Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.06.1969, Blaðsíða 41
ísraelskur hermaður i Súez-skurðinum 1967. að koma til. Ég gerði líka svolítið til að vinna gegn því sem mér fannst vera kúgun og ranglæti í mínu eigin landi. Eftir að ég hafði barizt í Stern-samtök- unum fyrir lausn míns eigin lands og allra landa í Miðausturlöndum úr greipum heims- valdasinna, umhverfðist ég ekki sjálfkrafa úr kúguðum manni í kúgara, einsog því miður hendir marga menn um víða veröld. Á þeim 20 árum sem Ísraelsríki hefur verið við lýði lagði ég fram minn skerf með pennanum í reglulegum blaðadálkum, þar sem ég barðist látlaust gegn ranglæti sem arabíski minnihlutinn í landinu var beittur. Og ég lét mér ekki nægja pennann einan, heldur tók ég líka þátt í mótmæla- göngum og lét mér ekki segjast þegar ég var dreginn fyrir herrétt. Ég er orðinn van- ur því að vera kallaður föðurlandssvikari af eldheitum ættjarðarvinum — sem er hversdagslegt fyrirbæri um heim allan. Ég verð líka að venjast því að vera kallaður svikari af róttækum og umbótasinnuðum vinum mínum. Sögulok og lygi Fólk nákomið mér hér í ísrael myndaði á sínum tíma Alsír-nefnd til að berjast fyrir frjálsu Alsír. Þegar MIG-sprengju- flugvélar Alsírbúa birtast yfir ísrael — ég segi þetta innan sviga — þá krefst skáld- leg réttvísi þess, að þær varpi sprengjum sínum fyrst á heimili nefndarmanna. Hér megið þið loka sviganum og hafa okkur innan hans. í sex-daga-stríðinu í júní 1967 var her- fylkinu, sem ég er í, fyrirskipað að hafa umsjón með eyðileggingu fjögurra arabískra þorpa. Ég taldi skyldu mína að strjúka frá herflokki mínum, skrifa skýrslu um þessar aðgerðir og senda afrit af henni til herfor- ingjaráðsins, ráðherra ríkisstjórnarinnar og þingmanna í Knesset (ríkisþinginu). Þessi skýrsla hefur verið þýdd og henni dreift um víða veröld til marks um glæpi ísraels. En leyfið mér að ljúka við söguna. Að- gerðir mínar voru skýlaust brot á öllum herlögum. Samkvæmt reglum hersins hefði átt að draga mig fyrir herrétt. Ég hef ekki hugmynd um, hvaða dómur hefði verið kveðinn upp yfir hermanni í Rauða hern- um sem þannig hefði þverbrotið reglur þjóðhollustu og heraga, og ég neita að reyna að gera mér í hugarlund hver hefðu orðið afdrif hans. Eftir að ég kom aftur til herflokksins, var mér, óbreyttum hermanni, skipað að koma fyrir hershöfðingjann, sem stjórnaði öllum herdeildum á umræddum vígstöðv- um. Hann kvaðst hafa lesið skýrslu mína og taldi skyldu sína að láta mig vita, að það sem gerzt hefði væru hörmuleg mistök sem ekki yrðu endurtekin. Innst inni trúði ég ekki þeirri fullyrð- ingu hans, að hér hefði verið um mistök að ræða. Ég var sannfærður um, að hver sá, sem hefði fyrirskipað slíkar aðgerðir, hefði ekki átt von á mótstöðunni innanfrá — mennirnir í mínu herfylki neituðu að fram- kvæma skipunina — og hefði haft alvar- legar áhyggjur af áhrifunum sem slíkar aðgerðir mundu hafa í öðrum löndum. En mér þótti vænt um að hann taldi nauðsyn- legt að lýsa því yfir, að hér væri um mis- tök að ræða. Ég spurði hvernig hann hygðist tryggja að slík „mistök“ yrðu ekki endurtekin. Samstundis undirritaði hann skipun sem heimilaði mér óhefta umferð um öll hernumin landsvæði, þannig að ég gæti með eigin augum gengið úr skugga um, að slíkar aðgerðir