Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 17
Styrjöld geisaði, landið var hernumið, heimur- inn stóð á öndinni, friður var saminn, Ranka bjó í skúrnum og þvoði skrifstofur Kaupfélagsins. Um- hverfis hana var gott fólk, dálítið hávært á stund- um, en annars beztu manneskjur, þó menn séu auðvitað menn. Hvað annað? konu, nokkrar gangastúlkur, reglulega snotrar og eftir því kátar, og svo nauðsynlegt starfslið í eldhúsi. Þetta sjúkrahús var aðallega setið gömlu fólki, sem orðið var las- burða eða elliært, og því fyrir ættingjum sínum, og svo sæng- urkonum og botnlangatilfell- um. Meiri háttar veikindi voru látin fljúga suður með fyrstu vél, sem til náðist. Gangastúlk- urnar sáu að mestu leyti um það sem gera þurfti. Og þær gerðu sjúkrahúsið að lifandi húsi með hlátrum og hvíi og dansandi fótataki, svo tann- lausir og skorpnir öldungar lifnuðu allir við, en gömlu kon- urnar fengu hneykslunar- glampa í sljóvguð augun. Hjúkrunarkonan var trúlofuð og því stundum syfjuð á morgnana, og læknirinn hafði heilt hérað utan sjúkrahússins á sinni könnu. Var auk þess farinn að reskjast og áleit því sjálfsagt að fólk fengi að hafa frið til að deyja, ef ekki var hægt neitt í það að tjasla, hvort eð var. Skurðlæknar litu ekki við þessu sjúkrahúsi. Og þarna lá hún nú, gamla kon- an. Þær voru aðeins tvær á stofunni. Hin var nokkru yngri, en þó gengin gersamlega í barndóm. Öðruhvoru skoðaði hún sig í spegli og geiflaði tannlausan munninn af ánægju. Stundum söng hún. Hún hélt sig vera sextán ára og piltarnir voru vitlausir í henni. Ragnhildur gamla vissi deili á henni. Og vissulega hafði hún verið piltagull á sínu blómaskeiði. Nú lá hún þarna og geiflaði sig framan í spegilgrýtuna, þó hún hefði ekki grun til þarfa sinna. Stúlkurnar pössuðu upp á hana eins o gkornabarn. Það var ekki hægt að tala við hana orð af viti. Ranka setti það ekki fyrir sig. Hún var vön einveru. Henni þótti þögnin góð, nú- orðið. Og hún gat ekki láð stelpunum, þó þær skemmtu sér dálítið á kostnað piltagulls- ins. Flissið er æskunnar, ellinn- ar þögnin. Já, hún lá þarna, fékk ekki að fara á fætur og önnur var farin að þvo skrif- stofurnar. Þvílíkt! Hún fann ekki að neitt væri að sér, nema þróttleysi af að liggja og láta stjana við sig. En læknirinn fullyrti að hún yrði að fá langa hvíld, meðul til að lækka blóð- þrýstinginn, vítamín, hitt og þetta. Stúlkurnar vildu gera miklu meira fyrir hana en henni gat dottið í hug að mælast til af þeim. Hún var alveg hissa á því hvað þetta voru góðar stúlkur, eins og æskan var þó orðin spillt. Sannarlega leið henni vel, nema hvað hún skamm- aðist sín fyrir iðjuleysið. Hún hefði viljað prjóna, en fingur vinstri handarinnar vildu ekki láta að stjórn. Og læknirinn bannaði henni að snerta prjón- ana. En hann fullyrti að hún mundi koma til. Og henni datt ekki í hug að rengja hann, ekki einu sinni að væna hann um ýkjur. Jói kom stundum í heimsókn til hennar. Og Maja og Stína. Það voru góðar stundir. Stína var tekin við ski-ifstofunum. Og gamla kon- an fór aftur að reyna að skilja þetta um vinninginn. Hún átti nokkrar krónur í sparisjóði hjá Kaupfélaginu. Einu sinni hefði það reyndar þótt álitleg upp- hæð. En verkamenn voru alltaf að knýja fram gengisfellingar, svo að þó hún bætti alltaf dá- litlu við á hverju ári voru þetta ekki orðin nema eins og fjögur kýrverð, sem hún átti inni. Ekki svo að skilja að hún ætlaði að kaupa kýr. En hún hafði einu sinni keypt fjórar kýr, og þess vegna miðaði hún inneignina við kýrverð. Það var þegar hann Siggi litli, sonur hans Manga sáluga bróður, byrjaði búskapinn, að hún keypti kýrnar, fyrir svo til allt, sem hún hafði aurað saman fram að þeim tíma. Hún hafði alltaf átt nokkrar skepnur, svona örfáar ær, meðan hún var hjá móður sinni og Manga sáluga. Um annað kaup var ekki að tala. En hún var aldrei þurftarfrek. Samt var ekki hægt að segja að hún hugsaði mikið um að leggja fyrir, fram- an af ævinni. Ekki nema þá