Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 38
Hvað er það sem gerir venjulegar íslenzk- ar smásögur svo ósennilegar í augum ensku- mælandi lesenda á Vesturlöndum? Þetta efni er mjög tímabært nú, þegar enska er að verða útbreiddasta tungumál heimsins, þegar hinn vestræni heimur hefur vaxandi áhuga á að vita meira um ísland og höfundar, sem finna sárt til hins þrönga markaðar fyrir smásögur hérlendis, hafa hug á að bæta sér upp rýrar tekjur með því að hreppa þær tiltölulega háu greiðslur sem í boði eru fyrir þýddar smásögur og skáldsögur. Þó ég hafi verið íslenzkur þegn hálfa ævina, er ég fædd erlendis og hef sem höfundur orðið að leita fyrir mér á vest- rænum mörkuðum, auk þess sem ég hef á liðnu ári lesið um 40 íslenzkar smásögur fyrir tímaritið „65°“ (Sixty-five Degrees), Amalía Líndal: Fjörefnaskortur íslenzkra smásagna sem ég ritstýri, með það fyrir augum að birta beztu sögurnar þar. Þessi reynsla hef- ur stuðlað að því, að ég gæti gert mér grein fyrir, hverskonar sögur íslenzkir höfundar semja og aðrir íslendingar lesa, og hvers- konar annmarkar það eru sem gera sög- urnar svo torseldar á vestrænum mörkuð- um. Óhætt er að fullyrða að markaðurinn sé fyrir hendi, en hversvegna vekja sög- urnar ekki áhuga? Nefna má nokkur áberandi sameiginleg einkenni: Sögupersónurnar virðast vera hlut- lausar gagnvart ögrunum lífsins — þær eru á valdi forlaganna og láta reka á reiðan- um; þær geta tekið minniháttar ákvarðanir, en virðast ekki vera sér meðvitandi um stærra samhengi eða mynstur, nema í sjón- rænum skilningi. Persónurnar hafa kæki fremur en persónuleika, og þær þróast ekki. Sögurnar eru fagurlega skrifaðar, en efnis- litlar. Úrlausnir vandamála velta á örlögun- um eða duttlungum söguhetjunnar, en ekki á viljastyrk hennar eða framtaki. En þar sem skáldskapur speglar manninn, og maðurinn er afkvæmi umhverfisins, þá er nauðsynlegt að velta fyrir sér umhverf- inu og þeirri mannshugsjón sem átt hefur mestri aðdáun að fagna á liðnum öldum. Mannshugsjónin birtist í hinum hljóðláta, alvörugefna, heilsteypta, seiga og sögufróða einstaklingi, sem átti styrk sinn fremur í þrautseigju og sjálfsbjargarhvöt en sköpun- arvilja, í sjálfselsku fremur en innsæi, og var svo háður tilviljun og höfuðskepnum, að hann leit á forlögin sem blóraböggul allra sinna mistaka. Úr þessu umhverfi komu höfundar sem enn dýrka þessa mannshugsjón og sníða söguhetjur sínar ómeðvitað eftir henni. Munurinn er bara sá, að í nútímalífi hafa aðstæðurnar breytzt og hinni hörðu lífsbar- áttu er lokið; þrautirnar eru ekki lengur líkamlegar, og söguhetjan sem var aðdáun- arverð fyrr á tímum verður þunglamaleg, hugmyndasnauð, hlutlaus, gersneydd kímni og leiðinleg í nútímalegu umhverfi. Ein- angrunin, sem þá ríkti og gerði einstakling- inn að miðdepli síns eigin litla heims, og land hans að öllum heiminum, hefur vikið fyrir alþjóðasamskiptum og allskyns nýjum innbyrðis samböndum, og af þeim leiðir að hin þungbúna söguhetja verður óþroskuð, yfirborðsleg, stirðbusaleg, sjálfhverf og fuil- komlega ógeðfelld, nema kannski í augum íslendinga sem eru nákunnugir þessari manngerð afþví hún er þeirra eigin manns- hugsjón. Hinsvegar er vestrænn lesandi lík- legur til að segja um þessa söguhetju: Hversvegna lítur hann ekki í kringum sig? Hversvegna hlustar hann ekki? Hversvegna dregur hann ekki í efa réttmæti eigin gerða, þegar hann lendir í erfiðleikum, í stað þess að saka aðra um skilningsskort? Og hversvegna