Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 31
Ef barn er hinsvegar vistað á opinberri stofnun, fer árlegur kostnaður yfir 100 þúsund krón- ur, að vísu örlítið mismunandi eftir því um hvaða stofnun ræðir. í viðbót við barnsmeðlag fær ógift móðir með eitt barn mæðra- laun og fjölskyldubætur, sem samanlagt nema nú kr. 678 á mánuði. Vitanlega eru almanna- tryggingar mikil hjálp fyrir ein- stæðar mæður, en það getur varla talizt ósanngjarnt að fara fram á það, að barnsmeðlög til ógiftra mæðra verði hækkuð til muna frá því, sem nú er, og enn- fremur væri eðlilegt, að fram- færsluskyldan yrði framlengd til 18 ára aldurs, a. m. k. ef barnið er við nám, en miðist ekki við 16 ára aldur eins og nú er gert. Húsnæðismál einstæðra mæðra almennt þyrfti að bæta til muna. Það er vitað mál, að margar þeirra búa við alls ófullnægjandi húsnæði. Þegar við bætist al- gert öryggisleysi um að geta haldið húsnæðinu, verður ástand- ið enn alvarlegra. Engin lög mæla gegn því, að húseigandi geti „fleygt“ fólki út á götuna, ef honum býður svo við að horfa. Ef ekki er annað húsnæði tiltækt, er hið opinbera skyldugt að „skaffa" íbúð. Eftir er að minnast á veiga- mikinn þátt, sem snýr að fyrir- byggjandi starfi. Áðurnefnd könnun leiddi í ljós eins og fyrr segir, að meira en þriðjungur þeirra kvenna, sem koma á Mæðradeild H.R., eru óg5ftar. Nú var ekki spurt kerfist andið um það, hve margar æsktu þess sjálfar að eignast börn, en af persónulegum viðtölum að dæma, þar sem þetta var rætt, mátti álykta að mjög margar hafi ekki óskað eftir að verða barnshaf- andi. Sumar stúlkur voru meira að segja mjög miður sín og ör- vinglaðar. Skýrt kom fram, að flestar þessara kvenna virtist skorta almenna þekkingu á kyn- ferðismálum og vörnum gegn barneignum. Sérstaklega var þetta áberandi með yngstu ald- ursflokkana. Svo virtist sem oft mætti rekja ótímabæra þungun til þessara orsaka. Nú er það staðreynd, að hér- lendis fá unglingar litla sem enga fræðslu um þessi mál. Enda þótt almenningsálitið sé ógift- um mæðrum í vil frá siðferðis- legu sjónarmiði, og fólk kippi sér ekki upp við það, þótt 15 eða 16 ára unglingar verði for- eldrar, þá skyldi maður samt ætla, að skynsamleg fræðsla um kynlíf og getnaðarvarnir gæti forðað mörgum unglingum frá því að eignast börn, áður en þeir eru tilbúnir að taka á sig þá ábyrgð, sem því fylgir. Það er með öllu óverjandi, að slík fræðsla skuli ekki vera á náms- skrá skólanna. Þessu þarf að breyta, og byrja fræðsluna í efstu bekkjum barnaskólanna eða fyrstu bekkjum gagnfræða- stigsins. Unglingar hafa sjálfir sett fram kröfu um aukna fræðslu í þessu efni og það er bæði rangt og háskalegt að dauf- heyrast við slíku. Þá er eitt ótalið, sem flokkast getur undir fyrirbyggjandi starf og ástæða er til að endurskoða. Það er fóstureyðingarlöggjöfin og framkvæmd hennar. Ég geng þess ekki dulin, að í því efni hafa menn misjafnar skoðanir, sem mótast oft fremur af til- finningum en raunsæju mati og nútímalegum viðhorfum. Eins og fóstureyðingarlöggjöfin er nú, er ógjörningur fyrir konu, sem verður barnshafandi gegn vilja sínum, að fara þá leið til að losna við fóstrið, nema aðrar ástæður komi einnig til. Ég hef ekki á reiðum höndum tillögur um, hvernig heppilegt er að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni, en ég ympra á þessu hér, vegna þess að þetta á ekki að vera neitt feimnismál, sem aldrei má minnast á. Og í því sambandi er fróðlegt fyrir okkur að fylgjast með umræðum einmitt um þetta atriði hjá öðrum þjóðum. í síð- asta hefti (maí ’69) danska tíma- ritsins „Kvinden og Samfundet", sem gefið er út af danska kven- réttindafélaginu, eru 15 kon- ur úr stjórn félagsins spurðar um það, hvort þær séu því fylgj- andi, að fóstureyðingar séu gerð- ar algerlega frjálsar. Þar af svara 10, að þær séu því skil- yrðislaust fylgjandi og rökstyðja skoðun sína með því að