hefðu ekki verið endurteknar. En síðan þetta gerðist hafa öll friðelsk- andi blöð í heiminum sífellt verið að birta skýrslu mína um eyðileggingu þorpanna fjögurra, einsog hún hefði átt sér stað í gær eða fyrradag, einsog hún hefði verið endurtekin hvað eftir annað, einsog hún sé stöðugt að eiga sér stað. Og það er hrein og bein lygi. Það er einsog að skrifa, að nornir hafi verið brenndar á báli í Eng- landi — en sleppa ártalinu. Samsæri um þjóðarmorð Hérmeð bið ég alla, sem trúðu mér þeg- ar ég skýrði frá glæpsamlegu athæfi, að trúa mér einnig núna. Og þá, sem trúa mér ekki núna, bið ég hérmeð að trúa ekki heldur fyrri skýrslu minni; ég bið menn að trúa mér ekki að eigin geðþótta eftir því sem þeim er hagkvæmast. Ég vil einn- ig geta þess, að bærinn Kalkilíja, sem byrj- að var að leggja í rúst þegar ég var að semja skýrsluna, er nú í endurbyggingu og hinir burtflæmdu bæjarbúar hafa verið fluttir þangað aftur. Ég veit, að allir sem mótmæla ranglæti eru eilítið vonsviknir, ef mótmæli þeirra eiga þátt í að leiðrétta ástandið. En hvað get ég gert, úrþví ein- mitt það hefur gerzt? Þetta merkir enganveginn að annarskon- ar ranglæti eigi sér ekki stað. Því minna sem þið berjizt gegn mér, þeim mun betur hjálpið þið mér við að berjast gegn rang- lætinu heimafyrir. Ef Bandamenn hefðu sigrað Þýzkaland árið 1940, hefðu engar Auschwitz-dauðabúðir komið til sögunnar. Og hefðu menn haldið því fram nú, að Þjóðverjar hefðu haft í hyggju að myrða sex milljónir gyðinga, hefði fólk sagt: „Þetta er bara áróður. Þeir tóku einungis þannig til orða. Þeim var ekki alvara.“ Hvað getum við sagt, úrþví hótanirnar um að eyða ísraelsríki, sem fóru ekki leynt fyrir sex-daga-stríðið, báru ekki ávöxt? Þegar Rússar skýrðu frá samdrætti her- afla ísraela við sýrlenzku landamærin, bauð Levi Eshkol forsætisráðherra sovézka sendi- herranum, Tsjúbakhin, að koma með sér til landamærasvæðanna til að ganga úr skugga um, að fréttin væri ósönn. Sovézki sendiherrann afþakkaði boðið. Hvílíkur barnaskapur af Eshkol! Ef Rússar voru búnir að afráða að þeir þyrftu ísraelskar hersveitir við landamærin til að efla póli- tíska viðleitni sína, hvaða gagn var þá að sannleikanum? Hver segir að Rússar séu ekki reiðubúnir að berjast til síðasta Eg- ypta, til síðasta Víetkongmanns? Þann sama dag sem sovézki sendiherrann ákvað að hann hefði engan áhuga á sann- leikanum, þann sama dag sem Rússar for- dæmdu ísraela þráttfyrir skýlausar hótanir um eyðingu af vörum egypzkra leiðtoga, þann dag gerðist Rússland kommúnismans aðili að samsæri um þjóðarmorð. Engin meiri ógæfa gat hent vinstrisinn- aðan mann. Jafnvel allra vinstrisinnaðasti maður fellst ekki á að láta slátra sér þegar sverði er beint að hálsi honum. Vandræðin eru í því fólgin, að ekki einn einasti alvar- lega þenkjandi maður í heiminum trúir því á þessari stundu, að raunverulega hafi verið hætta á að ísrael yrði þurrkað út fyrir tveimur árum. Þetta er missýning ársins 1969. Hefur nokkur einstaklingur í heiminum minni sem orð sé á gerandi? Hver man í raun og veru hvað gerðist í gær? Golíat og Davíð Risinn Golíat ógnar Davíð litla. Sú stað- reynd að Golíat er risi og Davíð smávax- inn er ekki annað en missýning. Beri Golíat 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.