Samvinnan - 01.08.1969, Page 12

Samvinnan - 01.08.1969, Page 12
MENN 8EM SETTU SVIP Á OLDINA Marie Curie Vetrarnótt eina árið 1891 var pólsk stúlka að nafni María Sklodowska á leið um Þýzka- land til Parísar í lestarvagni fjórða farrým- is, þar sem hún varð að gera sér að góðu harðan hjarabekk alla leiðina. Draumur sem hún hafði lengi alið með sér um æðra nám í París var í þann veginn að rætast. Hún hafði orðið að leggja hart að sér til að afla farareyris, og viðskilnaðurinn við föður- land og ættingja hafði verið sár. En hún huggaði sig við það, að eftir nokkur ár mundi hún snúa aftur heim til Póllands og finna sér góða kennarastöðu í þeim fræðum sem stóðu hjarta hennar næst. María var 24 ára gömul þegar hún lagði útí óvissuna, sem nokkrum árum síðar átti eftir að færa henni heimsfrægð undir nafninu Marie Curie. María Sklodowska fæddist í Varsjá árið 1867, fjórum árum eftir að síðasta stórupp- reisn Pólverja var bæld niður af rússneska keisarahernum. Móðir hennar rak lítinn einkaskóla og faðir hennar, Wladyslaw Sklo- dowski, var menntaskólakennari í stærð- fræði og eðlisfræði. Foreldrar Maríu voru af pólskum lágaðli, en lítt efnum búin. Börnin voru fimm, fjórar dætur og sonur. Faðirinn var ákaflega víðlesinn og fjöl- menntaður maður. Þráttfyrir erfiðar efna- hagsástæður fylgdist hann mjög vel með öllum nýjungum í vísindum, einkanlega í efnafræði og eðlisfræði. Hann kunni latínu og grísku ekki síður en ensku, frönsku, þýzku og rússnesku. Hann þýddi verk er- lendra skálda í bundnu og óbundnu máli á pólsku. Fjölskyldan varð að hafa tíð vistaskipti vegna fátæktar, en menntun barnanna gekk fyrir öllu. María sótti pólskan einkaskóla þar sem hún var bezti nemandi bekkjarins. En til að fá inngöngu í háskóla urðu pólskir nemendur að sækja menntaskóla, þar sem öll kennsla fór fram á rússnesku, en pólska var stranglega bönnuð. Hún lauk mennta- skólanámi með prýði 17 ára gömul og hlaut gullpening fyrir frammistöðu sína, en fékk ekki inngöngu í háskóla, þareð rússneskir háskólar voru lokaðir kvenfólki. Sárafáir Pólverjar sóttu þessa háskóla, og árið 1905 hættu þeir algerlega að sækja alla ríkisskóla og þá einnig háskólana. í stað þess skipu- lögðu þeir eigin skóla með leynd, og stúd- entar beittu sér fyrir því að mennta verka- lýðinn. Tíðarandinn einkenndist af miklum vísindaáhuga. Heimspekingar einsog Aug- uste Comte og Herbert Spencer og vísinda- menn einsog Darwin og Pasteur voru í há- vegum hafðir. María smitaðist af þessum anda og las meðal annars bækur Spencers á frönsku. María var 18 ára, þegar eldri systir henn- ar, Bronía, fór til læknisfræðináms í París, þar sem hún giftist síðar pólska lækninum Dluski. Þau stofnuðu hið fræga Zakopane- heilsuhæli eftir heimkomuna. Faðir þeirra systra treysti sér ekki til að kosta nám Broníu í París nema að litlu leyti af hinum lágu kennaralaunum, þannig að María bauðst til að hlaupa undir bagga. Hún réðst sem einkakennari til Zurawski-fjölskyldunn- ar. í sumarleyfinu kom elzti sonurinn, Karol, heim frá háskólanum þar sem hann lagði stund á stærðfræði. Ástir tókust með þeim Maríu og Karol, en foreldrar hans lögðust gegn hjónabandi þeirra þareð dóttir menntaskólakennara þótti enganveginn jafn- kosta syni landeiganda. Karol varð síðar háskólakennari í stærðfræði og lifði fram- yfir seinni heimsstyrjöld. Hann var góður stærðfræðingur og ein kenning í vatnsorku- fræði er kennd við hann. Áhugi Maríu á stærðfræði hófst um svip- að leyti og hún kynntist Karol, og vera má að kynni þeirra hafi opnað augu hennar fyrir töfrum stærðfræðinnar. Eftir að María kom aftur til Varsjár starf- aði hún um skeið í Iðnaðar- og landbúnaðar- safninu, þar sem hún gerði fyrstu tilraunir sínar í eðlis- og efnafræði undir handleiðslu frænda síns, Jósefs Bógúskis. En ástarraunir hennar, áhugi á vísindum og lokaðar dyr háskólanna í heimalandinu urðu þess vald- andi, að hún afréð að halda til Parísar 1891. Hún ætlaði að fullnuma sig sem kennari í stærðfræði og eðlisfræði. En forlögin gripu 1 taumana og breyttu þeirri fyrirætlun. 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.