Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 34
skoða ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér til end- urkjörs sem aðalritari Sam- einuðu þjóðanna. Allmargar aðrar ályktan- ir og tillögur voru samþykkt- ar á þinginu, en þessar voru veigamestar. Þá má geta þess, að út- hlutað var verðlaunum I.C.A, fyrir beztu bók um sam- vinnumál, sem út hefur komið á síðasta 3. ára tíma- bili. Dómnefnd höfðu bor- izt 25 bækur og voru þrjár þeirra taldar skara fram úr: Cooperation en Suisse eftir M. Boson, Cooperation in Hungary eftir Nyers og Cooperation in Developing Countries eftir Gaussy og hann hlaut verðlaunin. Á þinginu var svo kosin ný miðstjórn og á fyrsta fundi kaus hún Dr. M. Bon- ow forseta Alþjóðasamvinnu- sambandsins. — Var ekki vel að ykkur búið í Vínarborg og hvernig er ástatt með samvinnu- hreyfinguna þar í landi? — Vínarborg er gömul miðstöð menningar og lista. Hljómlist meistaranna gömlu svífur þar yfir vötn- unum. Mér fannst ánægju- legt að heimsækja Vín, og það er alltaf gagnlegt að endurnýja kunningskap við starfsbræður víðsvegar að úr heiminum. Slík kynni eru að mínu áliti oftast gagnlegri og bera meiri árangur en sjálf fundarhöldin. Samvinnuhreyfingin í Austurríki hefur verið í sókn að undanförnu. Hún hefur tekið virkan þátt í þeirri endurreisn, sem átt hefur sér stað í Austurríki frá stríðslokum. — Nokkrar fleiri fréttir úr ferðalaginu? — Já, segja má það. Á heimleiðinni kom ég við í Kaupmannahöfn og var við- staddur hátíðahöld að tilefni fimmtíu ára afmælis H B (Hovedstadens Brugsforen- ing), sem reyndar heitir nú aðeins Brugsforeningen HB, þar sem kaupfélagið hefur teygt arma sína um alla Danmörku, eins og lesendum Samvinnunnar er kunn- ugt. Fjöldi kaupfélaga hefur sameinazt HB á síð- ustu árum, svo að það er engan veginn lengur aðeins kaupfélag höfuðstaðarins. Borgarstjórnin í Kaup- mannahöfn hafði fengið kaupfélaginu sjálft Ráð- húsið til hátíðarhaldanna. Þar var saman kominn mik- ill mannfjöldi, og ræður fluttu meðal annarra við- skiptamálaráðherra Dana, Lars Jensen, forseti borgar- stjórnar Kaupmannahafnar, H. Stjernquist, borgarstjóri Kaupmannahafnar, Urban Hansen, auk forystumanna dönsku samvinnuhreyfing- arinnar. Carl Albert Ander- son, fyrrv. stjórnarformað- ur sænska samvinnusam- bandsins var og einn ræðu- manna. Þess má loks geta, að Kaupfélagið HB er nú stærsta smásölufyrirtæki í Danmörku. Sala þess á ár- inu 1966 mun fara yfir einn milljarð danskra króna. Heimilisþáttur Frh. af bls. 21. Súkkulaðikaka með súkkulaði- kremi (stór uppskrift). 100 g. smjör eða smjörlíki 2 bollar sykur 4 egg 2 bollar hveiti 2 tsk. lyftiduft 2 msk. kakó 1 bolli mjólk 30 g. möndlur (afhýddar og saxaðar) Hrærið smjörlíkið lint, sykr- inum saman við og eggjunum einu og einu í senn. Sáldið hveitið, lyftiduft og kakó, blandið því saman við deigið ásamt mjólkinni og möndlun- um. Bakið deigið í einu til tveim stórum tertumótum. Kremið: 2(4 dl. mjóik. 2 eggjarauður 40 g. sykur, 30 g. hveiti, 100 g. smjör. 50 g. súkkulaði 1—2 msk. kaffi 1—2 msk. líkjör eða y2 tsk. vanilla. Hitið mjólkina að suðu. Hrærið eggjarauðurnar vel með sykringum, bætið hveitinu saman við og hellið sjóðandi mjólkinni út í. Látið í pottinn aftur og suðan látin koma upp. Hrærið stöðugt í á meðan. Kælið. (Stráið örlitlum sykri yfir kremið svo að ekki mynd- ist skán). Súkkulaðið er brætt við hægan hita yfir gufu, kaff- inu hrært saman við. Smjörið er hrært lint, súkkulaðinu og köldu eggjakreminu hrært saman við og bragðefnunum bætt í. Ef kremið aðskilst er skálinni brugðið yfir gufu og hrært í þar til það er jafnt. Kreminu er smurt á milli kökubotnanna, sem betra er að kljúfa, séu þeir mjög þykkir. Yfirborð kökunnar er hulið með afgangnum eða hjúp- súkkulaði. Skreytið með möndl- um, vínberjum, kirsuberjum eða konfektmolum. Kakan geymist vel á köldum stað. Furstakaka. 125 g. smjörlíki 100 g. sykur McCORMICK INTERNATIONÁL Meiri ánægja minna strit Hinn nýi 43 hestafla traktor, sem er búinn fleiri kostum en áffur þekkist. Þrauthugsuð vél og tæknibúnaður, sem reyndar allir IH traktorar hafa. HAFIÐ SAMBAND VIÐ OKKUR OG KAUPFELÖGIN. Ármúla 3 — Sími 38900. 34 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.