Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 13
Þegar María steig útúr lestinni á braut- arstöðinni í París andaði hún í fyrsta sinn að sér andrúmslofti frjálsrar þjóðar. Af eðlislægri áfergju kastaði hún sér þegar útí nám og starf. Hún sótti kennslustundir í stærðfræði og efnafræði og þjálfaði sig af mikilli kostgæfni til þeirra miklu nákvæmn- isstarfa sem vísindalegar tilraunir útheimta. Brátt naut hún þeirrar fullnægju að fá að bera ábyrgð á ákveðnum tilraunum, sem voru í fyrstu ekki sérlega veigamiklar, en gáfu henni færi á að sanna leikni sína og hugkvæmni. Hún hafði ástríðublandinn áhuga á til- raunastofum og kunni hvergi betur við sig en innan veggja þeirra, þar sem þögn og einbeiting sköpuðu alveg sérstakt andrúms- loft. Henni fannst ekki nóg að fá eina há- skólagráðu og ákvað að taka meistarapróf í eðlisfræði og stærðfræði. María hafði gert sér eigin heim, þar sem vísindaástríðan drottnaði yfir öllu öðru. Ást hennar á ættingjum og ættlandi átti líka rúm í þessum heimi, en annarskonar ást, sem áður hafði fært henni vonbrigði og auðmýkingu, var þar útlæg. Hjónaband kom einfaldlega ekki til mála. Meðan María lét sig dreyma heima í Var- sjá um að komast einhverntíma til Sor- bonne-háskólans í París, var Pierre Curie orðinn kunnur kennari við þann sama skóla og hafði getið sér orð fyrir uppgötvanir sínar í eðlisfræði. Eitt kvöld þegar hann kom heim frá skólanum trúði hann dagbók sinni fyrir þessum hugsunum: „Konur elska hið lifandi líf í miklu ríkara mæli en við gerum: konur með snilligáfu eru sjaldgæfar. Við verðum að berjast við konurnar, þegar við erum knúðir af einhverri „dularfullri“ ástríðu til að fara einhverja leið sem er gagnstæð náttúrunni, vinna einhver verk sem gera okkur viðskila við þær manneskj- ur sem eru okkur nákomnastar og kær- astar.“ Pierre var annar sonur læknis að nafni Eugéne Curie og hafði aldrei hlotið „form- lega“ menntun. Hann gekk aldrei í skóla. Hann naut tilsagnar föður síns í öndverðu og síðar einkakennara. Þessi háttur hafði sína ótvíræðu kosti. Sextán ára gamall tók Pierre kandídatsgráðu í vísindum og tveim- ur árum síðar meistaragráðu. Nítján ára gamall var hann orðinn aðstoðarmaður De- sains prófessors við vísindadeild háskólans og gegndi því starfi í fimm ár. Hann stund- aði rannsóknir og tilraunir með bróður sín- um, Jacques. Þessir tveir ungu vísindamenn gátu brátt skýrt frá uppgötvun sinni á ,.niezo-rafmagni“. Árið 1883 var Jacques skipaður prófesso’- við háskólann í Montpellier, en Pierre varð forstöðumaður rannsóknastofu Eðlis- og efnafræðiskóla Parísar. Endaþótt hann helgaði mikið af tíma sínum nemendum. hélt hann áfram fræðilegum rannsóknum sínum á eðlisfræði kristalla. Þessar rann- sóknir leiddu til skilgreiningar hans á sam svörunar-lögmálinu, sem orðið hefur ein af undirstöðum nútímavísinda. Hann fann upn og bjó til ákaflega næma vísindavog. Curie vogina. Hann hóf að kanna segulaflið og gerði í því efni mjög merka uppgötvun. þegar hann fann Curie-lögmálið svonefnda. Þetta var maðurinn sem María Sklod- owska kynntist í fyrsta sinn í ársbyrjun 1894. „Mér virtist hann mjög ungur,“ skrif- aði hún síðar, „þó hann væri þá orðinn 35 ára gamall. Seinmælt, íhugul orð hans, einfaldleiki hans og bros, í senn alvarlegt og unglegt, vakti allt traust á honum. Við hófum að ræða saman og urðum vinir: um- ræðuefnið var eitthvert vísindavandamál sem mér þótti gleðiefni að geta lagt undir dóm hans.