til að geta stungið upp í krakka, sem manni þótti vænt um, eða þá gefið einhverjum flík á kroppinn, sem ekki átti of mik- ið. Siggi, tötrið, hafði aldrei verið þungur á fóðrum hjá Manga sáluga. Svo það var ekki nema eðlilegt að hún fylgdi honum þegar hann byrjaði að búa. Eina kúna ætlaði hún að gefa honum í brúðargjöf, hin- ar voru lán, sem hún ætlaði að leggja á borð með sér þegar hún væri orðinn ónytjungur í horninu hjá honum. En það var Lína. Fyrst gekk þetta svo vel. Nema hvað börnin komu ört, fjögur á fimm árum. Og þá fór að verða svo þröngt. Og þrekið bilaði og hún fann að hún var allstaðar fyrir Línu. Svo hún fór. Það er svo þreyt- andi að vera fyrir. Þau vildu reyndar að hún yrði, þegar þau sáu hvað hún var lasburða. Siggi tók það nærri sér, bless- aður drengurinn, það var hún viss um. En það rýmkaðist samt. Hún fann að þau voru fegin, þegar þetta var afstaðið og búið að kveðja, þau voru svo góð við hana. Og alltaf koma þau til hennar, þegar þau eru á ferð. Og enn talar Siggi um að borga þetta, sem hann skuldar. En það er svo margt, sem þarf að borga. Og þetta er ekki orðin stór upphæð núna, enda færi hún líklega ekki að taka rentur af þessu. Nú, og eftir á var hún fegin að hafa drifið sig frá þessu strax. Brátt voru börnin orðin sex. Og hún var einmitt farin að þola svo illa grát og hávaða í gang- miklum börnum, og orðið stirt um að sinna þeim, ef þau þurftu hjálpar. Og gamli kaup- félagsstjórinn útvegaði henni þennan skúr til að búa í og atvinnu við að þvo skrifstof- urnar. Styrjöld geisaði, landið var hernumið, heimurinn stóð á öndinni, friður var saminn, Ranka bjó í skúrnum og þvoði skrifstofur Kaupfélagsins. Um- hverfis hana var gott fólk, dá- lítið hávært á stundum, en annars beztu manneskjur, þó menn séu auðvitað menn. Hvað annað? Ranka hélt stöðu sinni, þó nýr kaupfélagsstjóri kæmi. Annað var óhugsandi. Svo lá hún nú hér og gat ekki, nei, fékk ekki lengur að þvo gólf. Og búin að vinna íbúð fyrir sunnan í happdrætti. Hún hafði nægan tíma til að hugsa. Og hún hugsaði mikið um þessa furðulegu staðreynd. Hvað átti hún að gera við íbúð fyrir sunnan? íbúðir eru til að búa í þeim. En hún vildi ekki búa í íbúð fyrir sunnan. Hafði einu sinni komið suður þegar hún var ung. Fólkið talaði dönsku, eða eitthvað í þá átt. Fjöllin voru ekki falleg. Henni fannst loftið ekki heldur gott og ísland hvergi nema heima. Jói sagði að hún ætti að selja íbúðina. En íbúðir eru til að búa í þeim, ekki til að selja þær. Reyndar var víst ekki hægt að búa í þessari, það vantaði í hana innréttinguna, sagði Jói. Og Jói sagði að hún væri orðin rík. Hún hafði alltaf hugsað að það væri gott. En það var ekki gott. Það var hið eina, sem stóð henni fyrir svefni og ró á sjúkrahúsinu. Stundum sá hún eftir að hafa keypt þennan miða, einkum þegar hún gat ekki sofið. En á daginn var það öðruvísi. Á daginn hugsaði hún um það á allt annan hátt. Og það fór um hana óróleika- fiðringur, sem hún hafði ekki fundið til, síðan hún var ung stúlka. Svo kom Lína.--------- HÚN KOM rétt eftir hádeg- ið, löngu áður en heimsóknar- tími byrjaði, en á þessu nota- lega sjúkrahúsi var ekki alltaf verið að rýna í reglugerðir og þessháttar hundakúnstir, sem rígskorða tilveruna á stærri stöðum. Lína var á aldur við Maju, lagleg kona, sléttleit og hörundsbjört og fór vel að grána í vöngum. Hún var vel klædd og það var engin fjósa- lykt af henni, þegar hún laut yfir gömlu konuna og heilsaði henni með mörgum lcossum. Rönku hlýnaði um hjartaræt- ur. — Því reyndirðu ekki að koma boðum til okkar um að þú hefðir veikzt, sagði Lína. — Við fréttum þetta bara af tilviljun hjá mjólkurbílstjóran- um. — Ég er nú ekkert mikið veik, svaraði gamla konan dræmt. — Það er sama, sagði Lína. — Þú ert orðin það göm- ul, að það er aldrei að vita hvað upp á kann að koma.. Hún hagræddi koddanum og ætlaði að hrista upp í sæng- inni. En það var bara teppi. SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.