósin merkja í hugum vorum — hvort vér tökum þátt t jólahátíðinni sem heimilisfólk eða sem gestir. Er þetta vor eigin hátíð, sem táknar dýrðlegan æðri veruleika t Itfi voru, eða er jólagleði vor bara gleði augans og hinnar ytri fegurðarskynjunar? Já, hvað fákna jólaljósin eiginlega? Hvert er hið raun- verulega innihald þessarar Ijósahátíðar, sem vér höldum á myrkasta tíma ársins? Hvað er á bak við hinar hugljúfu sögur um jólabarnið í jötunni, jólastjörn- una, englana o. s. frv.? Njótum vér þessara sagna sem fagurra ævintýra, eða tákna þau eitthvað meira t Itfi voru? Undir því er í raun og veru komin afstaða vor til jólanna. Ar eftir ár fögnum vér jólunum með dýrðlegu háttða- haldi. Hvort höfum vér þá lært að skilja sem skyldi, að það er við hinn dökka bakgrunn syndar, þjáning- ar og dauða, sem jólagleðin nær sinni mestu fegurð og birtu. Aðeins þeir, sem sjálfir höfðu íifað ógnarmyrkutr nazistahernámsins, gátu Ul ftdls skynjað fegurð skraut- eldanna á fyrrnefndri frelsishátíð. Og aðeins þeir, sem af eigin raun þekkja sorg og mótlæti jarðlífsins, geta fundið hinn dýpsta fögnuð jólanna. Því að jólin eru fæðingarhátíð frelsara vors, Jesú Krists, og aðeins þeir, sem finna til þess, að þeir þurfÍ á frelsara að halda, geta til fulls skilið hið eiginlega gleðiefni jólanna. JólaljósÍn eru björt. Bjartari og fegurri en nokkur rafmagnsljós. Því betur sem ég kynnist lífi og örlögum mannanna, því meira sem ég hugleiði vandamál til- verunnar, vandamál lífs og dauða, þeim mun þakklát- ari er ég fyrir það að hafa fengið að vaxa upp í kristnu landi og á kristnu heimÍli. Eg hef sannfærzt um það, að enginn maður geti fengið aðra gjöf betri um ævina heldur en þá trú, sem gefur jólaljósunum þeirra fegurstu birtu. Vonandi halda íslenzkir foreldrar áfram að gefa börn- um sínum þá gjöf. A hverjum jótum erum vér vön að syngja: „Jesú, þú ert vort jólaljós.“ Megi þau orð verða að veruleika t lífi allra manna. Guð gefi oss öllum gleðileg jól. Orn Friðriksson 3óia* bikv leiðing SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.