Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 36
aðsmiðstöð, sem Selfoss varð og samvinnuleiðtogans Egils Thorarensens og samherja hans, sem gerðu Kaupfélag Árnesinga að þeirri merki- legu sjálfshjálp fólksins í Árnessýslu, sem raun ber vitni. Páll H. Jónsson „Fígúra rétt Framh. af bls. 26. egu flossessurnar enn um stund, en staðnæmumst síð- an þar sem hanga saman á vegg fjögur sessuborð með öðru séríslenzku einkenni. Þau eru saumuð með augn- saumi eða augnasaumi, eins og Elsa tjáir mér, að saum- urinn hafi heitið áður fyrr. — Var ekki augnsaumur notaður öðruvísi á íslandi en í öðrum löndum? — Svo er víst. Hér var hann notaður til þess að fylla út heil klæði — safn- ið á bæði sessur og ábreið- ur, sem þannig eru saumað- ar — en erlendis sést hann varla nema í stökum munstrum, oftast fanga- mörkum, held ég að mér sé óhætt að segja. Þó eru einn- ig til íslenzkar ábreiður, þar sem fléttusaumur og augn- saumur skiptast á. Þar að auki finnst hér sérkennilegt og fágætt afbrigði augn- saumsins, sem ég hef leyft mér að nefna tigulaugn- saum til aðgreiningar frá þeim venjulega. Liggja aug- un öll á ská í honum, en eftir þræði í venjulegum augnsaumi, svo sem vitað er. Helzti gripurinn með þess- ari saumgerð og raunar sá eini, sem eingöngu er unn- inn á þennan hátt svo ég viti, er sessa frá lokum 18. aldar. Hana saumaði Herdís Ingjaldsdóttir á Mýri í Bárðardal, en afkomandi hennar, Kristján Kristjáns- son á Akureyri, gaf safn- inu sessuna árið 1938. Sess- an er saumuð í gisinn ein- skeftudúk úr tvinnuðu togi, svonefndan tvist. Er dúk- urinn misþráðóttur og togn- ar því heldur meira úr munstrinu á annan veginn en hinn. Er saumurinn all- ur unninn með marglitu ís- lenzku ullarbandi. Mismun- inn á augnsaumi og „tigul- augnsaumi“ má glöggt sjá með því að bera sessu Her- dísar saman við augnsaums- sessuna, sem hangir næst henni. Meiri aðgæzlu þarf til að sjá, að á sessunni með áttablaðarósinni fallegu, sem hangir hér fyrir neðan, er bekkur með tigulaugn- saumi á brúnunum. — Eru augnsaumaðir munir ekki fremur fágæt- ir? — Heldur er það nú, enda saumgerðin fram úr hófi seinleg. Alls mun safnið eiga fimm sessur og þrjár ábreiður, sem eingöngu eru unnin á þennan hátt, og auk þess peningapyngju, sem er augnsaumuð öðrum megin, en skatteruð hin- um megin. Pyngjan er frá 1869 og var eign séra Lárus- ar Benediktssonar í Selár- dal, föður Ólafs prófessors I.árussonar. — í Victoria og Albert safninu í London er íslenzk ábreiða saumuð með fléttusaumi og tigulaugn- saumi. Hana gerði Þorbjörg Magnúsdóttir, kona Páls Vídalíns lögmanns. Þar er líka augnsaumsábreiða, og um aðra veit ég í Þjóðminja- safni Dana, en hún er heldur illa farin. Má vel vera að augnsaumaðir munir ís- lenzkir séu víðar til í erlend- um söfnum. Þá er ekki úti- lokað, að einhvers staðar leynist í einkaeign hér eða erlendis gamlir íslenzkir munir með þessum saum- gerðum, og væri gaman að frétta af þeim, ef til eru. Enn er mikið ókannað af fróðleik um hannyrðir, heit- um á saumi og vefnaði og vinnuaðferðum, sem leyn- ist í skjölum, svo sem skipta- gerðum og vísitazíum. Mikla vinnu verður oft að leggja í að ganga úr skugga um hvaða gerð saums og vefn- aðar hvert heiti á við, því að stundum virðast þau skráð nokkuð af handahófi, og þar sem karlmenn munu yfirleitt hafa skráð þær lýs- ingar sem til eru, má segja, að ekki sé nema eðlilegt, að ónákvæmt sé með heitin farið. * * * Samvinnan þakkar Elsu kærlega viðtalið. Mynd hins liðna skýrist við margt, sem sjá má í Þjóðminjasafni ís- lands, einnig það, sem skap- aði blæbrigði í hýbýlaprýði og klæðaburði. Samvinnutryggingar Framh. af bls. 7. vinnutrygginga í að efna til nýrrar samstöðu tiltekinna fé- lagsmanna sinna í einstökum héruðum víðsvegar út um landið. Hér