Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 30
að mæðurnar missa ekki sam- bandið við barnið og venjast við að bera ábyrgð á því. Samkvæmt áðurnefndri könnun var tölu- verður hópur, sem hugðist reyna þetta úrræði. Loks er svo hinn stóri hópur kornungra mæðra, sem dvelst í foreldrahúsum og varpar oft ábyrgðinni yfir á for- eldra sína, einkum ömmu barns- ins. Eins og áður segir leiddi fyrrnefnd könnun í ljós, að lið- lega helmingur hinna ógiftu kvenna bjó heima hjá foreldrun- um. Svo gæti virzt í fljótu bragði að þær væru ekki á flæðiskeri staddar. Þær hafa samastað fyrir sig og barnið. Víst er grundvall- arþörfum um fæði og húsaskjól fullnægt. En í nútímaþjóðfélagi er talið að meira þurfi til að koma einstaklingi til þroska. Ef móðirin hefur hvorki atvinnu né möguleika til góðrar atvinnu, vegna menntunarskorts, hvaða hlutskipti bíður hennar og barns- ins í framtíðinni, þegar hún nýt- ur ekki lengur stuðnings foreldra sinna og fjölskyldu? Hér er að sjálfsögðu fyrst og fremst átt við þær stúlkur, sem eru atvinnu- lausar og hafa ekki stuðning barnsföður. Þegar ennfremur er höfð í huga sú staðreynd, að margar hinna ógiftu mæðra koma frá láglauna fjölskyldum, verða erfiðleikarnir enn augljós- ari. En könnunin leiddi í Ijós, að svo mun vera um þriðjung mæðr- anna. En það er ekki út í hött að staldra hér við önnur vand- kvæði, sem ósjaldan skapast, þeg- ar ógift móðir dvelur með barn sitt í foreldrahúsum fyrstu ár þess. Hér er átt við uppeldis- legu hliðina. Óhjákvæmilega leiðir þetta til þess, að margir að- ilar koma við sögu og ala barniö upp, hver með sína skoðun. Ekki verður komizt hjá árekstrum og taugaspennu, sem oft eitrar sam- band móður við foreldra sína og barnið. Barn, sem elst upp á heimili ömmu og afa, venst oft meira við að líta á þau sem foreldra en sína eigin. Tengslin verða oft og tíðum mun sterkari við móðurforeldrana. Hin unga móðir er stundum látin skilja, að hún hafi lítið til málanna að leggja, og henni er þokað til hliðar. Vitanlega er þetta allt gert í góðri meiningu, en það haggar samt ekki þeirri stað- reynd, að togstreita og ósam- kvæmni í uppeldi barnsins bitn- ar mest á því sjálfu og getur leitt til taugaveiklunar og hegð- unarvandkvæða. Þó verða vanda- málin fyrst verulega áþreifanleg, þegar sá dagur rennur upp, að móðirin giftist og flytur burt af heimilinu með barnið. Það miss- ir þá sambandið við heimili sitt og þá aðila, sem mest hafa mótað það. Tengslin milli þess og móð- urinnar eru e. t. v. mest á yfir- borðinu, og ef einnig kemur til skjalanna nýr faðir, þá vill þessi breyting verða mörgu barninu ofviða. — Ef til vill er þetta smá- útúrdúr, en nauðsynlegur samt. Eins og áður er getið, kom fram í fyrrnefndri könnun, að 63% mæðranna eru heitbundnar. Varðandi þær sem ekki voru í sambúð með barnsföður er eðli- legt að ætla, að fyrir þær sé um að ræða tímabundna dvöl í foreldrahúsum eftir fæðingu barnsins, þar eð gifting og stofn- un heimilis sé á næsta leiti. Það er einnig hægt að gera ráð fyrir, að einhver hluti hinna, sem ekki höfðu samband víð barnsföður, giftist síðar einhverjum öðrum. En fávíslegt væri að álíta, að þar með væru vandkvæðin ávallt úr sögunni. Hjónaband er ekki „líftrygging", sem varir að ei- lífu. Engin kona getur vitað það fyrirfram, hvort hún verður ein- stæð móðir eða ekki, enda þótt hún giftist. Þess vegna hlýtur það að liggja í augum uppi, að nauðsynlegt er að stuðla að auk- inni menntun ungra mæðra, svo að þær verði hæfari til að mæta þeim kröfum, sem samfélagið gerir til þeirra í uppeldislegum efnum og sem þegna í samfélag- inu. Vera má, að einhverjum finnist hér farið út fyrir efnið. Svo er þó ekki, því það hlýtur að teljast eitt af frumskilyrðum hvers einstaklings að hafa öðlazt þann undirbúning, að hann sé fær um að sjá sjálfum sér og börnum sínum farborða á sóma- samlegan hátt. En nú væri