Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 35
2 eggjarauður eða 1 egg
250 g. hveiti
1% tsk. lyftiduft
Möndlumassi:
2 eggjahvitur
150 g. flórsykur
100 g. möndlur eða
kókosmjöl
tsk. kanill
/i tsk. kardemommur
Hrærið smjörlíki, sykur og
eggjarauður vel saman og bæt-
ið síðan hveiti og lyftidufti
saman við. Látið helming
deigsins í smurt meðalstórt
tertumót. Þeytið eggjahvíturn-
ar, blandið sálduðum flórsykri,
söxuðum möndlum eða kókos-
mjöli, kanil og kardemommum
saman við og breiðið þetta síð-
an jafnt yfir deigið. Hnoðið það
sem eftir er af deiginu með
hveiti, fletjið út og skerið í
ræmur sem eru fléttaðar yfir
deigið. Smurt með eggi eða
mjólk og bakað við 180—200
gráðu hita neðarlega í ofni í
um 30 mín.
í stað möndlu eða kókos-
massa er gott að hafa sveskju-
eða aprikósumauk, einnig epla-
báta og kanilsykur.
Rúsínukökur með kanilbragði.
1 /i bolli hveiti
1 bolli sykur
tsk. sódaduft
tsk. borðsalt
1 tsk. kanill
/i bolli saxaðar rúsínur
1 bolli haframjöl
100 g. smjörlíki
1 egg
Sáldið hveiti með sykri, lyfti-
dufti, salti og kanil. Blandið
rúsínum, haframjöli og smjör-
líki saman við og vætið í með
egginu. Hnoðið og kælið deigið.
Mótið það síðan í litlar flatar
kúlur og bakið við um 200°
hita.
Súkkulaðitíglar
300 g. hveiti
200 g. smjörlíki
200 g. sykur
3 msk. kakó
2 tsk. lyftiduft
1 egg
(Vanilludropar)
Sáldið hveiti, kakó og lyfti-
duft. Skerið smjörlíkið í með
hníf, blandið sykrinum saman
við, og vætið í með egginu.
Hnoðið fljótt saman. Skiptið
deiginu í 10 jafnstóra bita, sem
rúllað er í lengjur, jafn-
langar plötunni, þær flattar
lauslega út með kökukefli,
smurðar með eggi og sykri
stráð yfir. Bakað við um 200—
225° hita í miðjum ofni. Þegar
kökurnar eru bakaðar, eru þær
skornar á ská í tígla. Ef vill, má
setja möndlur eða kókosmjöl
saman við sykurinn ofan á
tíglana.
K.Á.
Framh. af bls. 5.
ar orðið og eru í uppbygg-
ingu, þótt eins og eðlilegt
var aðrir aðilar hafi tekið
við þeim framkvæmdum.
Suðurströndin er ekki leng-
ur hafnlaus, þótt miklu sé
þar enn ólokið, og kaupfé-
lagið er enn stór aðili að út-
gerð og miklum framkvæmd-
um í Þorlákshöfn, þar sem
það á stóran hlut í Meitl-
inum h.f.
Frystihús rekur félagið í
samvinnu við Sláturfélag
Suðurlands og Mjólkurbú
Flóamanna.
Þá er enn ótalið flutninga-
kerfi Kaupfélags Árnesinga.
Það á margar stórar vöru-
flutningabifreiðar, sem
flytja mjólk til Mjólkurbús-
ins og vörur út um allt fé-
lagssvæðið. Leiðir bifreiða
þess eru eins og æðakerfi um
héraðið á sama hátt og mið-
stöð félagsins á Selfossi er
eins og hjarta þess.
Þessari stórfelldu upp-
byggingu Kaupfélags Árnes-
inga var að miklu leyti lok-
ið um 1960. Þá varð hlé á
stórframkvæmdum, en fé-
lags- og fræðslustarf aukið.
Egill Thorarensen skildi
manna bezt, hve vökul fé-
lagshyggja er veigamikil
baktrygging í svo umfangs-
miklu kaupfélagi og fékk
þaulvanan og ötulan félags-
hyggjumann, Óskar Jónsson
frá Vík til þess að flytja til
Selfoss og verða félagsmála-
fulltrúi.
Hér að framan hefur ver-
ið reynt að bregða upp
skyndimynd til skýringar
því, hvilíkur aflgjafi Kaup-
félag Árnesinga er í lífi og
framkvæmdum fólksins á
félagssvæðinu og hvernig
það er óhjákvæmilega sam-
ofið kjörum þess. Til enn
frekari áréttingar skal þess
að lokum getið, að fastir
starfsmenn félagsins í árs-
lok 1965 voru 344 og það ár
greiddi það rúmlega 51 millj.
kr. í vinnulaun. Sama ár var
vörusala þess rúmlega 240
milljónir króna. Félagsmenn
voru eins og fyrr er sagt
1750.
Eins og fyrr segir andað-
ist Egill Thorarensen, kaup-
félagsstjóri í ársbyrjun 1961.
Hafa fáir menn skilað hér-
aði sínu þvílíkum arfi mik-
illa hugsjóna og nytsamra
framkvæmda, sem hægt er
að byggja á um langa fram-
tíð.
Við kaupfélagsstjórn tók
sonur Egils, Grímur Thorar-
ensen. Hefur hann nú í sum-
ar látið af því starfi en við
tók Oddur Sigurbergsson,
fyrrum kaupfélagsstjóri í
Vík, en nú um skeið starfs-
maður hjá Sambandi ísl.
samvinnufélaga.
Formaður félagsstjórnar
fyrstu átján árin var Ágúst
Helgason frá Birtingaholti,
en hann andaðist 1948. Þá
tók við formennsku Gísli
Jónsson á Stóru-Reykjum,
sem setið hafði í stjórn frá
upphafi. Hann var formað-
ur til 1960, er hann andað-
ist. Síðan hefur verið for-
maður þess Páll Hallgríms-
son sýslumaður. Með honum
eru nú í stjórn félagsins Þór-
arinn Sigurjónsson, bústjóri
á Laugardælum, Guðmund-
ur Guðmundsson, bóndi á
Efri-Brú, Skúli Gunnlaugs-
son, bóndi í Bræðratungu og
Einar Gestsson, bóndi Jl
Hæli.
Það er áberandi hve fáir
hafa setið í stjórn félagsins
frá upphafi og bendir það til
þeirrar festu sem verið hef-
ur í allri starfsemi þess.
Selfoss er nú stærsta þétt-
býli í sveit á íslandi og vex
hratt. Kaupstaðurinn hefur
notið varmans frá hugsjón-
um samvinnuhreyfingarinn-
ar og jarðhitans úr skauti
náttúrunnar. Það eru sjald-
gæf hlunnindi í svo stórum
stíl á einum stað. Og héraðið
allt nýtur nú og um alla
framtíð ávaxtanna af stór-
hug samvinnuleiðtogans
Tryggva Gunnarssonar, sem
mestan þátt átti í byggingu
brúarinnar yfir Ölfusá á sín-
um tíma og lagði með því
grundvöllinn að þeirri hér-
SAMVINNAN 35