Samvinnan - 01.08.1969, Page 55

Samvinnan - 01.08.1969, Page 55
María Karlsdóttir: ÞAÐ NÁLGAST VETUR Hér sit ég ein á sólarlausum degi og silfrað hár mitt strýk við luktan glugga, á meðan fjallið hjúpast hægt í skugga, og hjarðir liðast niður dalsins vegi. Það kvöldar. Hljótt við húmsins þögn ég segi: Hvers vegna greru rósirnar í fyrra? Nú minnast þær við moldu, dökka, kyrra. Nú man þær enginn lengur. Frammi á teigi breiðast þau ennþá, berin svört og rauð, bráðum mun frostið lykja þau í armi, horfin og gleymd við lyngið anganlaust liggja þau þá í hvítri, kaldri nauð, kyrrlát á dofnum, stjörfum jarðarbarmi. Dimmt verður úti. Inni er komið haust. TVÖ LJÓÐ UM BARNALÆRDÓM MINN LítiS dýr Ef góður guð væri til, hversu hamingjusöm myndi ég þá vera. En ég er bara manneskja, og skilningur minn eins og mér hefir verið hann gefinn, lítill, einfaldur. Dýrið elskar manninn, sem gerir því gott, elur það vel, gælir við það, byggir því hlýtt hús, verndar það, þykir vænt um það. Dýrið óttast þann, sem er því illur, lætur það hungra og þyrsta, kallar á það, kveikir von hjá því, slær það er það kemur, auðmjúkt, kvelur það, stendur á sama um það. Það flýr þann og býst til varnar gegn honum sem það má í vanmætti sínum. Ég er bara manneskja. Manneskjan bara lítið dýr. SEINT Köld sól, hnípnir drangar, blóm sem drúpa, daggartár. Niðurstaða Nei, ég er ekki reið við Guð. Hvaða tilgangi myndi það þjóna? Hann hefir í öllum höndum við mig. En ég vildi ekki vera hann. Ég vil heldur vera ég, sem þjáist mínum þjáningum og framkvæmi illsku hjarta míns, en sá sem skapaði mig, mig og mínar þjáningar, mig og illsku hjarta míns; vil heldurvera hið kvalda, grimma mannkyn en Guð Faðir, almáttugur skapari himins og jarðar og minn. Kvak fugls í kyrrðinni kveinar í eyra; ókunn rödd í árniði, orðlaus, hrjúf, holróma. Lútandi bök lítils fólks; hver tekur eftir, að það nálgast nótt?

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.