Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 34

Samvinnan - 01.08.1969, Qupperneq 34
af henni. Hún á að vera ákveðin manngerð. Maðurinn vinnur fyr- ir henni. Hún lífgar og líknar. Hún elur upp börnin og er þeim ómissandi. Hún skapar heimilið, en hún er samt óánægð. Hún finnur, að eitthvað er ekki satt í þessari goðsögn. Hún veit og finnur, að hún getur ekki dreg- izt út úr atvinnulífinu og gerzt heilög kýr, þegar allir aðrir eru dauðsveittir við að keppast við að hafa ofan í sig að éta. Fjöl- margir karlmenn fá hjartaslag á miðjum aldri af því að þeir geta ekki risið undir þeirri kröfu, sem til þeirra er gerð — að vinna fyrir heimilinu, konu og börn- um, og komast líka til vegs og virðingar. Fyrr en varir neita þeir að vinna fyrir fullfrískum, fullorðnum manneskjum. Fyrr en varir verða það fleiri og fleiri, sem láta ekki etja sér út í þetta brjálæðislega kapphlaup, sem þeir eru sendir í, á meðan kvenfólkið situr heima í sér- flokki. Ef til vill leiðir nútímatækni til þess að störf yfirleitt verða meira eða minna óþörf. En er kvenfólkið fært um að ganga á undan í því að venja sálina af þeirri fullnægingu, sem fæst með virkri þátttöku í lífsbaráttunni? Það verður að finna lausn á vandanum varðandi uppeldi barn- anna, meðan foreldrarnir vinna fyrir heimilinu. Kannski má stytta vinnutímann, gera bæði konum og körlum kleift að vinna hálfa vinnu. Sleppum þessum fordómum um yfirnáttúrulega hæfni kon- unnar til barnauppeldis. Leyfum feðrunum að rækta föðurástina. Kyngjum þeim uppspuna, að börn foreldra, sem vinna utan heimilis, séu vanræktari en önn- ur börn. Opnum augun fyrir öll- um þeim útburðum, sem tauga- veiklaðar, gramar, ófullnægðar konur láta leika sér úti á göt- unni allan daginn, meðan mamm- an situr heima við það að vera heima. í útvarpsþætti 19. júní sl. sagði Magnús Þórðarson, skrif- stofustjóri, að þátttaka karla í búsýslu yrði að fara eftir því, hvað menn væru ,,upplagðir“ til slíks. Ætli það sé svo alveg víst, að guð hafi lagt gólfþvotta inn með líkninni í sál konunnar? Það hafa margar orðið að leita langt að þeirri eðlishvöt. í þessum þætti kom einnig fram sú skoðun, að kvenfólkið yrði að „velja“, hvort það vildi giftast og eiga börn eða brjóta sér braut á atvinnumarkaðinum. En þetta er víst ekki vandamál fyrir karlmanninn. Hann virðist geta valið hvort tveggja með á- gætum árangri. í lok þáttarins fengum við að vita um hjúskaparstétt beggja kvennanna, en ekkert var á það minnzt, hvernig ástatt væri fyrir Magnúsi í hjónabandsmálum. Stjórnandinn sagði að lokum, að þarna hefðu ræðzt við: Frú Adda Bára Sigfúsdóttir, ungfrú Elín Pálmadóttir og Magnús Þórðar- son skrifstofustjóri. Hafið þér fyrirvinnu? var fyrsta spurningin, sem að mér var beint, þegar ég sótti um vist á dagheimili fyrir dóttur mína, til þess að ég gæti stundað lang- skólanám. Mér vafðist tunga um tönn. Varð þó að viðurkenna, að ég væri gift, maðurinn væri ekki atvinnulaus og ekki ofdrykkju- maður. Þá var sá draumurinn búinn. Hvað gerir maðurinn yðar? Þetta er ein spurningin, sem lögð er fyrir konu, sem kemur inn á fæðingarstofnun viðþols- laus af kvölum. Skyldu karl- menn, sem koma sárþjáðir á sjúkrahús, vera þýfgaðir um það, hvað konur þeirra gera? Kannski atvinna eiginmannsins hafi ein- hver áhrif á það, hvernig barnið snýr í konunni! Hvernig væri að leggja niður einstrengingslega kynjabaráttu í kvenfélögum, en allir þjóðfélags- þegnar sneru sér að mannréttind- um í mannfélaginu í staðinn? Það væri heimskulegt að halda því fram, að kvenfólk og karl- menn séu eins. Naumast sækist nokkur eftir því að svo verði. Skapnaðurinn er annar og hugar- farið kannski líka, þótt við vit- um ekki, hvernig því er raun- verulega farið. En almenn mann- réttindi ættu allir að hafa. Það er eftir því, sem ber að sækjast: fyrir konur og karla, hvíta og svarta, háa og lága. Ætli sé ekki skynsamlegt að búa sig undir það hérna megin, að allir verði jafnir? Hólmfríður Gunnarsdóttir. Jónas E. Svafár: ÁSTHILDUR hár þitt stormsveipur öræfanna augu þín stjörnuhrap vetrarins nef þitt fjall sjóndeildarhringsins varir þínar mánasigð sólarlagsins bros þitt sólskin jökulheimsins hendur þinar jafndægri haustsins mjaðmir þínar hvel heimskautsins fætur þínir veðrátta árstíðanna Anna María Þórisdóttir: Á HÚSAVÍK Hýrlega kinkar fjallið gróðurlausum kollinum, og lyngið fikrar sig upp rauðgrýtta vangana. Húsin kúra í handarkrika Höfðans, sem steytir klettóttan hnefann mót öldum Skjálfanda. Mjúkum lófum sléttar fjarlægðin hrukkur gamla fjallarisans handan flóans. APRÍL Hlýtt aprílregnið hefur þvegið burtu kaldan marzgrámann. í brúnum, glansandi greinum runnanna sefur maí. Langt úr suðri teygja sig glettnir fingur vorsins og greiða sundur regnslæðurnar. Sjálfur himinninn Ijær malbikinu lit. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.