segja, að hver einasta kona eigi sjálf að hafa rétt til að ákveða, hve- nær hún eignast barn. í heftinu er einnig fjallað um þetta í rit- stjórnargrein, og er það skoðun höfundar, að þegar sé orðið tíma- bært, að kvennasamtökin í Dan- mörku beiti sér fyrir frjálsum fóstureyðingum. Jafnframt verði þar aukin til muna fræðsla um getnaðarvarnir, og ennfremur að fólk eigi þess kost að fá getnað- arvarnir ókeypis. Hér verður látið staðar numið. Af framanskráðu ætti að hafa komið skýrt fram, að óleyst verk- efni bíða úrlausnar. Aldrei verð- ur of oft minnt á, að grundvöll- urinn að persónugerð og persónu- þroska einstaklingsins er lagður á fyrstu æviárunum. Kjör og aðstæður einstæðra mæðra eru þannig að samfélaginu ber þar úr að bæta og tryggja að velferð þeirra og barna þeirra sé ekki fyrir borð borin. Margrét Margeirsdóttir. RÉTTINDI BARNSINS Yfirlýsingin um réttindi barnsins, sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í nóvember 1959, kveður svo á, að sérhverju barni beri „að eiga hamingjuríka bernsku og njóta — bæði sjálfs sín vegna og til eflingar þjóðfélaginu — þeirra réttinda og frelsis, sem yfirlýsingin nær til, og hvetur foreldra, karla og konur sem einstak- linga, ásamt óháðum samtökum, sveitar- og bæjarstjórnum og ríkis- stjórnum, til að viðurkenna þessi réttindi og vinna að því, að þau verði í heiðri höfð við löggjafarstörf og aðrar ráðstafanir, sem gerðar verða í samræmi við grundvallarsjónarmið yfirlýsingarinnar." „Barnið á að njóta sérstakrar verndar og eiga kost á huglétti og möguleikum, bæði með löggjöf og á annan hátt, til að þroskast lík- amlega, sálrænt, siðferðilega, andlega og félagslega á heilbrigðan og eðlilegan hátt og við frjálsar og mannsæmandi aðstæður. Barnið á frá fæðingu kröfu á nafni og þjóðerni. Barnið á að njóta góðs af hlunnindum félagslegs öryggis. Barn, sem er líkamlega, sálarlega eða félagslega fatlað, á að fá þá sérstöku meðhöndlun, uppfræðslu og umhyggju sem ástand þess krefst." „Til að ná fullum og samstilltum þroska persónuleikans þarfnast barnið ástar og skilnings. Þegar þess er kostur, eiga foreldrarnir að hafa á hendi umsjá og ábyrgð á því í uppvextinum, og hverju sem fram vindur á það að vaxa upp í umhverfi þar sem eru fyrir hendi blíða og siðferðilegt og efnahagslegt öryggi.“ „Barnið á rétt á menntun, sem á að vera ókeypis og skyldug, að minnsta kosti á fyrstu stigum. Það á að hljóta almenna undir- stöðumenntun, sem geri því kleift á grundvelli sömu möguleika fyrir alla að þroska hæfileika sína, persónulega dómgreind og sið- ferðilega og félagslega ábyrgðartilfinningu, þannig að það verði nytsamur þjóðfélagsþegn." „Eigin þarfir barnsins eiga að vera mælikvarði þeirra sem bera ábyrgð á menntun þess og leiðbeiningu; þessi ábyrgð hvílir fyrst og fremst á foreldrunum." „Barnið á að hafa næg tækifæri til leikja og afþreyingar, sem eiga að miða að sama marki og uppfræðslan. Samfélagið og stjórn- völdin eiga að leitast við að stuðla að iðkun þessara réttinda." „Barnið á undir öllum kringumstæðum að vera meðal þeirra fyrstu, sem njóta verndar og hjálpar.“ „Barnið ber að vernda gegn hverskonar vanrækslu, grimmd og misnotkun. Ekki má hagnýta það með neinum hætti til viðskiptalegs ábata.“ „Barnið ber að vernda gegn starfsemi sem miðar að misrétti á grundvelli kynþátta, trúarbragða eða annars í þeim dúr. í uppeldi þess ber að leggja áherzlu á gildi skilnings, umburðarlyndis, vináttu þjóða á milli, friðar og alheimsbræðralags, og að því skal stuðla að það sé sér meðvitandi um, að kraftar þess og hæfileikar eigi að nýtast í þágu meðbræðranna." Þetta eru róttæk grundvallaratriði, sem á margan hátt brjóta í bág við þær hefðir sem um þúsundir ára hafa legið til grundvallar skipu- lagningu þjóðfélagsins, þar sem ættin en ekki samfélagið í heild ber ábyrgð á einstaklingnum. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.