Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1966, Blaðsíða 15
— Vertu ekki að tefja telpu- skinnið, Jói. Ætlarðu að kaupa eitthvað af henni? En Jói lét ekki stöðva sig þegar hér var komið. Það gerir hann aldrei þegar hann segir vinum og kunningjum furðusögu þessa eina vinnings, sem öll lands- ins happdrætti hafa fært hon- um. Sízt þegar lokið er bölvi og fordæmingu yfir líkamshræi hins furðulega hunds, sem slysinu olli. Og ótrúlegri líkingu hans við Kol sálunga, eftirlæti fjölskyldunnar í fimmtán ár. Skyggn maður fram í Dölum hefir margsinnis séð mókol- óttan hund á hælum Jóa. Og liggjandi við fætur hans, teygj- andi öðru hvoru trýnið uppá hné Jóa, þar sem hann situr. Og kona í Reykjavík, sem Maja leitaði til, — þegar hún fékk innan um sig hérna um árið, og enginn læknirinn vissi hvað það var, — þessi kona, sem læknaði hana á þremur dög- um, eða nánar tiltekið, einni nóttu, hún sá hundinn líka. Og Jóa hefir dreymt.--------- Gamla konan kunni þetta ut- anað, svo hún notaði tímann til að bjóða telpukorninu köku. En telpan afþakkaði það. Hún horfði stöðugt á Jóa, og eftir- væntingin smádofnaði í svip hennar því lengur sem Jói sagði frá. Jói tók ekkert eftir því. Hann fletti miðunum, skoðaði númerin og sagði frá með allan hugann við hundinn. — Og var það ekki einkenni- legt að enginn skyldi sjá þenn- an hund nema við? En hann hefir ekki gert það viljandi, hafi það verið hann. Þetta hafa verið fagnaðarlæti. Grey- kvikindið. Telpan tók upp eina blokkina og spurði: — Ætlarðu að kaupa eitthvað? — Jói hrökk við. — Kaupa? Svo óttaði hann sig og varð dálítið kindarlegur á svipinn. — Ja, ég keypti nú eina í gær- kvöldi af honum Rósa, þú veizt. Ég hefði keypt aðra af þér, greyið mitt, en ég er ekki með svo mikið á mér. Þó þetta sé skítablað, — nú þau eru það öll. Mér er fjandans sama hvaðan gott kemur. Annars lízt mér heldur illa á þessi númer. Ertu ekki með fleiri blokkir? Nei, telpan var ekki með fleiri blokkir, sagði hún, fjarska lág- rödduð. — Hefir enginn keypt af þér? spurði Jói og sá nú telpuna loksins. Hann þuklaði vasa sína svo lítið bar á, en þar var ekki neitt. Maja var vön að sjá fyrir því. — Þrjá miða, sagði telpan. — Lítið er það. Nú, komdu eftir helgina, þá skal ég kaupa af þeir heila blokk. — Það á að draga á laugar- daginn, sagði telpan. — Nú, komdu þá á laugar- daginn. — Það er of seint, pabbi ætl- ar að póstleggja allt á föstu- daginn. — Jæja, þá á morgun. Þú veizt hvar ég á heima. Maður má ekki eiga á hættu að missa af íbúð. Telpan vissi hvar Jói átti heima, en samt fékk hún vatn í augun og dálitlar munn- herkjur meðan hún safnaði blokkunum saman. Þetta var ósköp beygjuleg telpa, af nú- tímatelpu að vera, fannst Rönku. Líklega var hún búin að fara víða með þetta. Og trú- lega ekki efni í sölukonu. Jæja, Ranka var ekki vön að fara gálauslega með aurana sína. Ekki núorðið, að minnsta kosti. Og henni var meinilla við þessi happdrætti og allar þessar merkjasölur, sem börn læra verzlun á. Nú, stundum var þetta náttúrlega til nauðsynja- mála, því var ekki að neita. En börn verða svo frek á þessari sölumennsku. Þegar telpan var að stinga drasli sínu í vasann sagði Ranka lágt. — Ég ætla að kaupa af þér einn miða, skinnið mitt. Af því ég er orð- in svo gömul. En það sagði hún ekki satt. Hún gerði það af eigingirni, til að sjá augun í telpunni ljóma gegnum vatn- ið, þegar hún kippti blokkun- um aftur upp úr vasa sínum. — Veldu einn miðann, mér er alveg sama, hver er, sagði gamla konan og opnaði komm- óðuskúffuna sína. Svona at- vikaðist það-------. OG þegar telpan var farin fékk Jói svolítið út í bollann, eins og hann átti von á, þar sem þetta var sjötíu og fimm ára afmæli gömlu konunnar. Kannski hafði hún búizt við einhverjum fleirum, því flask- an var full, og ekki bragðaði hún sjálf. En Jói var nú sá eini. Maja ætlaði að koma seinna í kvöld, þegar gamla konan væri búin að þvo skrifstofurnar. En það var eins gott að hann fengi bragð af þessu strax. Það var alltaf upplyfting að því þeg- ar hann kom, ekki sízt einn. Nei, hún bjóst ekki við neinum. En henni hafði dottið í hug að hún fengi kannski skeyti. En það kom ekkert skeyti. — Nei, það var ekki annað en tapið, ég tapaði tugum þúsunda á vinningnum. En samt vildi ég ekki hafa misst af þessari lífs- reynslu. Og það sem ég er bú- inn að leggja heilann í bleyti út af þessum hundskratta. Hugsaðu þér, hann var bara allt að einu eins og hann Kol- ur sálugi, liturinn, upplitið, til- burðirnir, tifið með rófunni, geltið, allt svo nákvæmlega eins. Því hann gelti þann djöf- uldóm áður en hann stökk undir bílinn. Þegar hann kom auga á okkur Bía. Hvað held- ur þú, Ranka?