Samvinnan - 01.08.1969, Síða 46

Samvinnan - 01.08.1969, Síða 46
Km31 ERLEND VÍÐSJÁ Magnús Torfi Ólafsson: Þríveldakerfi í mótun Um þessar mundir á sér stað grundvallar- breyting á valdakerfinu í heiminum. Hið einfalda valdakerfi, sem komst á eftir heimsstyrjöldina síðari, er að þoka fyrir nýju kerfi og flóknara. í stað glímu tveggja valdmiðstöðva, sem upp á síðkastið hafa sýnt áberandi tilhneigingu til að skipta löndum og lýðum milli sín í áhrifasvæði, þar sem hvorug gat vegið alvarlega að hinni nema tefla um leið sinni eigin tilveru í tvísýnu, er að komast á valdajafnvægi þriggja stórvelda, að vísu mismunandi öfl- ugra, en þó allra af þeim stærðarflokki að geta gegnt sjálfstæðu hlutverki í jafnvægis- leik af því tagi, sem kunnastur er úr stjórn- málasögu Evrópu, sér í lagi á nítjándu öld. Viðureign kjai’norkustórveldanna, Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, hefur staðið svo lengi og sett svo mikinn svip á atburðarás heimsmálanna undanfarna áratugi, að erfitt er að gera sér af nokkurri nákvæmni grein fyrir, hvað við tekur, þegar hún er ekki framar slíkur örlagavaldur og verið hefur. Forustumenn beggja þessara stórvelda hafa líka lagt kapp á að klæða stórveldastefnu sína hugsjónabúningi. Ýmist hafa þeir talað um átök á heimsmælikvarða milli hins velda og telja hlutverk sitt að skara eld að þeirra köku eftir því sem vit og geta leyfir. Hafi þurft frekari vitna við um heims- veldiseðli utanríkisstefnu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, eru þau nú fengin, þar sem eru viðbrögð beggja við að komið er til sögunnar þriðja stórveldið. Kína er að vísu langtum máttarminna Bandaríkjunum og Sovétríkjunum í öllum greinum þar sem tæknivæðing ræður úrslitum, en á þó heima í sama flokki og þau. Ástæðan er að vegna mannmergðar, víðáttu og legu er Kína fært um að taka sér stöðu í heiminum óháð hin- um stórveldunum, og það hefur öll náttúru- skilyrði til að standa hinum stórveldunum á sporði á hvaða sviði sem er áður en langir tímar líða. Fyrstu merkja um að svo myndi fara sem nú er komið gætti fyrir rúmum áratug. Þá tók að kastast í kekki með Kínverjum og Sovétmönnum, en lengi vel höfðu þær deilur ekki teljandi áhrif á heimsmæli- kvarða. Ástæðan er að forustumenn þriðja stórveldisins, Bandaríkjanna, neituðu til skamms tíma að taka þær alvarlega. Það samræmdist ekki ríkjandi hugmyndum í Washington, að til varanlegra vinslita drægi Átök kínverskra og rússneskra landamœravaröa við Ussuri í febrúar 1969. Trumans, að í raun og veru væru kommún- istarnir, sem þá voru nýskeð komnir til valda í Kína, ekkert annað en erindrekar Sovétríkjanna og háðir þeim á alla lund. Úrslit borgarastyrjaldarinnar í Kína voru ósigur fyrir bandaríska stefnu á þeim hjara veraldar, og það var nokkur sárabót ráða- mönnum í Washington að halda því fram, að þar hefðu verið að verki vélbrögð heims- kommúnismans en ekki öfl sprottin úr kín- verskum jarðvegi. Bandarískir fréttamenn, sem aðsetur höfðu í Moskvu árin fyrir og eftir 1960 og skýrðu þá frá fyrstu alvar- legu merkjunum um ágreining Kína og Sovétríkjanna, hafa lýst því hvernig emb- ættismenn í Washington allt upp í ráð- herra snupruðu þá fyrir að láta nota sig til að koma á framfæri blekkingaleik komm- únista, deilan væri uppgerð ein, sett á svið í því skyni að rugla hinn frjálsa heim í ríminu og tæla hann til að slaka á árvekni sinni. Valdajafnvægiskerfi þriggja stórvelda gat orðið til hvenær sem var á síðasta áratug, en það varð ekki virkt fyrr en Bandaríkin tóku vinslit kommúnistisku stórveldanna jafn alvarlega og þau sjálf. Þessi þáttaskil urðu á útmánuðum síðasta vetur. Þá kom hvað eftir annað til blóðugra bardaga milli sovézkra og kínverskra landamæravarða um hólma einn í landamærafljótinu Ussuri. Einnig urðu árekstrar víða á landamærun- um. Þetta eru ekki fyrstu landamæraskærur Sovétmanna og Kínverja, en bardagarnir á ísum Ussuri drógu meiri dilk á eftir sér en aðrar svipaðar viðureignir. Fréttaflutningur beggja aðila af þessum árekstrum og áróðursherferðir sem á þeim Ceausescu, forseti Rúmeníu. frjálsa heims og heims kommúnismans eða sósíalistiskra ríkja og nýfrjálsra þjóða við heimsvaldastefnuna og heimsauðvaldið. Þessi yfirbreiðsla yfir drottnunarstefnu stórvelda, heimsveldisstefnu í einu orði sagt, er nú orðin svo snjáð að hún blekkir ekki lengur aðra en þá sem vilja láta blekkjast. Valdhafar í Washington og Moskvu eru ekki fyrst og fremst baráttu- menn fyrir tilteknum stjórnmála- og stjórn- arfarshugmyndum, heldur oddvitar stór- með kommúnistisku stórveldunum tveimur. Samkvæmt kenningunni var heimskommún- isminn einn og samur hvar sem hann skaut upp kollinum, og engin kenning var tiltæk um hversu bregðast skyldi við tveim komrn- únismum eða jafnvel fleirum. Dean Rusk, sem var utanríkisráðherra Bandaríkjanna manna lengst, alla stjórnartíð þeirra Kenne dys og Johnsons, virðist aldrei hafa fengizt ofan af þeirri skoðun, sem hann setti fram sem aðstoðarutanríkisráðherra í stjórn voru byggðar bera ótvírætt með sér, að at- burðirnir eiga heima í stórpólitísku sam- hengi. Kínverjum urðu bardagarnir tilefni til harðari áfellisdóma en nokkru sinni fyrr yfir valdhöfunum í Kreml, sem þeir kalla jafnan nýju sarana eftir innrásina í Tékkó- slóvakíu. ítrekaðar voru fyrri yfirlýsingar um að ójafnaðarsamningar frá síðustu öld um landvinninga Rússaveldis af Kína hefðu ekkert gildi í sjálfu sér, þótt við þá yrði 46

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.