er átt við tilkomu „Klúbbanna ÖRUGGUR AKST- UR“, sem byrjað var að stofna í nóvember á síðastliðnu ári og ennþá eru í deiglunni. Gert er ráð fyrir, að þessir klúbb- ar verði samtals um hálfur þriðji tugur um það lýkur, en 15 þeirra eru þegar fleygir og færir. Búist er við, að stofnun allra klúbbanna verði lokið á yfirstandandi ári. Það er von og trú þeirra, sem staðið hafa að myndun þessara nýju um- ferðaröryggissamtaka, að af þeirri viðleitni megi spretta frjótt slysavarnastarf í hverju byggðarlagi landsins. Slík bjartsýni byggist ekki sízt á þeirri staðreynd, að helztu klúbbfélagar eru menn, sem á undanförnum árum hafa hlot- ið viðurkenningu Samvinnu- trygginga fyrir farsælt fram- ferði í umferðinni um lengri tíma, og undantekningalítið mega álítast úrval ökumanna. Enginn vafi er á því, að allt þetta samanlagt, sem nú hefir verið nefnt í sambandi við af- skipti Samvinnutrygginga af fræðslu- og öryggimálum, hefir átt merkan þátt í að vekja landsmenn til heilbrigðrar um- hugsunar og athafna varð- andi mikilvæg þjóðfélagsmál, sem hætt er við að ella hefðu verið vanrækt til mikils meins og skaða. FORYSTA UM FJÖLBREYTNI OG NÝJUNGAR 1 TRYGG- INGAMÁLUM. Þegar Samvinnutryggingar tóku til starfa, átti fólk ekki margra kosta völ í veikri og fálmandi tryggingaviðleitni sinni. Varla var öðru til að dreifa á hinum frjálsa vett- vangi þessara mála en bruna- tryggingum á innbúi og ein- hverjum sjó- og flutninga- tryggingum, fyrir utan líf- tryggingar. Nú er öldin önnur. Að mestu fyrir forgöngu Sam- vinnutrygginga, hafa menn nú mikið og fjölþætt val á trygg- ingasviðinu og geta fellt marg- háttaða framboðna trygginga- vernd eftir því, sem hægt er, að persónulegri tryggingaþörf sinni. Er hér um eða yfir 30 valsmöguleika að ræða. Allt eru þetta meira og minna þarf- ar og nauðsynlegar tryggingar, þótt einstakar henti eðlilega betur einum en öðrum. En ég get ekki stillt mig um að nefna þær, sem hvað mestum vin- sældum hafa átt að fagna og Samvinnutryggingar hlotið al- mennasta viðurkenningu fyrir. Þar skipar „Heimilistrygging- in“, upprunalega og síðan end- urbætt, fortakslaust fyrsta sæti! Hún felur í sér marg- þætta tryggingavernd fjöl- skyldunnar fyrir tiltölulega lítið iðgjald, og er nú á góðri leið með að útrýma hinni góðu, gömlu „Innbústryggingu", sem náði aðeins til eldsvoða. Þá hefir frjálsum ábyrgðartrygg- ingum í mörgum myndum ver- ið vel tekið, og er skemmst að minnast „Bændatrygginganna" svokölluðu, sem Samvinnu- tryggingar útbjuggu og vörp- uðu að gefnum tilefnum svo skæru ljósi á, að margur „bú- stólpi“ beinlínis hrökk við og sá sína sæng útbreidda og gerði viðeigandi verndarráðstafan- ir með því að kaupa sér og sínum þessar tryggingar, auk þess, sem útsendir trygginga- menn hafa þar greitt fyrir. Enn ber að nefna ÖF-trygg- inguna, sem er mjög merkilegt nýmæli, og er í því fólkin, að bæði ökumaður og farþegar eru sérstaklega tryggðir — fyrst algerlega ókeypis hjá Samvinnutryggingum, en fram- vegis gegn sáralitlu iðgjaldi. Leggur margur mikið upp úr þessari þörfu tryggingarvernd og er þakklátur fyrir tilkomu hennar. FJÁRHAGSÁVINNINGUR AF STARFSEMI SAMVINNU- TRYGGINGA. Þá er komið að því, sem flestir munu telja kjarna málsins; hinni eiginlegu trygg- ingastarfsemi Samvinnutrygg- inga og gagnsemi hennar með tilliti til pyngjunnar. Er hér sem víðar um tvískiptingu að ræða á milli beins og óbeins hagnaðar, og vandséð, sýnist mér í þessu tilfelli, hvor mik- ilvægari er. Svo vikið sé fyrr að því, sem ekki er hægt að gefa upp nein- ar tölur um, en hefir eigi að síður haft stórfellda fjárhags þýðingu — og ekki aðeins fyr- ir félagsmenn Samvinnutrygg- inga, heldur alla þá, sem not- færa sér frjálsar tryggingar 36 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.