“ Pierre Curie minntist fyrsta fundar þeirra síðar með þessum orðum: „Ég lýsti fyrir henni fyrirbæri kristallamælinga, sem ég var að fást við. Það var undarlegt að tala við konu um verkefni sem áttu hug manns allan, að nota tækniorð og flóknar formúl- ur, og sjá þessa konu, eins ung og töfrandi og hún var, lifna við, skilja og jafnvel ræða tiltekin smáatriði af furðulegri glögg- skyggni. mjúklyndu pólsku stúlku, sem gat verið barnaleg og háfleyg í sömu andrá: því hún var vinur og eiginkona, ástkona og vísinda- maður. í júlí 1897 fæddist fyrsta barn þeirra, Iréne Curie, sem átti eftir að feta í fótspor móður sinnar. Hún lagði útá vísindabraut- ina, giftist öðrum vísindamanni, eðlisfræð- ingnum Erederic Joliot, og tók við forstöðu Radíumstofnunarinnar í París af móður sinni 1932. Árið 1935 hlutu þau hjón Frede- ric og Iréne Joliot-Curie Nóbelsverðlaunin í efnafræði. í árslok 1897 hafði Marie Curie tekið tvær háskólagráður, hlotið kennarastöðu og samið vísindaritgerð um segulmögnun herts stáls. Næsta rökrétt skref á framabraut hennar var doktorsgráða. Þegar hún fór yfir skýrsl- ur um síðustu vísindatilraunir, vaknaði María Sklodowska árið 1892. Hún var 24 ára gömul og hafði aðeins verið í París nokkra mánuði. Tíu árum síð- ar fann hún radíum og var hyllt sem einn mesti vísindamaður nútímans. Ég starði á hár hennar. á hátt ávalt ennið og hendurnar, sem voru þegar skemmdar af sýrum rannsóknastofunnar og ýfðar af húsverkum. Ég gróf í huga mér eftir öllu sem mér hafði verið sagt um þessa stúlku. Hún var pólsk. Hún starfaði árum saman í Varsjá áður en hún gat tekið lestina til Parísar; hún var févana; hún bjó alein í þakherbergi...“ í júlí 1895 voru Pierre og Marie Curie gefin saman, og um leið hófst eitt merki- legasta samstarf sem um getur í sögu vís- indanna. Þau hjón voru svo frábærlega sam- hent í einkalífi jafnt og vísindastörfum, að orð var á gert. Eve Curie segir í ævisögu móður sinnar, að hún hefði ekki getað gifzt neinum manni öðrum en þessum mikla eðlisfræðingi, þessum vitra og göfuga manni, og hann hefði ekki getað kvænzt neinni konu annarri en þessari bjartleitu og áhugi hennar á ritgerð sem franski vísinda- maðurinn Henri Becquerel hafði gefið út. Hann hafði rannsakað sölt sjaldgæfs málms, úraníums. Eftir að Röntgen hafði fundið geislana sem við hann eru kenndir, hafði franska vísindamanninum Henri Poincarré komið til hugar að kanna, hvort geislar á- þekkir Röntgen-geislum köstuðust frá flúr- lýsandi hlutum fyrir áhrif ljóss. Með sama vandamál í huga kannaði Becquerel sölt úraníums. í stað fyrirbrigðanna, sem hann hafði gert ráð fyrir, veitti hann at- hygli öðru gagnólíku fyrirbæri sem var honum með öllu óskiljanlegt. Ánþess áhrif- um ljóss væri til að dreifa, stöfuðu sölt úraníums sjálfkrafa frá sér einhverjum geislum sem hann kunni engin skil á. Úra- níumblanda, sem sett var á ljósmyndaplötu umvafin svörtum pappír, gerði mark á plöt- una gegnum pappírinn. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.