Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 47
þín? spurði þessi engilstúlka
forvitin. — Hann Stebbi? Hann
er mágur minn.
— Nú, áttu svona flottan
mág? Ég hélt hann væri ráð-
herra, eða eitthvað svoleiðis.
— Það getur svo sem verið.
Ég veit ekkert hverjir eru ráð-
herrar núna. Hann Hannes var
einu sinni ráðherra.
— Hvaða Hannes? spurði
engilstúlkan.
— Hann Hannes Hafstein!
Heldurðu að þú kannist ekki
við hann? sagði gamla konan
hneyksluð.
— Er hann ekki dauður?
spurði engilstúlkan tóm í svipn-
um. Svo vék hún sér að pilta-
gullinu og spurði hvort það
vantaði ekki bekken. Hún hafði
engan áhuga á dauðum ráð-
herrum.---------
JÓI KOM UM kvöldið. Hann
var móður. Hafði víst flýtt sér
venju fremur. — Ertu eitthvað
verri, Rönkutetur? spurði hann
úr dyrunum. Hún neitaði því,
þurfti bara að tala við hann.
Hann settist og blés mæðinni.
— Undarlegt, að spítalar skuli
alltaf standa í bratta.
— Þetta er nú ekki mikill
bratti, fullyrti gamla konan.
Hann þrætti ekki um það, en
þurrkaði af sér svita. — Var
það eitthvað sérstakt, sem þú
vildir mér, Ranka?
— Já. Mig langar að tala við
sýslumanninn. Heldurðu ekki
að hann geti komið hingað til
mín á morgun?
— Ætli það ekki. Hefir eitt-
hvað komið fyrir, Ranka?
Hún þagði um stund. — Ertu
eitthvað verri? ánýjaði Jói.
— Nei. En ég er búin að
ákveða hvernig ég ætla að hafa
það, bæði með íbúðina og
erfðaskrána. Og ég ætla að fela
sýslumanni það. Það getur orð-
ið snöggt um mig. Og ég vil
hafa þetta á hreinu sem fyrst.
— Já, sagði Jói, hátíðlegur
eins og við jarðarför.
— Ég ætla að segja þér
þetta strax, Jói, svo mér gangi
betur að átta mig á því og
muna það, þegar ég tala við
sýslumanninn.
— Þú ræður því, sagði Jói.
— Randí kom í dag. —
— Randí?
— Já, hún Ragnhildur nafna
mín, dóttir hans Sigga míns.
Hún er húsnæðislaus og kom-
in langt á leið. Kærastinn
hennar er enn við nám og þau
eiga ekkert.
— Nú, svoleiðis, sagði Jói.
— Hann heitir Stefán, sagði
gamla konan hugsandi.
— Þekkirðu hann? spurði
Jói.
— Nei, ég gleymdi að spyrja
hana hvaða manna hann væri.
En ég ætla að taka lán út á
íbúðina og hjálpa þeim til að
innrétta hana, svo þau geti
búið þar með nýja manninn.
Heldurðu ekki að það sé hægt?
— Það hlýtur að vera.
— íbúðir eru til að búa í
þeim, Jói. Er það ekki.
— Er það ekki auðvitað, sagði
Jói.
— Þau eiga að leggja það
fram, sem þau geta, í innrétt-
inguna, upp í húsaleigu. Og
búa þar eins lengi og þau
þurfa. Mig minnir að hún segði,
að hann ætli að verða hag-
fræðingur, svo hann þarf
sjálfsagt engu að kvíða. Og
þegar íbúðin er orðin þeim
óþörf, á að selja hana, ef ég
verð þá farin. Annars ráð-
stafa ég henni sjálf, til bráða-
birgða.
— Já, sagði Jói, og draup af
honum hátíðleikinn.
— Eftir minn dag á að selja
hana og andvirðið að skiptast
í tvo jafna hluta. Annar á að
ganga til sjúkrahússins hérna,
einkum til að tryggja því, að
góðar og elskulegar stúlkur,
sem hjúkra gömlu fólki, eins og
okkur kerlingunum hérna, fái
svo góð laun að þær vilji vera
hér. Og geti verið fallegar,
blómlegar og kátar, eins og
þessar.
— Þetta er fallega hugsað
af þér, Ranka, sagði Jói hrærð-
ur. — Þetta er ósköp fátækur
spítali. En hvað ætlarðu svo
að gera með hitt?
Gamla konan hló. — Hitt.
Það á að ganga aftur til þessa
skítablaðs, sem þú nefndir svo,
sem stofnaði til þessa happ-
drættis. Með því skilyrði þó, að
það leggi niður happdrætti það
árið, að minnsta kosti.
— Ranka, sagði Jói eftir
stundarþögn. — Hefirðu verið
eitthvað lasnari þessa síðustu
daga? Ertu góð yfir höfðinu,
— ég meina, — ertu alveg eins
og þú átt að þér?
— Af hverju spyrðu? Ég var
á fótum þangað til rétt fyrir
kvöldmatinn. Ég kem bráðum
heim. Læknirinn fullyrðir það
sjálfur.
— En, — Ranka, — hvernig
dettur þér í hug að fara að arf-
leiða þetta blað? Ég er ekki að
segja að þeir séu kannski neitt
mikið verri en hinir, langt í
frá. En þú hefir ekki einu sinni
kosið með þeim, það er ég viss
um. Mér fyndist miklu nær að
þú gæfir þá spítalanum allt
eftir þinn dag, ef þú vilt ekki
láta skyldfólk þitt erfa þig. Ég
segi þér satt, Ranka, að —
— Þú skilur þetta ekki, Jói.
Skrattinn verður að hafa sitt.
Ég nota ekki einn eyri af
þessu til minna þarfa.
Ég á nóg fyrir jarðarförinni
minni og ellistyrkurinn hrekk-
ur mér til framfæris. Þetta
eru vondir peningar, Jói, ég
hef ekki unnið fyrir þeim, ég
vil þá ekki. Og ég þori ekki
að gefa þessum góða spítala,
nema helminginn af þeim, það
ætti að vera óhætt. Þeir hafa
ekki fært mér neitt gott. Ég
hef hugsað um þá, og hugsað
Ijótt um fólkið mitt. Meir að
segja þig, Jói. Ég hef aldrei á
ævi minni hugsað svona um
fólk. Og ég hef átt bágt með
svefn. —
— Já, það kannast ég við,
Ranka! hrópaði Jói og var nú
alveg eins og hann átti að sér.
Því svona var það líka þegar
ég fékk minn vinning. Svei mér
þá! Ég ætlaði aldrei að geta
fest svefn á kvöldin. Og svo
dreymdi mig þann djöfuldóm.
— Og svo var hann næstum
því búinn að gera útaf við
ykkur Bía. —
— Já, hundskrattinn. Eða, ja,
kannski þú hafir rétt fyrir þér,
Rönkutetur? Veiztu hvað? Ég
hitti mann á götunni, hérna
um daginn, ákaflega einkenni-
legan mann. Ég sá undir eins
að hann var eitthvað sérstæð-
ur. Og hann horfir svo undar-
lega á mig, víkur sér svo að
mér og segir: En hvað þetta er
fallegur hundur, sem fylgir
þér!
SAMVINNAN 47