Samvinnan - 01.08.1969, Side 21

Samvinnan - 01.08.1969, Side 21
Vigdís Finnbogadóttir: Máttur vanans - menntun kvenna Vanahugsun er hinn versti dragbítur á þjóðfélagið hverju sinni. Það er af vanahugsun, að hitt og þetta er dæmt óviðeig- andi í ljósi viðtekinna hug- mynda um hvernig lífið eigi að vera. Ósköp þætti skrýtið, ef menn tækju upp á því að setja hring í nefið við ákveðin tæki- færi, þótt ekkert sé skrýtið að vera með hringi á fingrum og í eyrum. Það er við vana- hugsun, sem listamenn eru að berjast, þegar þeir leita inn á nýjar brautir og fólk hneyksl- ast, finnst verk þeirra ljót og ber þeim jafnvel á brýn að þeir séu að gera gys að áhorfendum sínum eða áheyrendum. Það er við vanahugsun, sem konur á ís- landi eiga í mestu stríði — og eru sjálfum sér verstar, því skoð- un þeirra á sér sjálfum er mótuð af vanahugsunarhætti. Þeim hef- ur verið gerður sá grikkur í upp- eldi að vera sífellt minntar á að þær eru kvenmenn, svo að þeim vill að lokum mörgum gleymast, að þær eru fyrst og fremst manneskjur með hlutverki að gegna sem slíkar á víðtækum grundvelli. Uppeldi og menntun stúlkubarna „Staða konunnar í þjóðfélag- inu“ mun vera yfirskrift greina- flokks þessa blaðs. Eitthvað mun vera athugavert við málefnið, annað eins og rætt hefur verið um það og ritað. Þó er orðið löngu úrelt að tala um kvenrétt- indi á íslandi og á hvergi við nema í sagnfræðiritum. Sam- kvæmt lögum hafa konur sama rétt til allra hluta og mála og karlar, og sé sá réttur stundum borinn fyrir borð í lífsbarátt- unni, er hann fullkomlega virt- ur á menntunarsviðinu. Stúlkur og piltar hafa jafnan aðgang að öllum menntastofnunum. í orði kveðnu er heldur enginn munur gerður á uppeldi þeirra og menntun á bernsku- og æsku- skeiði. En eitt er áform og ann- að framkvæmd. Það er æði snemma, að litlar telpur fara að draga sig saman í mömmuleiki og drengir kjósa fremur að vera með öðrum drengjum í tækni- legum leikjum með flugvélar og bíla. „Snemma beygist krókur- inn til þess sem verða vill“, segja foreldrar og venzlamenn með vel- þóknun og telja sig hvergi hafa komið nærri. Umhugsunarlaust sýnist þeim þarna um að ræða eðlisávísun. Börnum lærist aftur á móti snemma að líta á sig aug- um foreldra og leikfélaga. Þau gera sér ekki grein fyrir per- sónueinkennum sínum, heldur telja þau vera það sem aðrir segja þeim að þau séu. Þeim hefur verið fengið hlutverk til að leika og í þessu hlutverki festast þau og mótast. Frá blautu barnsbeini eru börn stöðugt minnt á kynferði sitt og þeim innrætt, með hugsunarlaus- um vanaorðatiltækjum, ákveðið hegðunarmunstur, sem á að hæfa kynferði þeirra. Drengurinn má ekki gráta, af því að hann er strákur, telpan á að sitja sett- lega, af því að hún er stúlka. Flestir foreldrar fullyrða, að þeir geri ekki nokkurn greinar- mun í uppeldi sona sinna og dætra, en ég efast um að fólk geri sér almennt grein fyrir hve sú vanahugsun að aðgreina kyn- in er rík í því sjálfu, hve margar áminningar hefjast á orðunum „þú, svona góð og falleg stúlka . . . .“ eða „þú, svona dug- legur strákur . . .“ Þannig hefur það gerzt, að þegar börn hefja skólanám og eiga að fara að njóta margróm- aðs jafnréttis í menntun, er þeg- ar búið að leggja grundvöll að því að skipa kynjunum á tvo af- markaða bása og þau mega ekki fyrir nokkurn mun til þess vita, að ruglazt sé á þeim. Fátt þykir litlum drengjum eins niðrandi og að vera taldir stelpulegir. Veluppaldar smátelpur hneyksl- ast oft á uppvöðslusemi stráka — og gætir leyndrar aðdáunar í orðunum. Snemma beygist krókurinn . . . Námsefni í barna- og unglinga- skólum á að heita hið sama fyrir drengi og stúlkur, en það er að- eins í orði, því þar verða frávik, sem enn undirstrika aðskilnað kynjanna og höfða til þess að þeim hæfi ólíkar atvinnugreinar í þjóðlífinu. í handavinnunámi leggja stúlkurnar stund á hann- yrðir og drengirnir á smíðar. Margir kennarar hafa um skeið beitt sér fyrir því að brjóta nið- ur þessa hefð, og það mun hafa komið fyrir að stúlkur hafi beðið um að fá að fara í smíðar, en þeir kennarar, sem ég spurði frétta um þessi mál, vissu ekki um neitt tilfelli þess, að drengir hefðu beðið um að fara í hann- yrðir. Á gagnfræðastigi eiga bæði kynin kost á matreiðslu- námi og piltarnir hafa sýnt þvi áhuga og reynzt ekki síðri nem- endur en stúlkurnar, þótt nokkr- ir hafi hafnað því sem óþarfa, en þar sem húsnæðismál standa