Samvinnan - 01.08.1969, Síða 14

Samvinnan - 01.08.1969, Síða 14
Iréne og Frederic Joliot- Curie, sem hlutu Nóbelsverð- launin í ejnafrœði 1935. Var það í þriðja sinn sem kona hlaut Nóbelsverðlaun jyrir vís- indastörf. Tvö fyrri skiptin hafði Marie Curie hreppt þau. Siðan hafa einungis þrjár konur hlotið Nóbelsverðlaun fyrir vísinda- afrekrek: Gerty T. Cori frá Bandaríkjunum í lœknisfrœði 1947, Maria Goeppert Mayer frá Bandaríkjunum í eðlisfrœði 1963 og Dorothy Crowjoot-Hodgkin frá Bretlandi í efnafrœði 1964. Eftir að Maria Sklodowska »_>. hafði stundað nám við Sor- bonne-háskóla í fjögur ár giftist hún Pierre Curie árið 1895. Uppgötvun Becquerels hreif Curie-hjónin. Þau veltu fyrir sér, hvaðan sú orka kæmi sem úraníumblöndur gáfu stöðugt frá sér í mynd geislunar. Og hvers kyns geislunin væri. Hér var sannarlega efni sem vert væri að kanna og semja um doktorsritgerð. En eftir var að ákveða hvar Marie ætti að gera tilraunir sínar. Eftir allmikla erfið- leika og eftirgangsmuni var henni fengin til afnota lítil vinnustofa með glerveggjum á neðstu hæð Eðlisfræðiskólans. Hér var um að ræða nokkurskonar geymsluherbergi, þvalt af raka, þar sem aflóga vélum og verkfærum var komið fyrir ásamt timbri. voru vantrúaðir. „Sýnið okkur radíum,“ sögðu þeir, „og þá munum við trúa yður.“ Til að sýna efasemdamönnum póloníum og radíum, til að sanna heiminum að þessi nýju frumefni væru fyrir hendi, og til að staðfesta sínar eigin sannfæringar unnu Pierre og Marie Curie í heil fjögur ár til viðbótar í hrörlegum timburkofa, sem stóð handanvið garðinn fyrir framan upphaflega vinnustofu Marie. Þessi skúr hafði eitt sinn verið notaður til krufninga af læknadeild- inni, en hafði ekki um árabil verið talinn hæfur til líkgeymslu, hvað þá meira. „Við áttum enga peninga, höfðum enga tilveru radíums, sem Marie lánaðist loks að búa til eitt desígramm af hreinu radíum. Hún gerði fyrstu útreikninga á kjarnaþyngd þess — 225. Nú voru efasemdamennirnir — og enn voru allmargir þeirra til — ekki lengur í efa. Þeir urðu að beygja sig fyrir stað- reyndum og nálega ofurmannlegri þrákelkni konu sem unnið hafði eitt mesta vísinda- afrek aldarinnar. Nú var radíum opinber- lega til. Marie og Pierre áttu enn saman fjögur góð ár. Á þessum árum varð radíum meiri- háttar iðngrein; það var notað í læknis- Áriö 1903 voru Pierre og Marie Curie veitt Nóbels- verðlaunin í eðlisfrœði ásamt franska vísindamanninum Henri Becquerel. Hún var fyrsta konan sem hlaut Nóbelsverðlaun og einnig önnur konan, því árið 1911 voru henni veitt Nóbelsverðlaunin i efnafrœði. Rannsóknartækin voru eins frumstæð og hugsazt gat, og þægindi voru alls engin. Endaþótt Marie hefði hvorki nægilegt raf- magn né önnur þau gögn sem venjulega eru fyrir hendi, þegar hefja skal vísinda- rannsóknir, þá lét hún engan bilbug á sár finna. Henni tókst með mikilli fyrirhöfn og talsverðri hugkvæmni að gera fátækleg- an tækjabúnað sinn þannig úr garði, að tilraunir hennar gátu hafizt. Við þessar afarfrumstæðu aðstæður á götuhæð Eðlisfræðiskólans í Lhomond- stræti í París voru tvö ný frumefni upp- götvuð: póloníum og radíum. En enginn hafði séð radíum. Enginn þekkti kjarnaþyngd þess. Efnafræðingar rannsóknastofu og fengum enga hjálp við að vinna að þessu mikilsverða og torvelda verkefni,“ sagði Marie síðar. „Það var eins- og að skapa eitthvað úr engu. Mér er óhætt að segja, alveg ýkjulaust, að fyrir manninn minn og mig var þetta tímabil „hetjuskeið- ið“ í lífi okkar. Og samt var það í þessu auma kofaskrifli sem við áttum beztu og hamingjuríkustu ár ævinnar — ár sem voru algerlega helguð vinnu. Stundum eyddi ég heilum degi í að hræra sjóðandi bikblendi með járnstöng sem var næstum eins stór og ég sjálf. Á kvöldin var ég venjulega úr- vinda af þreytu." Það var árið 1902, eða 45 mánuðum eftir að Curie-hjónin höfðu kunngert sennilega fræði til að lækna bólgur og æxli og ákveðn- ar tegundir krabbameins. Önnur dóttir, Eve, fæddist. Árið 1903 voru Curie-hjónunum veitt Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði ásamt Henri Becquerel. Nafnið Curie var orðið frægt um allan heim. Svo var það einn rigningarmorgun í apríl 1906, að Pierre var á leið heim til sín eftir Dauphine-stræti. Þegar hann gekk yfir strætið, varð hann fyrir hestvagni og týndi lífinu þegar afturhjól vagnsins fór yfir höf- uð hans. Á þeim degi varð Marie Curie ekki einungis ekkja, heldur einnig brjóstum- kennanlegur einstæðingur, sem aldrei síðan fékk unnið bug á einmanaleik sínum. Hvað átti nú að verða um hana? Hvað 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.