Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 25
bæði með leiðinlegum kennslu- bókum og leiðinlegum kennslu- aðferðum. Fjögur ár eru að vísu stuttur tími, en þetta eru erfið ár í lífi margra, einkum stúlkna. Má ekki sleppa landsprófinu alveg, a. m. k. í þeirri mynd að það loki leiðum unglinga á gelgjuskeiði til framhaldsnáms, sem þeir geta fengið áhuga á og getu til síðar meir, þegar meira andlegt jafnvægi hefur skapazt? Sú hugmynd hefur stungið upp kollinum víða, að stúlkum hæfi annars konar námsefni en strák- um. Alla vega þurfa þær meiri uppörvun og hvatningu á þess- um breytingarárum, til þess að missa ekki sjónar af markinu og glata ekki trúnni á tilgang menntunar. Það er með öllu óljóst, hvað vakir fyrir skólayfirvöldum með gagnfræðaprófi. Það gildir að vísu sem inntökupróf í iðnskóla og aðra fagskóla, en eitt sér er það harla lítils virði. Sé það miðað við atvinnumöguleika, þá gefur það aðeins réttindi til ein- földustu starfa. Nemendur hafa lágmarkskunnáttu í þremur tungumálum, og er þá meðtalið móðurmálið. Er vélritun ekki eina hagnýta starfsþjálfunin, sem þeir hafa fengið? Hvort sem stúlka hættir námi 16 ára af leiðindum eða hæfi- leikaleysi, þá er eðlilegt að álykta sem svo, að hún ætli sér að krækja í fyrirvinnu hið fyrsta að gömlum og góðum sið og varpa öllum veraldlegum áhyggj- um á hans breiðu herðar. Hún fær sér vinnu á meðan hún bíð- ur, sama hvað það er, bara ef það er hreinlegt og þægilegt starf. Hún „gallar“ sig upp, sæk- ir skemmtistaði, og strákar eru hennar alfa og omega. En úr því að hjónabandið vak- ir fyrir flestöllum stúlkum, hvers vegna þá ekki að nota þessi fjögur ár til þess að búa þær undir ævistarfið? Þó ekki væri nema tvö ár? Gera þær að betri mæðrum, nýtari þegnum. Þar er ekki átt við dagleg störf hús- móðurinnar — þau hefur tækn- in tekið í sínar hendur. Heldur að vekja áhuga þeirra á lífinu umhverfis sig, auka með þeim ábyrgðartilfinningu gagnvart þjóðfélaginu. Kenna þeim að beita dómgreind sinni, kenna þeim að vega og meta sjálfstætt, kenna þeim að lesa bókmenntir sér til ánægju og þroska. Góðar bókmenntir eru leiðin til skiln- ings og umburðarlyndis gagn- vart umhverfinu. Það er heldur dapurlegt til þess að hugsa, að auknar tóm- stundir virðast ekki hafa leitt til aukinna andlegra afkasta. Þvert á móti: einskis verð blöð og tímarit bía út hvert heimili; sjón- varpið treður sér inn í einkalíf manna og gubbar úr sér misgóðu fóðri, sem aðeins skilur eftir tómarúm í sálinni. Eingöngu góð menntun gerir mönnum kleift að velja og hafna, varðveita per- sónueinkenni sín í þessari fa- brikasjón nútímans. Flestar stúlkur, hvort sem þær taka gagnfræðapróf eða önnur próf, eru tilvonandi mæður og uppal- endur nýrra kynslóða. Menntun þeirra er því „bezta fjárfesting- in“ — svo notuð sé spánnýjasta glósa stjórnmálamannanna. En hvað verður nú um hinar, sem af einhverjum misgáningi örlaganna fá að fljóta með inn í himnaríki og verða stúdentar? Það þykir sumum fínt að krækja í stúdentshúfu, en í raun og sann- leik er maður litlu betur settur með hana á kollinum en gagn- fræðaprófið í