Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 13
EINAR KARL SIGVALDASON:
Skipið
er
komið
Teflt var urn kaupfélags líf eða lát,
leikstaðan benti á heimaskítsmát.
Hnekkt var pó stórsókn með herkjum og gát,
hafskip var komið að landi.
Virtist sem héraðsins hamingjudís
hefði pað leitt gegnum bylji og ís.
Kaupmannsins sigur, sem virzt hafði vís,
varð nú að hálfgildings strandi.
Klakað var skipið, en komið af sœ,
kviknuðu vonir í matsnauðum bœ.
Ferðlúnir bœndur á fjörunnar snœ
farmsins úr kœnunni bíða.
Kular um vanga, pað krapar á sjó,
kalandi hœla vill festa við skó.
Fátt eitt peir mœla, en fagnandi pó
frjálsir af vorsultarkvíða.
Fönnin er troðin sem harðasta hlað,
hár sýnist bakkinn— en hvað er um pað?
Axla peir byrðarnar, eigra af stað
álútir, pungir í spori.
Úriga náttúran, áhlaupaslyng
illviðraklökkunum raðar í kring.
Samt er að hlýna um Þingeyjarping
af pjóðlífsins bjartasta vori.
íslandi var petta örlagastund,
opnuðust pjóðinni vegir og sund.
Átti pó sárfátt af aurum í mund
alpýðan lífsgœðum rœnda.
Heiði og dalur ein harðbarin fönn.
Hnjótur ei fundinn varð sauðkindartönn.
En hér var að sigra heilbrigð og sönn
hugsjónin pingeyskra bœnda.
Klæddir í vaðmál og kunnandi skil
á kornbarnaveðri og hávetrarbyl,
héldu peir lágreistra híbýla til
hraktir á síðvetrarkvéldi.
Öldum peir veittu og óbornum lið,
opnuðu niðjunum varanlegt hlið,
inn á hið pjóðholla samvinnusvið
— samstarfs og bróðernis veldi.
SAMVINNAN 13