Samvinnan - 01.08.1969, Side 32

Samvinnan - 01.08.1969, Side 32
Hólmfríður Gunnarsdóttir: Fyrirvmnuhugtakið og goðsagnirnar „Lög mæla svo fyrir, að hjón- unum sé skylt að hjálpast að því að framfæra fjölskylduna með fjárframlögum, vinnu á heimil- inu og á annan hátt eftir getu þeirra og aðstæðum. Til fram- færslu teljast útgjöld til heimilis- þarfa og uppeldis barnanna, og einnig útgjöld til sérþarfa hvors hjónanna. Ef útgjöld til sérþarfa annars hjónanna nema meiru en því sjálfu er skylt að leggja fram til framfærslu fjölskyldunnar, skal hitt hjónanna greiða því peningaupphæð þá, sem með þarf, hæfilega upphæð í hvert skipti. Þetta ákvæði víkur að því, að maðurinn verður að leggja fram peninga til konunn- ar, þar sem það er hann, sem að jafnaði vinnur fyrir kaupi, en hún leggur fram sinn skerf með vinnu innan veggja heimilisins. Sérþarfir hennar, sem hún þarf fjármuni til að standa undir, eru til dæmis kaup á persónulegum nauðsynjum, svo sem fatnaði, snyrtivörum og öðru slíku, svo og fé til vasapeninga. Það, sem konan kaupir fyrir peninga- greiðslur samkvæmt þessu á- kvæði, verður eign hennar. Hér er þó það skilyrði sett, að frá þessu má víkja, ef það hjón- anna, sem í hlut á, oftast eigin- konan, hefur reynzt ófallið til þess að fara með peninga. Er þar með sleginn varnagli við óhæfi- legri eyðslusemi þess.“ (Letur- breyting greinarhöfundar). Þessi kafli er tekinn úr nýút- kominni Lögfræðihandbók, sem dr. Gunnar G. Schram tók sam- an. Til þess að gera sér einhverja grein fyrir þeim hugtökum, sem hér er einkum ætlunin að hug- leiða, þ. e. fyrirvinnuhugtakið og goðsagnirnar, er fyrst og fremst nauðsynlegt að kynna sér, hvað lögin segja um málið. Eins og fram kemur í ofanrit- uðu er svo kveðið á í lögum, að hjónunum sé skylt að hjálpast að því að framfæra fjölskylduna. En svo virðist sem lögin geri annars ráð fyrir því, að maður- inn vinni að jafnaði fyrir kaupi, en konan vinni sér fyrir „fatnaði, snyrtivörum og öðru síku“ — svo sem húsaskjóli og mat — „með vinnu innan veggja heim- ilisins“, sem maðurinn þá „sér fyrir.“ Lögin skera ekki úr um það, hvort foreldranna eigi að fá for- ræði barnanna, er hjón skilja, en þótt þráfaldlega komi fram, að talið sé „venjulegra“, að faðirinn hafi betri fjárhagslegar aðstæð- ur, segir í kaflanum þar sem fjallað er um þetta vandamál: „Hún (móðirin) hefur betri að- stæður oft á tíðum til uppeldis barnanna en einhleypur faðir. Er óhætt að fullyrða, að móðir, sem óskar að fá forræði barn- anna, fær það, nema sérstaklega standi á.“ Þar eð oftsinnis er bent á, og það með réttu, að karlmenn hafi að jafnaði betur launuð störf en konur, hljóta lögin hér að gera ráð fyrir einhverjum náttúruleg- um — eða öllu heldur yfirnátt- úrulegum hæfileikum, sem kon- an búi yfir, sem geri hana hæf- ari uppalanda en föðurinn. „Móðir óskilgetins barns fer með foreldravald yfir því. Af því leiðir, að faðir þess getur ekki ráðið högum þess eða uppeldi, þótt hann hafi gengizt við því eða verið dæmdur faðir þess.“ Þessi lög um réttindi föður hins óskilgetna barns segja betur en nokkuð annað, hver afstaðan er til föðurhlutverksins. Nú komum við strax að hinu atriðinu. Það er hefðin og goð- sagnirnar. Að hve miklu leyti eru skoðanir okkar byggðar á skynsemi, sem miðuð er við þennan einkennilega nútíma, sem við lifum í — eða þá bundnar hefðum? Nýlega var lesin í útvarpið barnasaga um Öddu litlu, sem bæði eignaðist lítinn bróður og lærði að synda. Það er mjög at- hyglisvert að hlusta á slíkar sög- ur, sem eiga að spegla daglegt líf lítillar stúlku. Adda vissi, að það var betra að hlýða pabba sínum — en mamma skammaði hana aldrei! Mamma er tákn hins staðfasta, ljúfa og blíða með kleinulykt í hárinu, en pabbi er inni í stofu mestan part eða í læknisvitjun- um með áhyggjuhrukkur á enn- inu. Það er ekki til að draga úr gildi þessarar annars ágætu sögu, sem allir krakkar hafa gaman af, þótt við sjáum hér svo skýra endurspeglun viðtekinna hug- mynda um hlutverk kynjanna. Við skulum vara okkur á orð- unum, áður en lengra er haldið. Fátt er