vasanum. Stúdents- prófið í sjálfu sér er einskis virði sem hagnýt menntun gagnvart atvinnurekendum. Hins vegar er stúdentsaldur svo hár hér á landi, að það er hrein undan- tekning, ef hjónaband kemur ekki í veg fyrir frekari mennt- un. í fyrra lét Efnahagsstofnunin gera könnun á fjölda stúdenta í landinu, námsferli þeirra og námsárangri. Eru niðurstöðurn- ar nokkuð forvitnilegar og segja margt um ríkjandi afstöðu kvenna siðferðilega og félagslega. Heildartala stúdenta í landinu þá á aldrinum 30 til 69 ára (starfsaldur) var 3647. Þar af voru 841 kona, sem sannar end- anlega mismunandi afstöðu kynj- anna til menntunar. Og ekki tek- ur betra við: aðeins 176 (20,93%) af þessum 841 konu höfðu lokið háskólaprófi. í tölum frá Efna- hagsstofnuninni kemur að vísu fram, að meiri hluti kvenstúd- enta innritast til háskólanáms og þá flestar í heimspekideild, en fráfallið (drop-out) er gífurlegt. Nokkuð stór hópur nær þó að taka áfangapróf, sem sýnir við- leitni. Könnun Efnahagsstofnunarinn- ar nær að vísu ekki yfir nema tvo árganga 1953 og 1958, og gef- ur því ekki neinar endanlegar niðurstöður. En þó má gera sér nokkrar hugmyndir um ástandið. Stúdentar árið 1953 voru 212, þar af 61 kona. 45 þeirra skráðu sig til háskólanáms, 6 luku prófi (13%), 16 (36%) tóku áfanga- próf. Stúdentar árið 1958 voru 199, þar af 60 konur. 45 þeirra skráðu sig til háskólanáms, 9 (20%) luku prófi. 36% tóku áfangapróf. Konur innan við þrítugt með háskólapróf eru orðnar 64 í allt og sýnir það vaxandi áhuga, og ber að fagna því. BA, cand. mag. og mag. art. eru venjulegustu gráðurnar; þar næst koma lyfja- fræði, læknisfræði og tannlækn- ingar. Hins vegar hefur engin lagt fyrir sig stjörnufræði, eðlis- eða efnafræði og heldur ekki dýrafræði né tölfræði. Til þess að ganga skólakerfið á enda, til þess að yfirstíga allar hindranir og forðast freistingar á leið sinni þarf konan að vera eitilhörð og einbeitt. Það er til dæmis ákaflega freistandi að fleygja frá sér hundleiðinlegum skólabókum og láta fara vel um sig undir verndarvæng karl- mannsins. Hvers virði er mennt- un hjá fullkominni ást? Hvers virði er vel launað starf hjá ör- látum eiginmanni? Hvers vegna reyna að vera sjálfstæð? — Það er svo miklu þægilegra og auð- veldara að ganga í fótspor mæðra vorra og gerast auðmjúk og und- anlát eiginkona. Já, það þarf nefnilega bein í nefinu til að komast fram hjá svona tálbeit- um og missa aldrei sjónar á markinu. Og þær fáu, sem ná markinu, eru miklu aðdáunar- verðari en nokkur karlmaður. Ekki liggja neinar tölur fyrir um það, hve margar giftar konur vinna störf utan heimilis síns. Víst má þó fullyrða, að það er mikill fjöldi, og því fleiri sem krónan verður minni, svo fram- arlega sem einhver vinna er í boði. En það er ekki bara pen- ingaleysið, sem rekur giftar kon- ur út í atvinnulífið; konan, sem hefur horft á eftir börnum sín- um út í lífið, flýr tómleikann á heimili sínu; konan með smá- börnin finnur frið á vinnustað. Það er ekkert, sem kemur í veg fyrir, að þær vinni úti, nema þá börnin. Þeim er hvergi hægt að koma fyrir. Einstæðar mæður eru einu