Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 37
^tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiitmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiimimiiir^. SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA óskar viðskiptamönnum sínum, svo og landsmönnum öllum cj {e(§i(ecjrci jó(a7 aró °9 JriÁar. i; 111111111111111111 ■ 111111111111111111111111111111111111111111111111111 i 11111111 ■ 11111111111 ■ 111111111111111111111111111,, 111111,11,111,11,1111111111,,, 11 — skal það nefnt, að hér fyrr á árum stóðu Samvinnutrygg- ingar gegn yfirvofandi hækk- unum á tryggingaiðgjöldum, sem krafist var með meintum rökum af öðrum tryggingafé- lögum. Minnist ég þess í sam- bandi við bifreiðatryggingar á fyrstu árum félagsins, en and- staða Samvinnutrygginga olli því, að ekki varð af. I annan stað hafa Sam- vinnutryggingar þráfaldlega beinlínis lækkað trygginga- iðgjöld, ekki aðeins með end- urgreiðslum — sem síðar verð- ur nánar vikið að — heldur eftirminnilega varðandi bruna- tryggingar á húseignum, eftir að þær urðu frjálsari en áður var, einmitt fyrir baráttu og tilstilli Samvinnutrygginga. Það hefir að vísu oft áður verið vikið að þessu stórmáli við ýms tækifæri, og kannske oftast af mér sjálfum, en það er svo merkilegt og næstum ótrúlegt að tvennu leyti, að mér finnst raunar aldrei of- minnt á það, og því skal hin „góða vísan“ ennþá kveðin hér. Það var á því herrans ári 1954, að bæj aryfirvöldum Reykjavíkur varð það á að bjóða út brunatryggingar húsa íbúanna. Nú skyldi maður hafa ætlað, að eftir öllum eðlileg- um og heilbrigðum venjum hefði ekkert verið því til fyr- irstöðu að taka vafningalaust hagstæðasta tilboðinu, sem barst, einkum þar sem það skar sig úr um að vera langlægst og ekki minna en um 47%af- slátt að ræða frá því, sem var. Það tilboð var auðvitað frá Samvinnutryggingum, hinu 8 ára gamla fyrirtæki, sem strax hafði áunnið sér mikla tiltrú. En NEI! Það varð að koma í veg fyrir slík kostakjör! Af hverju, hefir ennþá einhvern veginn ekki fengizt upplýst! En þetta létu bæjarbúar sér þó lynda, að vísu með dálitlu múðri sumra, en eftirfylgju- laust, og flestir létu sér full- vel líka leggjandi kollhúfur góð- látlega. Kostaði þetta þó bæj- arbúa milljónir þegar fyrsta árið, og enginn veit, hve mik- ið síðan. En um 80 sveitar- stjórnum tókst betur litlu síð- ar. Þær tóku upp trygginga- viðskipti við Samvinnutrygg- ingar og sættu 30—40% hag- kvæmari kjörum en verið höfðu síðast hjá Brunabóta- félagi íslands. Hér var stórfé „bjargað á þurrt“, þótt eng- 'Wiiiiiiiiiimiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiim: inn viti, hvað milljónirnar eru margar, enda engin kvittunin! En vel mega landsmenn muna, hvað hér hafði skeð. Líkt og fyrirbygging ið- gjaldahækkana og bein lækk- un þeirra gjalda, sem vikið hefir verið að hér að framan, verður hlunnindagildi afslátt- arkerfisins varðandi bifreiða- tryggingarnar ekki mælt né vegið, en hefir samt í sér fólgn- ar miklar kjarabætur tii margra. Svipað er að segja um iðgjaldsfrí ár í verðlaunaskyni. Um verðgildi þeirra liggja ekki fyrir neinar tölur, en þau jafn- gilda þó um það bil 10% af- slætti til viðkomenda hvert ár í 10 ár. Má sjá minna, ef að er gáð, en mér er nær að halda, að það láist of mörgum. Að lokum skal hér vikið að endurgreiðslum tekjuafgangs Samvinnutrygginga allt frá ár- inu 1949. Hvað eru þær? Vit- anlega ekkert annað en of- áætluð iðgjöld, sem skilað er til baka að hætti gagnkvæmra tryggingastofnana og upp- runalegra viðskiptaaðferða samvinnumanna um sannvirði hlutanna, hvort sem um er að ræða vörur eða þjónustu eins og í þessu tilfelli. í þessu felst dýrmæt trygging fyrir rétt- mætum greiðslum, sem hvergi er jafn nauðsynlegt og einmitt í sambandi við tryggingavið- skiptin, þar sem engum er fært að segja fyrirfram, hvert hið raunverulega og endanlega ið- gjald þarf að vera hverju sinni. Hér er því mjög var- hugavert og jafnvel háskalegt að rígbinda sig í fastákveðin fyrirframgjöld, sem ekki þurfa að vera öllu ábyggilegri en miðlungs veðurspár, og það af eðlilegum ástæðum. Það gera varla þeir, sem hugsa sinn gang í tryggingamálum. Þess- ar endurgreiðslur eru kóróhaxi á viðleitni Samvinnutrygginga til þess að framkalla sannvirði tryggingaþjónustunnar — og óhrekjandi vitni um heilbrigða starfsháttu á vettvangi, sem býður upp á mikla misnotkun aðstöðunnar, ef hófsemi og réttlætis er ekki gætt. Ofáætl- anir iðgjalda Samvinnutrygg- inga hafa reynzt nema milljón- um öll árin frá 1949, nema þrjú þau fyrstu. í fjögur ár sam- fleytt hefir þetta skilafé orðið á 8. milljón króna hvert ár, og samtals öll árin til og með 1965 kr. 61.723.736,00. Það þýð- ir því ekki að halda því fram eins og sumir gera, að vísu i mismunandi mikilli alvöru, að „sami rassinn sé undir öllum tryggingafélögunum“, endaþótt áætlunariðgjöld þeirra kunni fyrirfram að vera þau sömu. Spyrjum að leikslokum um hver áramót. Að lokum eitt: Stundum er eðlilega ekki svo lítið lagt upp úr möguleikum manna til af- skipta af gangi opinberra mála kringum þá. Það er heilbrigt lýðræðisviðhorf ábyrgra og hugsandi manna. Hvað þetta snertir, má geta þess í sam- bandi við félagslega uppbygg- ingu samvinnutrygginga, að ofar venjulegri stjórn lúta þær fjölmennu fulltrúaráði sam- settu af mönnum úr öllum kjördæmum landsins. Stendur sérhverjum tryggingataka, sem jafnframt er félagsmaður — opið að snúa sér að þessum fulltrúaráðsmönnum með hvað- SAMVINNAN 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.