ekki úr vegi að athuga örlítið þær aðstæður, sem einstæðar, vinnandi mæður búa við. Það eru þær, sem ekki eiga neitt val. Þær geta ekki valið um að vera heima, meðan börnin eru ung, eða látið sér nægja að vinna hluta úr starfi. Afkomunn- ar vegna verða þær að vinna fullt starf. Samfélagið tekur lítið tillit til þessara mæðra eða barna þeirra eins og nú háttar til. Þó er sífellt klifað á því, að ungum börnum sé hollast að njóta umönnunar foreldranna a. m. k. 2—3 fyrstu árin. Hvers vegna er þá þessum börnum mis munað svo sem raun ber vitni? Dagheimilin, sem ýmsir telja neyðarúrræði, eru fyrst og fremst stofnanir fyrir börn einstæðra mæðra eins og allir vita, og þar alast þau upp fram að sex ára aldri. Hvað tekur þá við? Ekk- ert af hálfu samfélagsins, fyrr en þau eru sjö ára, en þá tekur skólinn við þeim nokkra tíma á dag, sem svarar kannski til þriðjungs þess tíma, sem móðir- in er fjarverandi við vinnu. Af hálfu hins opinbera fær hin ein- stæða móðir með barn á skóla- aldri enga aðstoð varðandi upp- eldi barnsins utan veggja skól- ans. M. ö. o. annað hvort verður hún að leita á náðir nágranna eða ættingja, að öðrum kosti verður barnið að vera eftirlits- laust og sjá um sig sjálft þangað til móðirin kemur heim. Að lokn- um fullum starfsdegi á vinnustað bíður hennar annað starf á heim- ilinu, sem hún verður óumflýj- anlega að inna af hendi. Þar er ekki öðrum á að skipa. Það ætti ekki að þarfnast sérstakrar skarpskyggni að sjá hversu rang- látt og óviðunandi þetta ástand er. Ef gera á sömu kröfur til þessara barna og hinna, sem ai- ast upp við eðlilegar fjölskyldu- aðstæður, þar sem báðir foreldr- ar sinna um þau, þá verður hið opinbera að láta í té aðstoð, sem létt getur mestu erfiðleikunum af hinum einstæðu mæðrum. í því sambandi mætti minna á þá lágmarkskröfu, að þessum börn- um verði séð fyrir griðastað all- an þann tíma, sem móðirin er fjarverandi vegna vinnu. Á und- anförnum árum hefur margoft verið bent á, að við skólana þurfi sérstakar deildir, sem sinni þessu verkefni. Erlendis hefur slíkt tíðkazt um langan aldur og þykir sjálfsagt. En hér eru ráða- gerðirnar ósjaldan látnar nægja í þessu sem og öðru. Rétt er nú, þegar dregur að lokum þessa greinarkorns, að fara nokkrum orðum um helztu úrræði, sem bætt gætu hag ó- giftra mæðra. Að vísu hefur þeg- ar verið vikið að ýmsu í því sambandi, s. s. mæðraheimilum. Enginn vafi leikur á því, að það er orðið tímabært fyrir löngu að setja á stofn hlýlegt og vist- legt heimili fyrir ógiftar mæður með nýfædd börn, þar sem þær geta átt athvarf í nokkra mán- uði eftir fæðinguna og e. t. v. síðustu vikur meðgöngutímans. Æskilegt væri, að mæðurnar fengju þar fræðslu um meðferð ungbarna og uppeldi þeirra. Enn- fremur kemur til greina að gefa þeim kost á tilsögn í matreiðslu og heimilishaldi. Jafnframt þessu væri reynt að búa í haginn fyrir móðurina eftir að hún yfirgefur heimilið. Þar væri efst á blaði hjálp við útvegun atvinnu og húsnæðis, gæzla fyrir barnið og persónulegar ráðleggingar með ýmis vandkvæði, sem að hönd- um kunna að bera. Þá þyrfti og að stuðla að bættri menntun ó- giftra mæðra. Á það hefur verið bent að framan og vitnað í nið- urstöður. Ekki verður hjá því komizt að nefna meðlagsgreiðslur og mæðralífeyri, þegar einstæðar mæður eiga í hlut. En hér verð- ur farið fljótt yfir sögu, en vísað í grein eftir frú Önnu Sigurðar- dóttur, sem birtist í þessu hefti. í íslenzkum lögum segir, að föður óskilgetins barns sé skylt að kosta framfærslu og uppeldi þess jafnt móðurinni. Nú er mán- aðarlegt lágmarksmeðlag úr al- mannatryggingum kr. 1.573. Það er sú upphæð, sem föður er gert að greiða. Þessi upphæð mun vera nægileg fyrir vistgjaldi á dagheimili. Eftir er svo allur annar kostnaður við framfærslu barnsins, sem ætti þá samkvæmt þessu einnig að vera 1.573 kr. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.