-------- Um það atriði hafði Ranka aldrei myndað sér neina skoð- un. En hún var viss um að þau væru vænstu manneskjur, bæði tvö. Og þetta varð skemmtilegt kvöld, þó enginn kæmi, nema þau tvö og Stína, starfssystir gömlu konunnar, nokkru yngri. Konurnar sátu saman á dívaninum, allar þrjár, en Jói breiddi úr sér á stólnum andspænis þeim við borðið, sagði sögur, fór með vísur, sprellaði og hló. Hann fékk gömlu konuna til að skála við sig og fullyrti að hún hefði yngst um tíu ár. Því til sönn- unar sagði hann þeim frá happdrættismiðanum, sem hún hafði keypt af telpunni. Og gamla konan mátti stul- ast eftir miðanum, völt á fót- um, þótt ekki hefði hún bragð- að meir en rúma matskeið af víninu. Jói marglas númerið, spekingslegur á svip. — Tíuþúsund eitthundrað sjötíu og fimm, já, sjötíu og fimm, og þú ert sjötíu og fimm. Þú vinnur á þetta, Rönkutet- ur, það fer ekki hjá því. Já, ég fæ stundum hugboð, — þú kannast við það, Maja.----- Það sem þær hlógu! Fyrst hló Maja svo við lá að þakið fyki af skúrnum. Síðan tóku hinar undir. Þær veltust um og grétu af hlátri að hugboð- unum hans Jóa. En þakið fauk samt ekki. Og Jói notaði tæki- færið til að bragðbæta í boll- anum sínum. Það gerði ekkert til þó Ranka sæi, Maja sá ekk- ert fyrir hlátri. Það kom sem sagt ekkert skeyti. En gamla konan mundi ekkert eftir því þegar þau kvöddust. Hún var svo innilega sæl yfir þessu skemmtilega kvöldi og þessum vænu manneskjum, sem voru henni svo góðar. Auðvitað var ekki langt að fara, því skúrinn var áfastur húsinu, sem þau leigðu í. En þau áttu nér nóga vini og kunningja, meir að segja gift og uppkomin börn, þó gamla konan ætti bágt með að átta sig á því. Henni fannst þau vera svo ung, ekki orðin fimmtug. Eini gallinn á Jóa hvað hann er þungur til vinnu. Og svolítið upp á flöskuna. Maja kannski dálítið ströng við hann. En þetta hefir nú stund- um verið erfitt fyrir Maju, hró- ið, meðan börnin voru að kom- ast á legg. Gamla konan horfði lengi á eftir þeim. Og hún sofnaði brosandi. Já, hann Jói, hann átti ekki allt skilið, sem um hann var sagt. — — HÚN var óvenju lengi að þvo skrifstofurnar um kvöldið. Það var kalsaveður og hún var lengi heim. Eitthvað svo skrítin í höfðinu og óstyrk. Annars var hún hraust eftir aldri. Undarlegt að kaupfélags- stjórinn skyldi einmitt í dag fara að tala við hana og inna eftir heilsufari hennar. Og hvort ekki væri orðið of erfitt fyrir hana að þvo skrifstof- urnar! Eins og hún gæti feng- ið eitthvað betra. Nú, hún gat náttúrlega hætt, þegar þar að kæmi. Skyldi hann vera eitt- hvað óánægður með þvottinn? Til þess mátti hún ekki hugsa. Auðvitað var hún eitthvað far- in að gefa sig, en ekki mikið meira en fyrir tveimur ára- tugum. Seinustu tuttugu árin hafði hún svo lítið unnið ann- að en að þvo þessar skrifstof- ur og dútla fyrir sjálfa sig. En í kvöld var hún eitthvað svo undarlega þreytt. Hún flýtti sér að skerpa á smálögg, sem hún átti á könnunni og drekka úr einum bolla sér til hress- ingar. Þá ruddist Jói inn. Hann drap ekki að dyrum, bauð ekki gott kvöld, heldur æddi inn, eins og hann væri að flýja undan dauðanum. Hann Jói, sem alltaf fór sér svo hægt og rólega, jafnvel hreyfði munn- inn á svo skemmtilega letileg- an hátt þegar hann talaði, að frásögnin rann fram eins og lygn straumur, eða golugára á stóru, djúpu vatni. Og röddin, sem venjulega gerði manni svo gott í geði, lumandi á ótrúlega spaugilegum blæbrigðum, var nú óþekkjanlega æst. — Hefurðu séð það, Ranka? Var furða þó henni yrði hverft við. — Séð hvað? Er kviknað í? — Kviknað í? Þú vannst, manneskja, þú vannst! — Vann hvað? SAMVINNAN 1S

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.