Samvinnan - 01.08.1969, Page 18

Samvinnan - 01.08.1969, Page 18
sprengdi undir sér hnöttinn, þá væri ástæða til að endurreisa það. Efnahagsleg framsækni er lítilvæg í samanburði við varð- veizlu lífs og friðar. 3. Um árangur kvenréttinda- baráttunnar Það hefur oft vakið undrun mína hve fáfróðar ungar mennta- konur eru um kvenfrelsishreyf- inguna og aðra þá baráttu, sem það hefur kostað að láta almenn mannréttindi ná til kvenna. Páar konur nú á dögum hafa lesið hina frægu bók „Um kúgun kvenna“ eftir J. Stuart Mill, og var hún þó þýdd og gefin út á ís- lenzku síðastliðið aldamótaár. Af þessu sígilda riti má margt læra, meðal annars hvers vegna drottn- ingar miðalda voru jafnhlynntar útbreiðslu kristninnar og sagan sýnir. Enn færri konur virðast kannast við ævisögu Emmeline Pankhurst (1858—1928), sem hlýtur að teljast til fremstu mik- ilmenna vorrar aldar. Að konur í Bretlandi höfðu ekki almennan kosningarétt fyrr en í febrúar 1918, heldur ungt fólk að sé hrein lygasaga — og ennþá ó- sennilegra að fullur sigur í því máli vannst ekki fyrr en 10 ár- um síðar. Ungar konur nútímans lýsa því yfir að kvenréttindakon- ur séu þær hvorki né vilji vera. Aðrar segja að kúgun kvenna hafi að vísu viðgengizt í fyrnd- inni, en sé úr sögunni nú. Hún hefði aldrei átt að vera, og fyrst henni sé lokið á annað borð, þá sé bezt að gleyma öllu, sem á einhvern hátt stóð í sambandi við hana. Með þess konar hugsun ná ekki konur því forystuhlutverki sem eðlilegt væri að þær hefðu í nútíma mannfélögum. Ekki mun þeim þá heldur takast að lækna þær meinsemdir þjóðfélaganna, sem karlaveldið hefur til vegar komið. Tökum sem dæmi: Hvers vegna má nú ekki kenna börn við mæður sínar í opinberum skjölum og gögnum — skrifa t.d. Þorsteinn Sigríðarson, ef dreng- urinn er sannarlega sonur ein- hverrar Sigríðar — eða Sigrún Ástudóttir, ef Sigrún litla er sannarlega dóttir einhverrar Ástu? Ég býst við því að kon- urnar myndu svara að slík ný- breytni teldist hlægileg, en karl- ar segðu að hún væri hreint brot á nafnalögunum — jafnvel þótt börnin hafi aldrei haft neitt að segja af feðrum sínum og feð- urnir hafi aldrei neitt fyrir þeim haft. Vér erum mjög mótuð af venj- um karlaveldisins og allri hugsun þess. Á þjóðveldisöld réðu konur litlu sem engu um hjónaband sitt, og £ heiðnum sið réðu þær heldur ekki hvort börn þeirra fengju að halda lífi eða skyldu borin út, en ekki virðist hafa vei'ið talin nein vansæmd í því að vera nefndur sonur móður sinnar. Að kenna börn við mæður þeirra væri ávinningur frá sjón- armiði nákvæmra vísinda, þótt ættfræðingar hefðu af því nokk- urt óhagræði fyrst í stað, en það yrði til þæginda við færslu kirkjubóka. Feðranna yrði auð- vitað að geta þegar ástæða væri til, en heppilegt væri að kenna öll börn við mæður sínar. Satt er það, að breytingin kæmi öðru vísi út hjá oss en nágrannaþjóðunum, þar sem ættarnöfn eru notuð, en fordæmi eru þó til í fornum sið þjóðarinnar, þótt ekki hafi hann verið mjög útbreiddur. Nú eru til mæðralaun í smáum stíl, og eru þau spor í átt til endurreisnar mæðraveldis. Til eru þeir, sem telja þau eftir. Ef þau væru hækkuð til mikilla muna, svo sem tíu þúsund á mán- uði til hverrar móður fyrir hvert barn sem hún á og fóstrar upp sjálf, þá væri sýnt í verki að móðurhlutverkið væri nokkurs metið. Mæðurnar yrðu þá aftur verulegt afl í mannfélaginu smám saman, og sennilega myndi ráð- deild og hyggindi í meðferð fjár- muna taka breytingum til hins betra. Heyra má nokkrar kvartanir frá konum út af því að tiltölu- lega fáar eiga sæti í ríkisstjórn- um og á öðrum svonefndum æðstu stöðum. Hins vegar er hlutur þeirra í hjúkrun og kennslu mjög mikill í nútíman- um, og í barnaskólunum hefur hann stöðugt farið vaxandi í seinni tíð meðal margra þjóða. Þegar litið er á hve fáar konur eru í fremstu stöðum flestra þjóðfélaga, er ástæða til að spyrja hvort þetta eigi ekki ræt- .ur að rekja til þess að þær hafa hætt að hugsa um kvenréttindi í framtíðarþjóðfélögum. Allt of margar hafa lifað fyrir líðandi stund og hætt að gera sér ljóst, að þeim ber a. m. k. helmingur forystunnar í mannfélaginu. Kon- ur virðast t. d. lítið skipta sér af þeim mikla vígbúnaði sem þjóðir þeirra eiga aðild að, og hugsa í þeim efnum lítt á aðra lund en karlar. 4. Útópía kvennaveldis Útópíur eru þær bækur nefnd- ar, sem fjalla um mannfélög framtíðar eða stjórnarfar, sem er „eins og það á að vera“, en er þó hvergi til. Frægast allra þessara rita er „Politeia“ Plat- óns, enda fyrirmynd margra þeirra, en heitið Útópía er eftir titli bókar, sem Thomas More, kanslari Bretakonungs og sam- tímamaður Lúthers, gaf út árið 1516, það er ári áður en siðbótar- leiðtoginn festi upp sínar frægu setningar. — En stuttorðar hug- myndir, eins og „stéttlaust þjóð- félag“, „stjórnarfar heimspeking- anna“ og annað álíka nefnast einnig útópíur. Þótt oft sé látið í það skína hve óraunsæjar útó- píurnar séu, þá hafa þær samt haft geysimikil áhrif. Hugsum oss nú að mikill fjöldi karlmanna, þar á meðal flestir æðstu menn þjóðanna, færu í geimferð út fyrir sólkerfið, t. d. í fimmtíu ljósára ferð til Norð- urstjörnunnar. Konur tækju þá við stjórn jarðar. Þær hefðu völdin yfir ríkjum, verksmiðjum, ræktuðum lendum og stofnunum veraldar. Karlarnir tækju með sér ABC-vopnin og ýmislegt ann- að, sem óþarft yrði í mæðraveld- inu. Eftir væru skildir á jörð- unni friðsamir menn og sann- gjarnir, sem kynnu að vinna und- ir stjórn kvenna. Ef þeim kæmi til hugar að stofna til óeirða, yrðu þeir kældir niður og fóðr- aðir á psykósómatískum lyfjum. Eitt fyrsta verk kvenna yrði að taka upp nýja gerð af heim- speki, hugsjónafræði og pólitísk- um vísindum, því flest af því sem nú er til yrði ónothæft í stjórnarfari þeirra. Þær kæmu sér upp niðjamálastofnunum og 18

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.