Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 7
Erlendur Einarsson, fyrsti fram- kvæmdastjóri og núverandi stjóm- arformaður Samvinnutrygginga. tekið. Öllu þessu lesmáli hefir verið dreift ókeypis út um landið í tugþúsundum eintaka, félagsmönnunum að fyrirhafn- ar- og kostnaðarlausu. Er þarna mikinn fróðleik að finna og jákvæðan áróður fyrir slysavörnum og trygginga- vernd, sem enginn er kominn til að segja, hver vekjandi og hvetjandi áhrif hefur haft á almenning og almenningsálit- ið í landinu. — Innbyrðis hafa svo Samvinnutryggingar frá ársbyrjun 1961 gefið út „G J ALL ARHORNIÐ — blað fyrir samvinnutrygginga- menn“, þar sem leitazt hefir verið við að glæða áhuga, skilning og samstöðu umboðs- og tryggingamanna fyrirtæk- isins og annarra starfs- og trúnaðarmanna þess, og þann- ig örva starfsemina í heild. Þá má nefna aðra allvíðtæka félagsmálastarfsemi Samvinnu- trygginga á undanförnum ár- um, svo sem smærri og stærri fundahöld víða um land með- al almennings, skóla og félaga, þótt það sé minna en þurft hefði að vera, en þar hefir af ýmsum tilefnum farið fram opinber málflutningur, um- ræður um marga þætti örygg- is- og tryggingamála, kvik- myndasýningar o. fl. Hefir þessi starfsemi einkum beinzt að umferðarslysavarnamálum upp á síðkastið. Þessu skyld eru persónuleg viðtöl margra tryggingamanna félagsins, sem lagt hafa leiðir sínar svo að segja um allt land, og það margsinnis, og hitt að máli fjölda fólks og rætt við það um hættur og tryggingaþörf almennt og einkalega; upp- lýsandi og hvetjandi. Enn ber að geta í þessu sam- bandi ýmissa fjárhagsráðstaf- ana og nýmæla, sem Sam- vinnutryggingar hafa innleitt og beitt sér fyrir með það fyr- ir augum fyrst og fremst að draga úr hættum og tjónum og stuðla að auknu öryggi, og þá fyrst og fremst í umferð- inni. Það er fyrir löngu al- kunna, að þær tóku þegar í byrjun bifreiðatryggingastarf- semi sinnar að beita nýrri af- sláttaraðferð hér á landi í sambandi við iðgjöld slíkra trygginga. Er hún í því fólgin að mismuna eigendum öku- tækja þannig, að þeir, sem reynast farsælir í akstri, sleppa með að greiða minna vegna trygginga sinna en hinir. Þótt þessi svokallaða „bónus“-að- ferð sé nokkuð umdeild, eru þó flestir sammála um, að sann- gjörn sé hún á báða bóga, og auk þess, sem önnur bifreiða- tryggingafélög sáu sig fljót- lega tilneydd að taka hana upp, er nú svo komið fyrir skömmu, að bifreiðaeigendur sjálfir eru orðnir svo heillaðir af þessari iðgjaldaafsláttaraðferð, að þeir hafa beinlínis að gefnu tilefni gengið fram fyrir skjöldu til þess að krefjast með nokkurri hörku og eftirgangsmunum miklu róttækari aðgerða held- ur en jafnvel Samvinnutrygg- ingar hefðu látið sig dreyma um. En þegar séð var, hvert stefndi, og rök voru vegin og metin, urðu þær við fólksvilj- anum að þessu leyti, umfram önnur tryggingafélög. Gilda nú hvorki meira né minna en átta bónus-flokkar, 2 fyrir ofan grunniðgjald, en 5 fyrir neðan, og gefa allt að 60% iðgjalda- afslátt eftir minnst 4 ára á- fallalausan akstur. Þessu skylt og í líkum til- gangi eru alkunnar viðurkenn- ingar- og verðlaunaveitingar Samvinnutrygginga; fyrir 5 ára „öruggan akstur“ síðan 1952 og 10 ára sams konar akstur síðan 1961. Hafa fram að þessu um 3.500 bifreiðaeig- endur hlotið 5 ára viðurkenn- inguna, en um 1.000 10 ára verð- launin. í báðum tilfellum eru afhent falleg merki á menn og bíla, en auk þess veitt ið- gjaldsfrítt 11. árið, fyrir ut- an stóran og myndarlegan minnispening til þeirra er verðlaunin hrepptu í fyrsta sinn sem þeim var úthlutað. Er það engum vafa undirorp- ið, að hvort tveggja þetta hef- ir gert sitt tilætlaða gagn í því að örva ökumenn til meiri tillitssemi og varúðar á vegum. Meira hefir verið gert í þessu efni. Árið 1957 var innan fyr- irtækisins samþykkt reglugerð til þess að veita sérstök heið- ursverðlaun „fyrir snarræði og árvekni í að koma í veg fyrir stórtjón á eignum.