Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 56

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 56
Þegar þórdunur heimsófriðarins fyrri hljóðnuðu 11. nóvember 1918 og jörðin gein gröfnum munni yfir meira en átta milljónum fallinna hermanna, varð þeim sem eftir lifðu á að spyrja: Hvert var markmið þessarar mannskæðu styrj- aldar, sem stóð uppstyttulaust á fimmta ár? Þetta var eðlileg spurning kynslóðar, sem komizt hafði lifandi úr eldinum, en stóð nú særð og vígmóð á brunarústum horfins heims og ætlaði að byggja nýj- an. Það var þá heldur engin tilviljun, að á síðustu misserum styrjaldarinnar höfðu striðsmarkmiðin verið fremst á dagskrá hjá öllum ófriðarþjóðum; um þau höfðu snunnizt umræður og bollaleggingar, er tóku bæði ti'l stríðsaðila og hlutlausra. Síðar verður vikið nánar að þeim leiðslu fylgdi Þýzkaland fast á hæla Eng- lands, en í járn- og stáliðju hafði það farið fram úr því með miklum yfirburð- um. Þjóðverjar hafa forystu á sviði hinna nýju iðngreina aldarinnar, raforku og kemískrar iðju. Vöxtur utanríkisverzlun- ar þeirra slær öll heimsmet. Þegar stríð- ið skellur á eru Þjóðverjar búnir meira en þriggja milljón tonna gufuskipaflota. Stórbankar þeirra, fjórir að tölu, eiga útibú um allan heim og standa undir járnbrautarlagningum í fjórum heims- álfum. En á einu sviði er þýzka keisara- ríkið fátækur frændi: nýlendur þess eru árið 1914 aðeins tæpar 3 milljónir km2 að flatarmáli og nýlendubúarnir aðeins 12,3 milljónir. f sama mund nemur ný- lendueign Frakklands meira en 10 millj- þeirra, í austri við Rússa. Áætlun Schli- effens var herfræðilegt andsvar við bandalagi Rússa og Frakka, sem þegar hafði verið grundvallað á síðasta áratug 19. aldar. Stríð Þjóðverja á tvennum víg- stöðvum hafði löngum legið sem martröð á Bismarck, og marga nóttina hafði hann legið andvaka við þá tilhugsun. Hann hafði reynt að afstýra þessu með- an hann var við völd, en fékk blátt áfram ekki ráðið við rás sögunnar. Kjarninn í áætlun Schlieffens var sá að hafa fáar hersveitir til varnar gegn Rússum, en fela Austurríkismönnum að bera hita og þunga dagsins af hernaðaraðgerðum á þeim slóðum í fyrstu lotu. En meginher Þýzkalands skyldi stefnt í vesturátt um Belgíu og mola í einni atrennu franska Sverrir Kristjánsson: Þegar shýjaborgírnar hrundu markmiðum, sem efst voru á baugi und- ir lok hinnar fyrri heimsstyrjaldar. En hér mun ég einskorða mig við þrengra viðfangsefni: stríðsmarkmið Þýzkalands svo sem þau voru orðuð í upphafi styrj- aldarinnar og þýzkir valdhafar slepptu aldrei augum af allt til loka hennar. Af öllum stríðandi ríkjum heimsófriðarins fyrri hafði Þýzkaland eitt frá upphafi skýrt afmörkuð og kerfisbundin stríðs- 'markmið, stefnuskrá sem var ekki ein- skorðuð við pólitíska valdhafa þess, en teygði til sín heilar þjóðfélagsstéttir og hagsmunahópa þýzka keisaraveldisins. Þótt venja sé að kalla vopnaviðskiptin 1914—18 heimsófrið, þá voru þau í fyrstu aðeins styrjöld tveggja hernaðarbanda- laga í Evrópu, og tilefnið staðlæg deila hins austurrísk-ungverska Dónárríkis við slavneska þegna og granna. En deilan olli keðjusprengingu með herbandalög- um álfunnar, bandalagi Þýzkalands og Austurríkis og þríveldabandalagi Rúss- lands, Frakklands og Bretlands. Bæði áttu berbandalög þessi rætur að rekja til 19. aldar. Bismarck var höfundur hins fyrra bandalags, er tók þá einnig til Ítalíu, og átti óbeinan þátt í stofnun hins síðara. Þegar járnkanslarinn inn- limaði frönsku héruðin Elsass-Lótringen þýzka keisaradæminu, átti franska lýð- veldið ekki annarra kosta völ en leita sér fulltingis í hernaðarbandalagi við Rússland. Bretland slóst síðan i hópinn snemma á öldinni, þegar því þótti ofsi þýzka keisararíkisins orðinn slíkur. að bað trevsti sér ekki lengur til að lifa 5 hátignarlegri einangrun á heimshöfun- um, óháð og án ábyrgðar. Það