nemendafjöldanum fyrir þrifum, þykir sjálfsagt að stúlkurnar njóti þessa náms og piltarnir sitji á hakanum. Nú liggur það í augum uppi, að í nútíma þjóð- félagi, þar sem konan vinnur úti í vaxandi mæli, ætti markvisst að uppræta slíka skiptingu og gera pilta og stúlkur jafnvíg í að sinna þjóðfélagsrekstri, jafnt heimilishaldi sem öðru. Stað- reyndin er sú, enn sem komið er, að strax í barnaskóla hefur hug- arfar kynjanna verið mótað þannig, að stúlkurnar eru þegar farnar að búa sig undir að sinna störfum, sem piltarnir geti ekki tekið að sér, og þessi mótun hefur langdrægari afleiðingar en marga grunar. Kvennanámsgreinar Þegar að því kemur, að ungl- ingar fara að velja námsferil sinn og meðvitað að búa sig undir framtíðina, fara stúlkur þó nokkuð aðrar leiðir en piltar, vegna áðurnefndra vanahugsana, ef þær fara einhverja námsleið á annað borð. Engum dettur leng- ur í hug að halda því fram, að stúlkur séu síður hæfar til náms en piltar. Hins vegar er sú skoð- un talsvert útbreidd ennþá, ekki sízt meðal stúlknanna sjálfra, að það sé hreinn óþarfi fyrir þær að eyða fé og kröftum í langt nám. Allar stúlkur bera þá heil- brigðu ósk í brjósti að þeim lán- ist að eignast mann og með hon- um börn og buru, og eins og sak- ir standa er það algengasta fyrir- komulagið í okkar þjóðfélagi að maðurinn sjái fyrir konu og börnum. Þetta skýrir að nokkru leyti hve margar ágætlega hæfar stúlkur hætta námi, þegar þeim ber ekki lengur skylda til að stunda það skv. landslögum, og setjast í lágt launaðar stöður við ritarastörf, símaskiptiborð, búð- arborð eða í iðnaði. Sömuleiðis getur það verið skýringin á því hve margar stúlkur, sem kjósa að læra eitthvað meira, fara í stutt og létt nám, sem getur tryggt þeim íhlaupavinnu, ef á þarf að halda í hjónabandi, eða fasta atvinnu, ef nauðsyn krefur. Aftur á móti eru þessar gift- ingarhugleiðingar kvenna engin skýring á því hvers vegna stúlk- ur hafa svo lítið hugmyndaflug sem raun ber vitni, þegar þær velja sér námsferil og starfs- grundvöll. Þar kemur vanahugs- unin til. Þær flykkjast í hár- greiðslunám og sækjast mjög eftir flugfreyjustörfum. Þær eru í yfirgnæfandi meirihluta við af- greiðslustörf í verzlunum og op- inberum stofnunum. Þær bera hita og þunga dagsins í sauma- skap í iðnaðinum, án þess að ráða þar nokkru eða reka hann. Þær eru að hasla sér völl á rannsóknarstofum. Á nýloknu námskeiði fyrir rannsóknarstofu- starfsmenn útskrifuðust einungis konur. Með þeirri þróun, sem nú er, verður þess e. t. v. ekki langt að bíða, að þær leggi und- ir sig barnaskólakennslu, eins og stallsystur þeirra hafa þegar gert í Bandaríkjunum, Noregi og Sví- þjóð, þar sem orðið fröken og barnakennari er að verða sam- nefni. Getur það varla talizt heppileg þróun, því börn verða einhvern tíma að kynnast karl- mönnum. Þau sjá ekki of mikið af feðrum sínum. Af þessu má draga þá ályktun, að karl og kona, sem reka þjóð- félagið í sameiningu og geta ekki án hvors annars verið, hafi eins og ósjálfrátt gert með sér mjög afmarkaða verkaskiptingu. Kven- fólki virðist ekki koma til hugar að fara inn á starfsvettvang karl- manna, enda þótt það ætti að vera prýðilega fallið til að stunda ýmis þau störf, sem karl- menn sitja einir að, svo sem úr- smíði eða gullsmíði, útvarps- og sjónvarpsviðgerðir, rafvirkjun, ýmiss konar tæknifræðileg störf, bifvélavirkjun eða þá að aka leigubíl eða strætisvagni. Þrjú síðastnefnd atriði eru nokkuð sérstæð. Þar kemur annað og meira til en vanahugsun, þ. e. hleypidómar. Þetta eru talin ókvenleg störf. Það mun senni- lega þurfa talsverðan kjark til að gerast fyrsti kvenstrætisvagn- stjórinn á íslandi. Þó er orðið al- gengt erlendis, að kvenfólk sé við stýri í stórum strætisvögn- um í umferðarþvögu stórborg- anna, og varla ætti íslenzku kven- fólki að vera óhægara um vik. Fæstum dettur heldur í hug að furða sig á því að listakonur gerast myndhöggvarar og höggva grjót og logsjóða járn, en ég ef- ast um að nokkurri íslenzkri konu hafi dottið í hug í alvöru að gera járnsmíðar að starfs- grein sinni. Karlmenn eru litlu betur sett- ir, þegar um er að ræða starfs- vettvang kvenna, og geta hrein- lega átt á hættu að missa mann- orð sitt eða a. m. k. karlmanns- orðstír, ef þeir sækjast eftir kvennastörfum eða að mennta sig í „kvenlegri“ iðju. Vitað er, að húsmóðurstörf eru ekki talin 21

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.