Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 44
Gerd Haugen: Jjadora Það var geislandi sólskin á Riviera-strönd- inni og í Nizza 14. september 1927. Hin heimskunna dansmær Isadora Duncan var stödd í borginni. Hún var orðin 49 ára göm- ul, rauða hárið orðið gráýrt og áhugi fjöld- ans á henni og list hennar farinn að dvína. En lífsþorstinn, sem gert hafði hana að eins- konar goðsagnapersónu, var enn óslökktur. Nú var hún enn staðráðin í að njóta lífs- ins, því á vegi hennar hafði orðið karlmað- ur sem kveikt hafði ástríðu ástarinnar í brjósti hennar einu sinni ennþá. Hún nefndi hann „grískan guð“ og hann átti nýjan Bugatti-sportbíl. Hún hafði fallizt á að fara með honum í ökuferð þennan dag. Þegar vinur hennar birtist, greip hún langan, rauðan trefil og slengdi um háls sér, þannig að hann lafði frá annarri öxl hennar niður á ökkla. Um leið og hún steig uppí bílinn veifaði hún til nærstaddra vina og hrópaði: „Nú ætla ég út og njóta lífsins!“ Það urðu síðustu orð hennar. Um leið og sportbíllinn rann af stað, flæktist trefillinn í pílárunum á öðru afturhjólinu, og á næsta andartaki var henni svipt útúr bíln- um með brotna mænu. Isadora Duncan lauk ævinni með jafnæsilegum hætti og hún hafði lifað hana ... Saga Isadoru Duncans hefur vakið nýjan áhuga nú, 42 árum eftir dauða hennar, vegna þess að gerð hefur verið um hana stórmynd, þar sem enska leikkonan Vanessa Redgrave fer með aðalhlutverkið. Fátækt menningarheimili Isadora, eða Dora Angela Duncan, fædd- ist í San Francisco 27. maí 1878 og var yngst fjögurra systkina. Móðir hennar var írsk og hét Isadora O’Gorman, faðirinn var einhver Duncan sem hafði hlaupizt frá fjöl- skyldu sinni áður en yngsta dóttirin fædd- ist, þannig að dæturnar fjórar ólust upp við allmikla fátækt. Móðirin sá þeim far- borða með því að kenna píanóleik börnum efnafólks og með handavinnu sem dæturn- ar seldu i húsum. Heimilið var sjaldan varanlegt. Mæðg- urnar lifðu í stöðugum ótta við húseigend- ur sem gengu hart eftir húsaleigunni. En þráttfyrir fátæktina var menningarbragur á heimilinu; þar var upplestur úr góðum bókum, tónlist og ljóðakvöld. Þegar elzta dóttirin, Elizabeth, var 15 ára gömul, hóf hún að kenna samkvæmis- dansa. Isadora, sem var ekki enn orðin 10 ára, gerði uppreisn gegn stirðum formum þessara dansa og fór að flögra um stof- urnar einsog fiðrildi, og svo bjó hún sjálf til smádansa við sígilda tónlist. Danskennari 10 ára gömul Hún var ekki nema 10 ára gömul begar hún hætti í barnaskóla og hóf að kenna nemendum dans eftir sínu höfði. Þegar hún var 12 ára kom hún í fyrsta sinn fram á sviði. Og 15 ára gömul fluttist hún til Chicago þar sem hún hneykslaði almenning með frjálslegum dansi sínum og léttum klæðnaði. Umboðsmaðurinn Augustin Daly bauð henni fast starf í Shakespeare-leik- flokki sínum í New York, þar sem hún kom fyrst fram 17 ára gömul í „Jónsmessu- draumi“. En Isadora kunni ekki allskostar við sig í klassískum leikflokki Dalys. Hún var innblásin af skrautkeramyndum fornaldar, dansaði handleggjaber og berleggjuð, klædd gagnsæjum grískum kyrtlum. Gagnrýnin sem hún fékk í hinum skinhelgu dagblöðum var ekki heldur mild eða velviljuð. /\ t / /n\ / ((/n&l \ Tjíf 't / / fEps[> \ /{//::/ /W jy 7j j/ 1 ; Skopmyndir eftir Olaf Gulbransson a/ dansi Isadoru. Henni varð ljóst að hún yrði að komast til Evrópu, ef hún ætti að finna hljóm- grunn, og skrapaði saman því sem hún gat af fjármunum, fékk það sem á vantaði að láni og fór með fjölskylduna til Lundúna á flutningaskipi. í Lundúnum tóku lífsleiðar hefðarstéttir á móti henni með kæruleysissvip í sölum sínum, en með dansi sínum, sem skáldin nefndu „sálrænan saurlifnað“, vakti hún þegar í stað hrifningu. Næsta höfuðborg, sem hún lagði að fót- um sér, var París, þar sem hinn mikli myndhöggvari þeirra tíma, Rodin, gerði rissmynd af henni og sagði: „Hún hefur frá náttúrunnar hendi fengið vald sem verður ekki einungis nefnt hæfileikar, heldur snilligáfa." Hneykslin komu í kjölfar hennar Frá fyrsta fari var litið á Isadoru sem óhæfunnar barn, og hneykslin komu í kjöl- far hennar ævina á enda. Harmleikurinn var í því fólginn, að hún gat ekki sameinað ástina og listina, og gat þó án hvorugs verið. Hún lét einkalíf sitt og opinbert líf renna saman í einum farvegi. í Búdapest kynntist hún ungverskum leikara og átti með honum ofsafengið ástar- ævintýri. Þegar hann vildi kvænast henni, aftók hún það; hún gat ekki hugsað sér að leika alla ævi hlutverk hinnar tryggu eigin- konu. Nokkru síðar komst hún í kynni við Ferdínand konung Búlgaríu. Hann fékk henni til umráða sveitasetur sitt á Ítalíu. En hvort sem hún olli fleiri eða færri hneykslum, var hún orðin eftirlæti Evrópu og gat krafizt geysihárrar þóknunar hvar sem hún kom fram. f Berlín var henni fagnað sem „hinni dýrlegu og guðdómlegu Isadoru". Aðdáendur hennar og elskhugar um ævina voru margir, en einungis þrír karlmenn voru tengdir henni náið um lang- an tíma. Sá fyrsti var hinn kunni byltingarmaður í leikhúsmálum, Gordon Craig. Þau hittust í Berlín, og það varð ást við fyrstu svn. Með Craig eignaðist hún fyrra barn sitt, dótturina Deirdre. árið 1906. Isadora hafði begar gengið fram af heimsbyggðinni með því að lýsa yfir því, að hún vildi ekki gift ast, heldur eiga elskhuga og geta við þeim börn. Háborg danslistarinnar unnin Isadora hafði lengi alið í brjósti óskir um að leggja að fótum sér Rússland, há- borg hins klassíska balletts, og hélt því til Moskvu. Frægustu dansmeyjar Rússa. þeirra á meðal Anna Pavlova, komu til að horfa á hana. Og enn vann hún sigur. Hinn mikli ballettmeistari Sergei Dtaghílev, komst svo að orði, að hún hefði gefið rússneskum ballett mikinn skell, og furstinn Lieven sagði, að hún væri ,.sú fyrsta sem með dansi sínum tjáði sjálft inntak tónlistar- innar, sú fyrsta sem dansaði tónlistina. en dansaði ekki einungis við undirleik hennar.“ 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.