Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 35
— Þrír — fjórir — fimm — waaííí — beint á Austurstræti! Nú skuldarðu mér tuttugu þúsund. — Ég skulda þér ekkert tuttugu þúsund — ég á að fara á byrjunarreitinn, en ekkert á Austurstræti. — Jæja góði — kanntu ekki að telja eða hvað? Þú fékkst fimm, þarna varstu, og einn, tveir, þrír, fjórir, fimm — Austur- stræti. Hefurðu kannski ekki augun í hausn- um? Þú átt að fara á Austurstræti og þá skuldarðu mér tuttugu þúsund. bara tekið lán eða víxil. Það gerir pabbi alltaf, þegar hann vantar pening. — Það er ekki hægt í Mattador — ógur- lega ertu vitlaus. Heldurðu maður geti tekið víxil í Mattador? Svo ætla ég aldrei að taka víxil — einn maður, sem pabbi þekkti, fékk magasár af því hann var alltaf að taka víxla, og svo dó hann. Það er nefnilega hættulegt! — Dó hann? Af því að taka víxla? Ha, það er bara lýgi! Pabbi minn er alltaf að taka víxla og hann er ekki einu sinni veikur. ISPEGILL Smásaga eftir Fríðu Sigurðardóttur — Þú ert sjálfur augnalaus og kannt ekki að telja — ég á að fara á byrjunarreitinn! — Oj bara — það er aldrei hægt að fara í Mattador við þig, þú svindlar svo. Þú þolir sko aldrei að tapa. — Þú skuldar mér tuttugu þúsund — lof mér að sjá hvað þú átt mikið. — Láttu peningana mína vera — komdu með þá! Agalega ertu mikil frekja! — Átt ekki nema sjötíu og sex krónur, hí hí — þú ert búinn að tapa... — Heldurðu mér sé ekki sama! Iss bara, þetta er svo asnalegt spil, það er ekkert varið í það. Svo er þetta líka peningaspil og maður á ekki að spila peningaspil. — Peningaspil? Sá er vitlaus — þetta er sko ekkert peningaspil, þetta eru bara plat- peningar. — Jæja, pabbi minn segir, að allir pen- ingar séu platpeningar og þá eru ... — Það er alveg sama — það er hægt að kaupa gott fyrir hina og sjónvarp og bíla og allt svoleiðis, en það er ekki hægt fyrir þessa. — Mér er alveg sama, þetta er helvítis skítaspil! — Heyrðu Halli, komum heldur í dátaleik, ha? Þú verður Kanarnir og ég Víetkong. — Oj nei, ég nenni því ekki. Svo vilt þú líka alltaf vera Víetkong, bara afþví þeir eru svo miklu sniðugri en Kanarnir. Höld- um heldur áfram í Mattador — þú getur — Hann dó víst! Og löggan kom og tók allt sem hann átti, af því hann var búinn að taka svo marga víxla að það var ekkert eftir. Svo kann ég það heldur ekki. — Hvað? Kanntu ekki að taka víxil? Það er sko enginn vandi; þú ferð bara í kallinn og segir þig vanti pening, og þá lætur hann þig hafa víxil eins og skot. — Hvaða kall? — Nú bankastjórann maður! Veiztu bara ekki neitt? Ég held ég vilji verða banka- stjóri, þegar ég verð stór. Þeir vaða sko alveg í peningum. Ég ætla að minnsta kosti ekki að verða kennari eins og pabbi — hann er sko alltaf skítblankur. — Ég ætla að verða trúboði í Konsó, þegar ég verð stór. Annað hvort það eða þá svona eins og dýrlingurinn. — Trúboði? Trúboði — ég hef nú aldrei heyrt neitt eins vitlaust! Af hverju trúboði? — Heldurðu það sé eitthvað vitlausara en bankastjóri? Hann Jón í Sunnudagaskól anum segir, að það sé langlangskemmtileg- ast af öllu í heiminum að vera trúboði. Svo sýndi hann okkur svaka flottar skuggamynd- ir frá Konsó — fullt af slöngum og svert- ingjum og öllu. — En þú verður að trúa á guð, ef þú ætlar að verða trúboði. Hún Sigga, vinkona hennar mömmu, segir að guð sé ekki tU. Og hún er nú kennslukona og ætti að vita það — ég heyrði það sjálfur! — Heldurðu ég trúi ekki á guð? Hvað heldurðu einhver kelling viti um það .. . hann er víst til! Víst! — Trúirðu kannski ekki á guð? — Jaaa — juuuú. Annars veit ég það ekki. Það er svo margt sem ég skil ekki — mamma segir til dæmis, að allir fari til guðs, þegar þeir drepast. Og hvar komast þeir fyrir? Fólk er alltaf að deyja, ekki bara hérna á íslandi heldur líka í útlöndum — og svo er fólk búið að vera svo svaka lengi til — meira segja löngu áður en Bjössi afi fæddist. Fyrst lifir það, svo deyr það og fer upp til guðs og þá sérðu, að þegar kannski hundrað þúsund eða billjón manns eru komnir upp í himininn, þá hlýt- ur að vera orðið alltof þröngt hjá honum. Það hlýtur bara að vera. Pabbi segir líka að það séu alls staðar húsnæðisvandræði. — Heyrðu, kannski sofa allir í kojum svona hver upp á annarri í svaka stórum sal. Kannski er himinninn allur einn stór salur, ha? — Það er alveg sama, himinninn er ekki svo stór, þú sérð það sjálfur. Það er bara ekki til svo stór salur að það sé hægt að koma öllu þessu fólki fyrir — og svo er líka annað: hvernig kemst maður upp? — Upp? — Já, upp í himininn, til dæmis menn- irnir sem drukknuðu um daginn? Hvernig fór guð að því að ná þeim upp til sín? Þeir eru sko einhvers staðar niðrí sjónum. — Kannski veiðir hann þá upp, eins og þegar við erum að fiska útá Slippsbryggju. — En þá fólkið sem springur í tætlur í stríðinu? — Jaa, það veit ég ekki. Heyrðu, jú nú man ég dáldið; hún amma segir, að guð taki bara sálirnar í manni. — Sálirnar? Heyrðu, ég spurði hana mömmu um daginn, hvar sálin í mér væri. en hún var að vaska upp og sagði mér að spyrja heldur pabba, því þetta væri svo langt mál, og svo spurði ég pabba og veiztu hvað hann sagði? — Nei, hvað? — Hann sagði, að þetta væru allt sálar- laus kvikindi! — Saeði hann það? f alvöru? — Ja, ég veit það nú ekki. Hann var alvee svaka geðvondur. hann var nefnilega að skrifa skattskýrsluna. þú veizt, og bá er hann alltaf vondur út í alla. — Veizt þú kannski hvar sálin í manni er? — Ég held hún sé í munninum á manni. — Ha? — í einni sögu, sem amma sagði mér. þá voru hjón og maðurinn var að deyja og konan var svo hrædd um, að hann mund' ekki komast upp til guðs. að hún ákvað að fara með hann siálf. og hún setti poka fyrir munninn á kallinum og náði sálinni svo leiðis úr honum. Svo lokaði hún pokanum og fór með hann upp til guðs og kastaði honum inn í himnaríki. Hann hafði nefni- lega verið svo vondur, kallinn. — Ekki er ég með neina sál í munninum. Sjáðu bara. — Maður getur ekki séð sálina. Hún er ósýnileg. bað segir amma. Hún er bara þarna einhvers staðar uppí manni. Guð set- ur hana í mann begar maður fæðist. — Hvernig þá? 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.