forréttindakonurnar að þessu leyti hér í höfuðborginni svo langt sem þau „forréttindi" ná. Hins vegar er þeim rökum gjarnan beitt, að konu með smá- börn sé bezt að gæta þeirra sjálf, ef hún vill komast hjá að gera þau að afglöpum og utan- garðsmönnum. Bæði í Noregi, Danmörku og Þýzkalandi hafa verið gerðar kannanir í því skyni að reyna sannleiksgildi þessara staðhæfinga. Niðurstaða þeirra var sú, að engu máli skiptir, hvort móðirin er heimavið eða fjarverandi á daginn, aðeins ef hún er í fullkomnu, andlegu jafn- vægi. Það skiptir sem sagt mestu í sambandi móður og barns, að hún sé ánægð með hlutskipti sitt og að barnið finni sig öruggt í návist hennar. Þetta er auðvit- að eitthvað mismunandi eftir aldri barnsins. Það er æskilegt, að móðirin annist sjálf barnið fyrstu mánuðina, fyrst og fremst til þess að gefa því brjóst. Eftir það skiptir fjarvera hennar minna máli, ef barnið veit, að hún kemur alltaf aftur. Konur verða ungar mæður, og þær eru enn kornungar, þegar börnin eru flogin, og þá stendur ekkert í vegi fyrir því, að þær snúi aftur út í atvinnulífið, ef þær óska. En hvers vegna skyldu þessar konur láta sér nægja að skúra gólf í opinberum bygging- um eða standa við afgreiðslu- borð og pakka inn vörum? Ef til vill sjá þær nú eftir að hafa ekki notfært sér tækifærin með- an þær gátu; nú brestur þær kjark til að setjast á skólabekk á ný með unglingum. Sannleik- urinn er afstæður; þær fundu hann ekki í skólanum áður, en nú mundu þær kannski finna hann? Ekki ættu þær að óttast erfið aðlögunarvandamál þótt þær settust aftur á skólabekk; þrátt fyrir tuttugu, þrjátíu ára fjarveru munu þær brátt komast að raun um, að skólinn er sam- ur og forðum. Hann hefur staðið af sér umhleypingar breyting- anna af aðdáanlegri staðfestu, eins og gamall vonbiðill, sem aldrei hættir að bíða. Spurningarnar bíða svars: Hef- ur okkar fámenna þjóð efni á að halda fast að helmingi þegna sinna, á starfsaldri, sem kaup- lausri (og þar með „ópródukt- ífri“) þjónustustétt? Er ekki, a. m. k. á tyllidögum, farið fögr- um orðum um uppeldishlutverk kennarans (og reyndar móður- innar líka)? Hefur þjóðin efni á því, þegar til lengdar lætur, að búa ekki þessa aðila betur undir að rækja sitt þjóðþrifastarf? Vill þjóðfélagið eitthvað á sig leggja til að laða fram og virkja starfs- orku og hæfileika hinnar „ósýni- legu stéttar”? Hvað hugsa yfir- völd skólamála, atvinnumála? Og burtséð frá því, hvort eða hvað þau eru að hugsa: Hvaða áhrif hefur „pillan", þegar fram í sæk- ir, á stöðu konunnar: á hjóna- bandið sem hina félagslegu frumeiningu þjóðfélagsins, á fjölskyldustærðina, störf konunn- ar utan heimilis og — á hina hefðbundnu siðferðisskoðun þjóð- félagsins? Framsýn stjórnvö.U væru þegar farin að velta fyrir sér slíkum spurningum og leita svara. Loks væri kannski ekki goðgá að spyrja: Hvað vilja kon- urnar sjálfar? Vilja þær leitast við að hafa áhrif á, hvernig of- angreindum spurningum verður svarað af þjóðfélagsins hálfu? Eða kveður enn við sama við- kvæðið: „Æ, hvað kemur mér þetta við?“ Bryndís Schram. 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.