Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 63

Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 63
Þetta er hægt, en það er auðveldara að nota tesafilm. tesafilm lokar litlum og stórum kössum fljótt og örugglega. tesafilm er sjúlflímandi og gagnsætt. Með því getið þér jafn auðveldlega fest miða, gengið frá bókaumbúðum eða lokað umslagi svo öruggt sé. tesafílm leysir vandann. Hafið tesafilm alltaf við hendina. Þá sannfærist þér um hve nauðsynlegt það cr. L'mboð: J. S. Hclgason Rcykjavík ‘besaJQQ Aukin þátttaka fólksins í stjórn þjóðlífsins mundi auka stjórnmálalegan áhuga og knýja á umræður um framtíðarmark- mið í stað dægurmála eingöngu. Umbreyting flokkakerfisins mun koma til móts við óskir um hreinni línur í íslenzkum stjórn- málum. Ég er ekki þeirrar skoðunar, að stjórnmálamenn séu neinir „gangsterar“ eins og sumir virð- ast halda, miklu fremur að þeir séu fangar þess kerfis, sem er söguleg tilviljun, eins og það var orðað. Kerfis sem mun breytast með nýjum hugsunarhætti fólks- ins sjálfs og ekki sízt hinna ungu kynslóða. Greinaflokkur eins og sá, er birtist í síðasta tölublaði Sam- vinnunnar, ýtir vissulega undir slíka þróun, og þess vegna er hann ánægjuefni. Hinsvegar er ég þeirrar skoðunar, að ný þró- un í stjórnmálum muni leiða af sér hugmyndafræðileg og þá um leið stjórnmálaleg afskipti af miklu fleiri þáttum þjóðlífsins en nú þekkist. Það tel ég já- kvætt, en ekki er ég viss um, að allir greinarhöfundar hafi ætlazt til slíkrar þróunar. Örlygur Geirsson, Kæri ritstjóri: Ég þakka þér fyrir að senda mér Samvinnuna, en ég hef áður hafnað að kaupa Frjálsa verzlun og hafna hér með einnig þínu góða boði. Ég hef margt út á alla pólitísku flokkana og flokks- ræðið að setja og tel á þessum viðsjárverðu tímum þörf á sam- vinnu allra þjóðhollra manna, hvar í flokki sem þeir standa. Jafn ofstækisfullar greinar og rætnar sem þær, er Alfreð Ás- mundsson og Hjalti Kristgeirs- son skrifa í þetta sýniseintak, stuðla ekki að heilbrigðri sam- vinnu, heldur að því að magna hatur og sundrung. Blaðamenn- irnir, sem rita um flokksræðið, gleyma líka allir að gera þær kröfur til stéttar sinnar, að hún birti hverju sinni það sem sann- ast verður vitað, þótt menn kunni og hljóti að draga af því mis- munandi ályktanir. íþróttamað- ur, sem brýtur réttar reglur, er rekinn af leikvangi; maður, sem svíkur nokkrar krónur af náunga sínum með ósannindum, verður sekur við lög, en blaðamaður, sem fer með fals eða lýgi í því skyni að svíkja sér eða flokki sínum út fylgi, er oft og tíðum verðlaunaður með þingsæti. Ég vil láta slíkt varða fjörbaugsgarð að fornum lögum, svo að sá mað- ur verði dæmdur um tíma eða fyrir fullt og allt frá því að vera kjörgengur til opinberra trúnað- arstarfa og frá því að vera ábyrgðarmaður nokkurs blaðs. Um þessa réttarbót ættu allir heiðarlegir menn að geta verið sammála, hvar í flokki sem þeir standa, og vilji tímarit þitt ljá henni fylgi, skal ég með ánægju gerast kaupandi að því, en þá verður málflutningur þess að breytast allmikið frá því í sýnis- eintakinu, sem mér var sent. Með vinsemd og virðingu. P. V. G. Kolka. Um hjónabandið „Þér spyrjið hvort Lafði Byron hafi nokkurntíma verið ástfang- in af mér? Nei! Ég var í tízku þegar hún kom fyrst fram í sam- kvæmislífinu: Ég hafði skap- lyndi til að gerast mikill slark- ari og var mikill spjátrungur — en hvorttveggja fellur ungum konum vel. Hún giftist mér af hégómaskap og í þeirri von að hún gæti enriurbætt mig og kom- ið mér á réttan kjöl." — Byron lávarður. „Það er almennt sagt, að feg- urð, hversu hrífandi sem hún kann að vera fyrir giftinguna, veki ekki lengur eftirtekt að henni afstaðinni. En sé fegurðin þannig löguð, að hún veki ekki einungis aðdáun, heldur hjálpi til að dýpka hana unz hún verð- ur ást, þá er ég ekki einn þeirra sem halda að það sem hreif elsk- hugann hafi engin áhrif á eigin- manninn.“ — Sir Henry Taylor. „Arnold Bennett segir að skelf- ing hjónabandsins sé fólgin í „daglegleika" þess. Allur næm- leiki sambandsins núist burt með honum. Sannleikurinn er nær þessu: lífið — við skulum segja fjóra daga af hverjum sjö — verður sjálfvirkt; en á fimmta degi myndast perla tilfinningar (milli eiginmanns og eiginkonu) sem er þeim mun fyllri og næm- ari vegna hinna sjálfvirku, venju- bundnu, ómeðvituðu daga á báð- ar hendur. Með öðrum orðum er árið stráð augnablikum sterkra kennda. „Augnablikum innsæis- ins“, einsog Hardy orðaði það. Hvernig' gæti samband enzt um lengri tíma nema við slíkar að- stæður?“ — Virginia Woolf. „Nútímaheimilin sem við höf- um heimsótt uppá síðkastið hafa ólgað af áhugamálum sem bæði hjónin áttu sameiginleg: loftið í stofunum hefur verið gegnsósa af umræðum, skoðunum, gagn- rýni og beinum frásögnum; loft- ið hefur í rauninni verið blátt af ögnum úr barnasálarfræði, úr leikhúsminningum og úr frétta- skýringum. Það er ekki lengur til að dreifa þögn sem skera má með hníf, það eru stöðug skipti á hugmyndum. Skynsamlegar umræður um svo að segja hvað sem vera skal eru að eyðileggja hjónabönd nútímans, ef nokkuð getur eyðilagt þau.“ — E. B. White. FÆSTÍ KAUPFÉLAGIIMU 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.