Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 39
heimskreppunar væri ekki svo tragískur sem raun ber vitni. Þörf er þungrar öldu almenn- ingsálits til þess að ábyrgar ríkisstjórnir skilji að rík ástæða er til að taka upp nýja háttu við ráðstöfun sjóða til alþjóðaþarfa. Yfirvofandi matvælakreppa hefur því verið meginverkefni. FAO i langan tíma, einsog bent hefur verið á hér að framan. Viðleitni FAO við að minna ríkisstjórnir og alþjóðastofn- anir á nauðsyn alþjóðlegs átaks, hefur borið þó nokkurn árangur á síðustu árum. Við samningu tvíhliða og fjölhliða áætlana um fjárhagslega eða tæknilega aðstoð við þróun- arlöndin hefur verið lögð meiri áherzla á að efla framleiðslu- getu landbúnaðarins þar en áður hefur verið. Alþjóðabank- inn og aðrar smærri fjármála- stofnanir hafa sýnt aukinn á- huga á samvinnu við FAO á þessum grundvelli. Á fundi DAC, þess ráðs, sem fjallar um efnalega og tæknilega aðstoð innan OECD, var lögð mikil áherzla á nauðsyn á öflugum stuðningi við landbúnað þró- unarlandanna. Önnur dæmi hins sama mætti nefna. Einmitt þessi viðleitni við að vekja athygli á vandamál- um í þróun landbúnaðar hefur mjög mikla þýðingu fyrir al- þjóðasamvinnuhreyfinguna. — Enginn vafi er á því, hvað sem öðru líður, að aðferðir sam- vinnumanna til að auka upp- skeru og aðra landbúnaðar- framleiðslu mælast æ betur fyrir í þróunarlöndunum sjálf- um. Samvinnuframtak er bezt til þess fallið að fá framleið- endur til raunverulegra átaka til að auka framleiðslu og framleiðni. Hófleg skuldasöfn- un, öflun nauðsynja einsog áburðar, skordýraeiturs, fóðurs og þess háttar, ásamt því að koma uppskerunni á markað og til úrvinnslu — allt verður þetta helzt gert svo að báðum sé hagur að, framleiðanda og neytanda, með aðstoð öflugra samvinnufélaga. Einsog Ijóst kemur fram í síðustu skýrslu FAO — og þar átti ICA ein- mitt hlut að máli — verður að vera um að ræða samræmdar aðgerðir, þar sem jarðaskipti, samfélagsþróun, landbúnaðar- mál og síðast en ekki sízt sam- vinnuhreyfingin væru ekki einangrað hvert frá öðru held- ur gerðar um þau mál áætl- anir og þær framkvæmdar sem heildstæð stefna. Engri loku er skotið fyrir aukna framleiðni landbúnaðar, hvorki í iðn- væddum löndum né vanþró- uðum. Ákveðnar og stöðugar aðgerðir eru nauðsynlegar. En engu að síður verður sam- vinnuframtakið að skipa veru- legan sess í öllum raunhæfum þróunaráætlunum. Einmitt þessi staðreynd gef- ur okkur samvinnumönnum tækifæri, sem aldrei hefur boð- izt fyrr til að starfa á innan- ríkis og alþjóðlegum grundvelli í samvinnu við allar þær stofn- anir í iðnvæddum löndum og í þróunarlöndunum sjálfum, sem raunverulega starfa að því að gera áætlanir um tækni- og efnahagsað- stoð, matvælaframleiðslu, vinnslu og dreifingu og fram- kvæma þær. Það sem við get- um boðið sem fulltrúar sam- vinnuhreyfingarinnar og eng- ir aðrir eiga, er reynsla og þekking samvinnuframtaksins. Hvorki ríkisstjórnir né alþjóða- stofnanir geta veitt þess konar þekkingu nema með því að ausa af brunnum starfsreynslu sem fengizt hefur á mörgum mannsöldrum í hinum ýmsu greinum samvinnustarfsins. Aftur á móti geta ríkisstjórnir og alþjóðastofnanir veitt hitt nauðsynlega atriðið til að flýta fyrir áhrifum af samvinnu- þróun, og það er fjármagn. Sameining samvinnureynslu og fjármagns ríkja og/eða al- þjóðastofnana er hin nauðsyn- lega forsenda þess, að unnt sé að framkvæma áætlanir um þróun á samvinnugrundvelli í hinum miður þróuðu ríkjum, svo að verulegar landbúnaðar- framfarir og aukin matvæla- framleiðsla fáist. Mig langar að vitna í sænska hagfræðinginn Gunnar Myr- dal. Hann sagði í ræðu, er hann flutti við setningu ann- arrar ráðstefnu FAO um jarða- skiptamál nú í ár: „Tíminn líður hratt. Til að forða heiminum frá tortímingu er nauðsynlegt að koma á inn- an tíu til fimmtán ára veru- legri aukningu í úthlutun landsvæða í þróunarlöndunum. . . . Vangaveltur og vonir um hægfara aðferðir eru utan dag- skrár; það eru hinar fljótvirku, sem gilda.“ SAMVINNAN 39

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.