Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 46
— Það datt mér heldur ekki í hug, svaraði Ranka. — Þú ekki heldur. Ekki ætl- aði ég að hafa af þér. Eða datt þér það i hug? Nei, Rönku hafði ekki dottið það í hug. Piltagullið var vaknað og söng hástöfum: — Kemur þú ei senn? Kemur þú ei senn? Hún var alltaf svo fjörug þegar karlmenn voru inni í stofunni, þó hún þekkti ekki einn frá öðrum. Stebbi skotr- aði til hennar augum öðru- hvoru og átti ekkert erindi lengur. Þegar hann var far- inn hallaði gamla konan sér útaf í rúm sitt. Henni leið illa. Þaö var eins og hún hefði gert einhverjum rangt til. Hún vissi ekki hverj- um, eða hvað. Kannski sagði Stebbi satt. Kannski ætlaði hann að gera henni greiða. Hversvegna var allt svona breytt? Áður þekkti hún ekki nema gott fólk. Hvernig stóð á því að það var svona breytt? Hún átti ekki lengur von á góðu, — ekki örugglega góðu, frá neinum. Jafnvel ekki Jóa. Nema Maju. Og var það þá alveg víst, að Maja hugsaði sér ekki neitt sérstakt. — Guð hjálpi mér, stundi gamla kon- an. — Hvernig er ég orðin? Og þá var eins og ský félli af hennar innri sjón: Það var hún sjálf, sem hafði breytzt! Já, það var hún sjálf. Allt slen rann af henni og hún settist framan á glaðvakandi og hress. Auðvitað var það hún sjálf. Guði sé lof! Fólkið var auðvitað eins og það hafði allt- af verið, — menn eru nú aldrei nema menn — það var ekki til að sakast um. Ja, þvílíkt! Hér var hún búin að liggja allar þessar vikur, láta stjana við sig, heimsækja sig, hugsa um sig, tala um sig. Og á meðan dundaði hún sér við að hugsa illt um bless- aðar manneskjurnar, sem hún var þó búin að þekkja alla sína ævi. Ekki var það þeim að kenna, að hún fékk þenn- an vinning og fór að hugsa ljótar hugsanir. Og þó þeim kynni að hafa dottið eitthvað ljótt í hug, eins og henni, var það vinningnum að kenna. Nú skildi hún þetta allt. Og vissi hvað hún átti að gera. Hún hringdi á gangastúlkuna og bað hana að síma til Jóa og biðja hann að finna sig, eftir kvöldmatinn. — Hvaða herra- maður var þetta, sem kom til Ranka, þú verður hlunnfarin í þeim viðskiptum, það er þér óhætt að bóka. Þú hefir aldrei hagsýn verið. — Nóg fyrir mig. Og ég þekki marga, sem eru til með að sjá u.m þetta fyrir mig. — Eins og hvern til dæmis? Þennan Jóhannes? — Hvað áttu við, með „þenn- an Jóhannes?" Stebbi glotti. — Þetta er ráð- leysingi. Það þekkja hann all- ir. Hann er lítið skárri en þú, þegar viðskipti eru annars- vegar. Og níðlatur, segja allir. — Ég átti ekkert sérstaklega við hann. Hann Nonni hans Eyva bróður, hefir skrifað mér. — Hann Jón! í öllum bæn- um, Ranka, láttu hann ekki koma nærri þessu. Hann hefir tvívegis lent í klandri og karl- inn keypt hann út. Þetta er hreint óráð. Seldu mér íbúðina gegn greiðslu út í hönd. Ég veit allt um viðskipti með hús. Þú gætir ekki gert neitt vitlegra. Þú ert orðin gömul manneskja. — Nei, svaraði gamla konan ákveðin. — Þér sel ég hana ekki.-------- JÁ, SVONA gekk þetta til. — Þú hefir alltaf verið ó- hagsýn og þráakind, Ranka, sagði Stebbi. — Ég ætlaði bara að gera þér greiða, hélt þér kæmi þetta bezt. Ég hefði engu tapað. Allir eru strákarnir ánægcSir, enda í iiOif úlpum. Þær fást á börn og unglinga, telpur sem drengi. Ytra byröi er úr 100% NYLON, fóðriö er ORLON loðfóður, kragi er DRALON prjónakragi. NORPOLE úlpan er mjög hlý og algjör- lega vatnsheld. Þvottur er auðveldur í 30° heitu vatni. Efnið er ekki eldfimara en bómullarefni. HEKLA, Akureyri 46 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.