gerir hann ekki eitthvað í stað þess að buna útúr sér hástemmdum orðaflaumi, andvarpa í sjálfsvorkunn og hverfa útí vornóttina? í þeim 40 sögum, sem ég las en gat ekki notað í „65°“, voru meginveikleikarnir (í augum vestræns lesanda) skortur söguhetj- unnar á sjálfsgagnrýni og sjálfsskoðun, skortur hennar á félagslegri meðvitund, skortur á sönnum tilfinningum, afskipta- leysi og skortur á innsæi og fjarsýni. Ef þessir annmarkar eru svo augljósir einstakl- ingi sem hefur búið hér á landi árum sam- an, hljóta þeir að vera enn augljósari vest- rænum ritstjórum sem aldrei hafa stigið hér fæti. Lífið er stundum rangsnúið, maðurinn er veikburða og einatt afkáralegur, en íslenzka söguhetjan sér aldrei að hún sé hlægileg (með örfáum undantekningum, einsog t. d. hjá Gísla J. Ástþórssyni). „Hann vissi að hann var ekki laus við að vera hlægileg- ur —“ er setning sem tæplega mundi sjást í íslenzkri sögu, eða þá: „honum fannst jafnvel sjálfum orð sín vera margþvæld, en hann vonaði að hún skildi hvað hann átti við ...“ o. s. frv. í hæsta lagi fæst sögu- hetjan til að viðurkenna, að hún kunni að vera klaufaleg, og á þá venjulega við að hún tali ekki nógu skáldlega, en að öðru jöfnu er hún afbragð annarra manna, töfr- andi og áhugaverður einstaklingur, fullkom- lega ánægður með sjálfan sig, og það er með einhverjum hætti „hitt fólkið“ eða for- lögin sem gera honum lífið leitt og draga úr honum allan mátt. í einni sögunni tekur ungur maður elsk- una sína út að ganga í skemmtigarði og verður henni sárgramur afþví hún segir ekki neitt. Ekkert í sögunni réttlætir gremju unga mannsins, og hann gerir sér enga grein fyrir því, að hann hefur ekki heldur sagt aukatekið orð. Kannski var ætlunin að sýna, að gremja unga mannsins ætti rætur sínar í vandræðum hans þegar hann er neyddur til að eiga frumkvæði að sam- ræðum, en hvorki höfundurinn né sögu- hetjan gefa það í skyn. Augljóslega telur höfundurinn þetta vera eðlilega hegðun hjá elskhuga, sem hefur ekki ennþá verið vísað á bug, en er það svo? Með því að söguhetjan reynir ekki að gera sér grein fyrir orsökum gremju sinnar og höfundurinn leiðir engin rök að henni, missum við áhugann á þess- um lánlausa elskhuga, sem kann að vera óframfærinn, og álítum hann einungis for- dekraðan sérvitring. Hinsvegar var það augljóslega ætlun höfundarins að gera sögu- hetjuna geðfellda. í annan-i sögu er hetjan að horfa útum gluggann hjá sér. Gefin er ýtarleg lýsing á sviðinu fyrir utan, iðandi af fólki, en það vekur engan áhuga hjá söguhetjunni (hvers- vegna?) né kallar fram spurningar eða hugljómun, þó atriðið búi yfir miklum möguleikum. Söguhetjan lætur sér nægja að vera hlutlaus áhorfandi; um þátttöku er alls ekki að ræða. Þessari stuttu lýsingu, sem kölluð er smásaga, lýkur á því að sögu- hetjan muldrar í barm sér „Svona er lifið“ um leið og hún skellir glugganum aftur; jafnvel þessari einu athöfn „sögunnar“ er ætlað það hlutverk eitt að vera áhrifamikið niðurlag, en ekki táknræn útilokun lífsins. Og jafnvel þó við gengjum útfrá því að höfundurinn hafi verið sér meðvitandi u:n hið táknræna í verknaðinum (hann verður að sjá það, þó söguhetjan sjái það ekki), þá er þessi eina yfirlýsing alls ekki full- nægjandi forsenda sögu. Hversvegna lokar hann lífið úti? Er það of skelfilegt? Of kröfuhart? Leiðinlegt? Tilgangslaust? Marg- brotið? Truflar það hann í hugsunum hans eða vinnu? Og hvað er hann að gera? 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.