hættulegra en orðin. Tökum til dæmis orðið kvenrétt- indi, sem fær hárin til að rísa á mörgum góðum náunga. í hug- um ýmissa táknar það ekki leng- ur réttindi kvenna, þ. e. sama og mannréttindi, heldur táknar það pilsvarga, fenjur, eitthvað ljótt og vont. Eða þá kommún- isti — ekki minnir það alla á manneskju, sem aðhyllist kenn- ingar Marx og Leníns eða Maós, heldur óþokka, föðui'landssvik- ara, mannhund yfirleitt. Heild- sali — ekki táknar það alltaf mann, sem selur vörur í stórum slumpum . . . Ég fer ekki lengra út í þessa sálma. Það þyrfti endilega að finna upp nýtt og vingjarnlegt orð, sem færi vel í munni og gæfi réttari mynd af því, sem nú á dögum er átt við, þegar talað er um kvenr........ þ. e. stöðu konunnar og karlmannsins í þjóðfélaginu — hlutverk kynj- anna eða hvað þið viljið kalla það. Það er athyglisvert, að áhug- inn á mannréttindum gengur í öldum, rétt eins og pilsasíddin. Eftir fyrra stríð gekk mikil frels- isalda yfir heiminn og kvenfólk- ið óð fram, hætti að tipla um blómskrýdda garða og læðast með veggjum. Það klippti hár sitt, stytti pilsin og dansaði charleston. En brátt urðu þær móðar. Loft- ið lak úr blöðrunum. Þær hlömm- uðu sér niður í bezta stólinn og sögðu: „Af hverju að vera að þessu bardúsi, þegar við getum látið sjá fyrir okkar andlegu og líkamlegu þörfum með því að vera veikbyggðar, dularfullar og vanþroska?" Einstaka kvenfólk nennti ekki að sitja kyrrt og heimtaði sömu laun fyrir sömu vinnu, kosninga- rétt og kjörgengi og ýmislegt fleira. í hita baráttunnar stigu þær nokkur spor, sem ýmsir nú álíta víxlspor. Kvenfólkið fékk þá ýmis for- réttindi, sem áreiðanlega eiga eftir að valda mörgum mannin- um höfuðverk og hafa reyndar haldið vöku fyrir fjölda manns nú þegar, sem vonlegt er. Margur faðirinn hefur orðið að sjá á bak kærum börnum, margur kokkálaður eiginmaður hefur orðið að borga konunni fyrir samveruna dýru verði. Ég hef heyrt kvartað undan því, að karlmenn hefðu ekki á- huga á hlutverkum kynjanna í þjóðfélaginu. Þeir fá áreiðanlega áhuga, þegar það rennur upp fyrir þeim, hvað þeim kemur þetta mikið við. Hvað mikið var frá þeim tekið, á meðan þeir sváfu sínum þyrnirósarsvefni. í dag skiptist kvenfólk í fjóra aðalhópa í afstöðu sinni til þessa máls. Gömlu konurnar sem enn eru með opinn huga fyrir nýjungum. Þær ylja sér við minningarnar um liðna baráttudaga, en mið- aldra dætur þeirra, sem gáfust upp eða hjökkuðu í sama farinu, hafa ekkert nýtt fram að færa. Fullþroska ungar konur, sem gera sér þann sannleik ljósan, að þær verða að vera starfhæfar, ábyrgar manneskjur, ef vel á að vera, og að það var óheyrileg skekkja að trúa því, að hjóna- bandið væri örugglega fullnægj- andi ævistarf. Loks eru svo yngstu konurnar, sem eru að kasta frá sér tækifærunum með brosi á vör, trúa því ekki, að heimurinn hafi breytzt síðan á Viktoríutímanum. Þær eru eins og maður, sem lærir ekki að synda, vegna þess að hann er svo viss um, að einhver muni bjarga honum, ef hann dettur í vatn. Það svarar ekki kostnaði að tala um fyrir slíku fólki. Það læra fáir af annarra reynslu. Og svo eru það goðsagnirnar, sem styðjast við hefðirnar. Ég heyrði utan að mér, að í leiðara eins dagblaðsins í Reykja- vík 19. júní sl. hefði því verið fagnað ákaflega, að konur hefðu nú hafizt handa um að safna fé til byggingar kvensjúkdómaspít- ala. Var þá um leið á það bent, hvað þetta væri við hæfi, þar eð eins og allir vissu væru konur sérstaklega lagnar við að líkna og hugga. Það væri þeim bók- staflega í blóð borið. Ekki vil ég leggja stein í götu þeirra kvenna, sem vinna að líknarstörfum, en aldrei hef ég heyrt á það minnzt, að ríkiskass- anum væri það í blóð borið að líkna og hugga, og hefur hann þó oft stuðlað dyggilega að bygg- ingu spítala. Hjúkrunarkonur hafa strokið svitann af enni margs aums manns, en læknar — jafnt karlar sem konur — hafa mörgum manninum bjargað frá bráðum dauða, og telst það naum- ast líknarverk, enda er þeim vel borgað fyrir það. Þegar tekið er tillit til brjóst- 32

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.