Samvinnan - 01.08.1969, Side 61

Samvinnan - 01.08.1969, Side 61
Jarðarberjadrykkur. 2 dl mjólk y2 dl jaröarberjasaft eða 100 g jarðarber 2 tsk sykur þeyttur rjómi Þeytið mjólk og jarðarberjasaft saman. Ef notuð eru ný jarðarber eru þau fyrst látin bíða nokkra stund með sykrinum. Frosin eða ný jarðarber eru einnig mjög góð í drykkinn. Ein til tvær tsk af rjóma eru látnar ofaná safann í glösunum og jarðarber, séu þau notuð. Sólberjadrykkur. 1 msk vanilluís 1 dl sólberjasaft 2 dl mjólk Þeytið vanilluísinn með sólberjasaftinni og mjólkinni. í stað mjólkur er gott að hafa súrmjólk og er þá bætt í sykri sé þess þörf. Súkkulaðidrykkur. Hellið V3 af súkkulaði, kakói eða kókómalti í hvert glas. Látið 2—3 skeiðar af vanilluís yfir. Skreytið með rjómatoppi og rifnu súkkulaði ef vill. ískaffi. Hálffyllið glösin með köldu eða volgu sterku kaffi. Látið 2—3 msk af vanilluís yfir, síðan rjómatopp og rifið súkkulaði. Mokkadrykkur. 1 msk vanilluis 2 tsk neskaffi 1 tsk sykur 1 msk kókósmjöl 2 dl mjólk Þeytið eða blandið allt saman. íste. Búið til sterkt te og kælið. Hellið hálf glösin af teinu og látið ísmola saman við (vatnsís). Látið sítrónusneið í hvert glas og berið sykur með. Súkkulaðidrykkur, ískaffi og íste er oft bragðbætt með rommi eða konjaki. Hrá grænmetissalöt. Allir sem eiga þess kost að hafa eigin matjurtagarð, skapa sjálfum sér ánægjulega tómstundavinnu og heimili sínu fjölbreytta, verð- mæta og litríka fæðu. Gleymum samt ekki að á vorin og fyrri hluta sumars eru villtu jurtirnar svo sem hvönn, súra, smári, arfi, njóli, fjallagrös, skarfa- kál og söl þær grænmetistegundir sem auðvelt er að afla sér til matar. Verðmætast er grænmetið vegna C-vítamíninnihalds, en einnig inniheldur það A- og B-vítamín og steinefnin kalk og járn. Það gefur tiltölulega fáar hitaeiningar (inniheldur 70—95% vatn) en seður og hefur góð áhrif á meltinguna. Vítamíninnihald í grænmeti minnkar við geymslu og þurrkun, en vítamínauðugast er það grænmeti sem er litsterkast eins og t. d. gulrætur, grænkál, spínat, salat og tómatar. Bragðefnin eru ilm- olíur sem gefa hverri grænmetistegund sinn sérstaka keim. Lítið er af eggjahvítuefni í grænmeti nema í ertum og baunum. Sjálfsagt er að neyta grænmetisins meðan það er nýtt en öruggasta geymsluaðferðin á káltegundum og rótargrænmeti nema kartöílum og gulrófum er hraðfrysting. Blaðsaiat er ekki hægt að hraðfrysta og þarf því að neyta þess jafn- óðum og það vex. Hér koma nokkrar tegundir af blaðsalatupp- skriftum: Athugið að þvo salatblöðin vel og klippa þau hvorki eða skera, heldur rifa niður. Raðið heilum salatblöðum í skál eða djúpt fat. Nokkuð af blöð- unum er rifið niður ef vill. Bragðbætt með t. d. 1. Einni til tveim gulrótum, rúsínum, sítrónusafa og hunangi. Hreinsið gulræturnar og rífið niður. Blandið síðan varlega saman við niður- rifin salatblöð og bragðbætið með rúsinum, sítrónusaía og hunangi. 2. Tveim til þrem tómötum sem skornir eru i báta eða sneiðum af grænum pipar, gúrkusneiðum, klipptri steinselju eða karsa. Biandið siðan saman 1 msk af sítrónusafa eða borðediki, 3 msk af matar- olíu, salti, pipar og 1 tsk af púðursykri. Látið grænmetið með sal- atinu í skálina og hellið leginum yfir. 3. Nýjum eða frosnum ribsberjum og ostbitum. 4. Appelsínu- og eplabitum, ávaxtasafa og hunangi eða púðursykri. 5. Skyri sem hrært er með mjólk eða vatni, sykri og rúsínum. 6. Þeyttum rjóma, bláberjum eða niðurskornum vínberjum og sykri. 7. Tómatsneiðum og laukhringjum. Amerískt salat. 1 salathöfuð 4 sneiðar ananas 150 g rœkjur 1 grœnn pipar (spánskur piparj 1 msk saxaður graslaukur eða blaðlaukur Ostasósa. 1 góðostur (smurostur) 2 msk matarolía sítrónusafi, salt og paprika Raðið þvegnum saltablöðunum í skál eða fat og hellið ostasósunni yfir. (Osturinn er hrærður með matarolíu og kryddi, rjóma bætt í ef vill). Piparinn er þveginn og skorinn niður í sneiðar sem raðað er yfir salatið ásamt hálfum ananashringjum og rækjum. Gras- lauknum stráð yfir. Borið fram vel kalt, bezt er að láta fatið á ísblokk eða ílát með ísteningum í. Hvítkálssalat 150 g hvítkál 1—2 epli 100 g olíusósa 1—2 dl þeyttur rjómi Rífið hvítkálið á grófu rifjárni eða skerið í mjóar ræmur. Skerið eplið í smáa bita. Kryddið olíusósuna, blandið rjómanum saman við og síðan eplunum og hvítkálinu. Látið salatið í skál og skreytið með salatblöðum og eplabátum. Borið fram með steiktu kjöti. Fylltir tómatar. Tómata má fylla með margskonar jafningum og salötum. Þvoið tómatana og skerið sneiðarþykkt af þeim og holið innan með skeið, fyllið síðan með grænmetisjafningi, t. d. sveppa-, grænbauna- eða káljafningi. Á sama hátt má fylla þá með grænmeti í olíusósu (ítölsku salati), piparrótarrjóma eða salati sem búið er til úr olíusósu (mayonnaise), því sem skorið er innan úr tómötuunm, söxuðum pikles og söx- uðum eplum. Tómatarnir eru ýmist bornir fram með kjötréttum eða sem smá- réttur, t. d. á kvöldborðið. Einnig er gott að skera kross í tómatana, stinga ostbita í hvern tómat og baka í ofni. Borið fram með steiktum kjötréttum. Keisaratómatar. Tómatarnir eru fylltir með grænbaunajafningi eða piparrótarsalati og muldum kartöfluflögum stráð yfir (frönskum kartöfium). Fatið er skreytt með steinselju eða salatblöðum, þegar það er fyrir hendi.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.