ríki. sem Bismarck hafði stofnað 1871. hafði tekið slíkum stakkaskint"m árið 1914, að ævintýri er líkast. Efna- hagsleg bróun þess var svo hröð á bess- um árum, að ekkert ríki veraldar iafn- aðist á við það i því efni. f kolafram- ónum km2 og 55 milljónum nýlendubúa, og Stórabretland getur státað af 33,5 milljónum km2 nýlendna og íbúar þeirra nálega 400 milijónir manna. Það var mikið bú og auðugt og hið nýríka þýzka keisaradæmi leit það löngunarfullum og langsoltnum augum. Stóriðja og fjár- málastofnanir Þýzkalands uxu ekki að- eins á víddina á þessum friðsælu ára- tugum fyrir fyrri heimsstyrjöld. Skipu- lagning hins þýzka atvinnulífs tók al- gerum stakkaskiptum: samsteypur fyrir- tækja og heilla iðngreina í nánum tengslum við stórbankana breyttu með öllu efnahagslegu yfirbragði Þýzkalands. Stéttarsamtök stóriðjuhölda og banka- stjóra gerast æ áhrifaríkari í þýzku þjóðfélagi og nöfn þingmanna ríkis- þingsins sýna greinilega hin nánu tengsl atvinnuhagsmuna og stjórnmála: í öll- um borgaralegum flokkum Þýzkalands er hlutfallstala fulltrúa efnahagslífsins svo há, að ríkisþingið er oft líkast póli- tískri hjáleigu atvinnuveganna. Hin nýja þýzka stórborgarastétt leitar náins sam- starfs við junkaraaðal sveitanna og aðal- borna háembættismenn skrifstofuveldis- ins. Þessi þýzka yfirstétt stóriðju og fjár- málavalds og junkaraaðals í her og há- embættum réð stefnunni þegar Þýzka- land mótaði stríðsmarkmið sín í upphafi ófriðarins. Markið var sett hátt: Þýzka- land skyldi ekki aðeins bera ægishjálm yfir öll ríki á meginlandi Evrópu, heldur taka sér forræði í fjörrum heimsálfum. Þýzkaland sætti sig ekki við þann hlut að vera Evrópustórveldi. Það stefndi að heimsveldi. Herfræðilega var Þýzkaland búið til styrialdar. Mörgum árum áður en ófrið- urinn brast á hafði von Schlieffen, yfir- maður býzka herráðsins, gert áætlun um Evrópustríð, sem Þjóðverjar yrðu að hev.ia á tvennum vígstöðvum, í vestri við Frakka og hugsanlega bandamenn UM STRÍÐSMARKMIÐIN í HEIMSÓFRIÐNUM 1914—18 herinn og brezka leiðangursliðið, ef því væri að skipta. í nokkurra vikna leifturstríði væri Frakkland úr leik, en Bretar hraktir af meginlandinu. Að því búnu skyldi þýzki herinn að meginafla halda til austurs, sameinast her Austur- ríkis og Ungverjalands, sækja frá Aust- ur-Prússlandi og Galisíu inn í Pólland og sigra rússneska herinn í gereyðingar- orustu á pólskri grund. Þá var stundin riunnin upp til að setja Rússlandi og Frakklandi kostina. Áætlunin var öll grundvölluð á sigursælu leifturstríði. Um það leyti er svo virtist sem hernaðar- áætlun Schlieffens ætlaði að standast, í öndverðum septembermánuði 1914, urðu til fyrstu drögin að stríðsmarkmið- um Þýzkalands. Þegar Vilhjálmur II keisari flutti þýzka ríkisþinginu boðskap sinn 4. ágúst 1914, lýsti hann því yfir, að Þjóðverjar væru ekki haldnir neinni löngun til landvinn- inga í þessu stríði. Ríkisstjórnin þýzka, og þó framar öllum ríkiskanslarinn Beth- man Hollweg, staðhæfði að Þýzkaland ætti í varnarstríði, að það væri umsetið og umkringt óvinum. Það var því ekki í fyrstu lotu heppilegt að boða opin- berlega stríðsmarkmið, sem fólu í sér kröfur til landauka. Bæði var það, að Bethman Hollweg kanslari varð að gefa gaum að alþjóðlegu almenningsáliti, og í annan stað mátti hann ekki við því að styggja hinn fjölmenna þingflokk sósíal- demókrata, sem höfðu fallizt á að greiða atkvæði með fjárveitingum til stríðs- rekstursins. f yfirlýsingu sósíaldemó- krata, sem lesin var upp í ríkisþinginu, hafði verið ætlunin að fordæma alla landvinninga í þessu stríði, en fyrir hót- anir frá íhaldsflokknum var því atriði sleppt, en tekið fram, að tryggja yrði öryggi landamæra Þýzkalands að styrj- aldarlokum. Með þessu höfðu sósíal- demókratar nálgazt mjög það orðalag, 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.