“ Hafa slík heiðursverðlaun fram að þessu verið veitt tvisvar sinnum, í bæði skiptin í sambandi við bruna. Árið áður — í tilefni af 10 ára afmælinu — efndu Samvinnutryggingar til mynd- arlegrar hugmyndasamkeppni varðandi umferðarmál, og skyldi svara þessari viðamiklu spurningu: „Hvað er hægt að gera til að fækka umferðar- slysum og árekstrum og auka umferðarmenningu þjóðarinn- ar?“ Upp undir 100 svör bár- ust víðsvegar að af landinu, og þrenn þau beztu myndarlega verðlaunuð. Svo víða og af mörgum hefir óhjákvæmilega verið hugsað og talað um þessi mikilvægu mál, auk þess, sem skrifað var. Þá hafa Sam- vinnutryggingar oftsinnis efnt til getrauna, bæði varðandi umferðarmál og tryggingar, og þátt í lausn þeirra tekið hundruð barna og fullorð- inna. Þannig hefir margt verið reynt til að vekja og fræða um mál, sem þjóðinni voru sannarlega lítt kunn fram að tilkomu Samvinnu- trygginga. Að lokum skal vikið að tveimur málum, sem þó undir niðri eru af sömu rót runnin, og snerta bæði umferðarslysa- varnir. Þau hafa verið og eru enn mjög á dagskrá — enda bæði í deiglunni. En þótt svo sé, þykir mér ekki annað hlýða en að minnast á þau hér, því í svo nánu sambandi eru þau við samfellda viðleitni Sam- vinnutrygginga til heillavæn- legra áhrifa á öryggismál landsmanna, en þar hefir um- ferðarvandamálin borið því hærra, sem tímar hafa liðið, og orðið æ fleirum óumflýjan- legt áhyggjuefni. Það fyrra, sem hér er um að ræða, er þátttaka og forganga Samvinnutrygginga varðandi þann samstarfsvef, sem spannst milli bifreiðatrygg- ingafélaganna á s.l. ári um nýjar og stórhuga aðgerðir í umferðaröryggismálunum. Vit- að er almennt, hvað hratt þessari samstöðu af stað, en Ásgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri Samvinnutrygginga frá ár- inu 1958. það var sú geigvænlega hrak- fallasaga tjóna og slysa, sem gerðist á haustdögum 1965, og öllum rann til rifja. Þá strax tóku margir að endurskoða og athuga sinn gang og mögu- leika í þessum efnum, og þar á meðal viðkomandi trygginga- félög. Það leiddi til víðtæks samstarfs þá þegar, og m. a. við Umferðarnefnd Reykjavík- ur. En upp úr síðustu áramót- um birtist staðfast áform fé- laganna um að beita sér fyrir stofnun nýrra og voldugra landssamtaka gegn umferðar- slysum og fyrir aukinni um- ferðarmenningu. Var merk ráð- stefna um þessi mál haldin í Reykjavík í jan. s.l. og þar efnt formlega til slíkra samtaka, sem hlutu hið ágæta heiti „VARÚÐ Á VEGUM“. Að VÍSU var þarna að nokkru brugðið fæti fyrir upphaflega vonað- an gang mála og fram- kvæmdunum seinkað, og af þeim, sem sízt skyldi, en end- anlega var gengið frá skipu- lagsmálum VÁV og fyrstu að- ild á framhaldsstofnfundi í júní s. 1. — „bandalagi félags- samtaka til varnar gegn um- ferðarslysum og til efningar umferðarmenningu á íslandi", eins og útskýrt er í 1. gr. laga VÁV. Er þess að vænta, þrátt fyrir nokkra byrjunarörðug- leika, að hér hafi grundvöllur verið lagður að varanlegri samræmingu átaka þjóðarinn- ar í umferðarslysavarnamál- um, og árangurinn verði eftir því. Hið síðara, sem nefna ber í sömu andrá, er forganga Sam- Frh. á bls. 36. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.