Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 26
Anna Sigurðardóttir: Að mannréttindaárinu liðnu Hinn 30. desember 1968 undir- ritaði ambassador íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Hannes Kjartansson, mannréttindasátt- málana tvo, sem voru tilbúnir til undirskrifta og fullgildingar fyr- ir mannréttindaárið. Sameinuðu þjóðirnar höfðu samþykkt, að árið 1968 yrði helgað mannrétt- indum um heim allan í tilefni þess, að á því ári væru 20 ár liðin frá því að mannréttinda- yfirlýsingin var samþykkt á Alls- herjarþinginu í París. Árið 1968 fékk heitið Mann- réttindaár. Meðal þeirra þjóða, sem undirrituðu mannréttinda- sáttmálana, voru Norðurlanda- þjóðirnar, sem munu ætla að hafa samvinnu um fullgildinguna. En það geta þær ekki fyrr en þær eru m. a. þess umkomnar að skuldbinda sig til þess að tryggja jafnan rétt karla og kvenna til þess að njóta allra þeirra réttinda, sem sáttmálarnir fela í sér, eins og komizt er að orði í 3. grein hvors þeirra. Annar sáttmálinn heitir al- þjóðasáttmáli um borgaraleg og pólitísk réttindi. 4. málsgrein 23. greinar hljóðar svo: „Þau ríki, sem aðild eiga að sáttmála þess- um, skulu gera viðeigandi ráð- stafanir til þess að tryggja hjón- um jafnstöðu (enska = equality, danska = ligestilling) gagnvart réttindum og skyldum við gift- ingu, á meðan hjúskapur varir og við slit hjúskapar. Við slit hjúskapar, ef um börn er að ræða, skal þess gætt, að þeim verði veitt nauðsynleg vernd.“ Þrátt fyrir fullyrðingar um jafnrétti í hjúskaparlögunum frá 1923, er þar ekki Um að ræða jafnrétti og jafnstöðu hjóna, heldur er jafnrétti karla og kvenna alrnenn meginregla. Að vísu er meginreglan við skilnað jöfn skipti á eignum (vafasamt réttlæti í sumum tilfellum), en á meðan hjúskapur varir er tekjuaflandi maki eftir lögunum einráður að kalla. Skv. mannrétt- indayfirlýsingu Sameinuðu þjóð- anna 1948 virðast menn hafa álitið jafnrétti milli karla og kvenna vera sama og jafnrétti milli hjóna. Af sáttmálanum er hins vegar auðsætt, að skilning- ur hefur vaknað á því, að jafn- rétti milli karla og kvenna al- mennt er harla lítilvægt, ef það nær ekki til að skapa jafnstöðu þeirra tveggja einstaklinga, karls og konu, sem eru stofnendur fjölskyldunnar, frumeiningar þjóðfélagsins. Um pólitísku rétt- indin, sem ísl. konur fengu fyrir rúmri hálfri öld, er áreiðanlega engin goðgá að segja, að aðstaða kvenna til að njóta kjörgengis- réttindanna hefur ekki verið söm og karlmanna. Hinn mannréttindasáttmálinn — alþjóðasáttmáli um efnahags- leg, félagsleg og menningarleg réttindi — minnir mann vel á (7. og 13. gr.), að enn hefur ekki tekizt að tryggja konum að- stöðu til að njóta þeirra réttinda, sem ýmis lög fela í sér, svo sem skólalöggjöf og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. íslenzkum konum er ekki búin jafnstaða við karlmenn í mennt- unar- og atvinnumálum. Áður en mannréttindaárið gekk í garð, var samþykkt á Alls- herjarþingi SÞ yfirlýsing um af- nám misréttis gagnvart konum. Að slík yfirlýsing skuli þykja nauðsynleg jafnhliða mannrétt- indasáttmálunum, er sönnun þess, við hve alvarlegt misrétti konur eiga að búa víða um heim. Meira að segja er í undirbún- ingi sérstakur sáttmáli um rétt- indi kvenna. (Sáttmálar eru laga- lega bindandi fyrir þær þjóðir, sem fullgilda þá). í yfirlýsingunni um afnám mis- réttis gagnvart konum er lögð mikil áherzla á nauðsyn þess að breyta almenningsáliti, afnema gamlar venjur og siði og uppræta þann hugsunarhátt, að konur séu körlum síðri. En sá hugsunar- háttur á rót sína að rekja til þess tíma, er spekingar fornald- ar og kirkjufeðurnir efuðust um, að konur hefðu sál, og álitu vafa- samt að telja þær með mannkyn- inu, og sömuleiðis til þeirrar skoðunar Platóns, að fengju kon- ur aðgang að andlegum verkefn- um, yrðu þær skilyrðislaust að afsala sér móðurhlutverkinu. Það eimir talsvert eftir af þess- ari skoðun: Stúlkum er oft ráð- lagt að fara ekki í langskóla- nám, af því að þær muni senn giftast og eignast börn. Platón var uppi á árunum 427 til 347 fyrir Kristsburð. Uppeldisáhrif hafa oft úrslitaþýðingu Þrátt fyrir ýmis lög, sem skv. orðanna hljóðan gera engan greinarmun á mönnum eftir kyn- ferði, er reyndin önnur. Jafn- staða kynjanna er í raun og veru aðeins á fyrsta æviskeiði manns- ins og við dauða hans: Meðferð ungbarna er söm, hvort drengur er eða stúlka, og jarðarfararsiðir eru samir. Börn eru ekki komin langt á legg, þegar farið er að mismuna þeim: „Vertu ekki að gráta út af þessu, eins og stelpa“, er sagt við litla drenginn í fyrir- litningartón, og við telpuna er sagt: „Vertu ekki að príla, eins og strákur". Þvílíkar uppeldis- aðferðir eru sennilega margfalt skaðsamlegri drengjum en stúlk- um frá sjónarmiði geðheilsu. Hve mörg slys, andleg og líkam- leg, ætli megi rekja til kröfunn- ar á hendur drengjum um hug- rekki og hetjuskap? Síðan kemur skólinn með mis- munandi handavinnu, sem bein- línis miðar að því að sannfæra unglingana um það, að önnur störf henti konum en köi'lum (sjá Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri, bls. 53—60). Hver áhrif þessi mismunur hef- ur á starfsval og framhaldsmennt- un unglinga, ætti að vera öllum ljós. Stúlkurnar fara í „kvenna- störf“ og piltarnir í „karlmanns- störf“. Menntun kvenna og störf utan heimilis Árið 1904 fengu konur fullan aðgang að Menntaskólanum í Reykjavík, og frá stofnun Há- skóla íslands hafa þær átt þar fullan rétt. Skv. lögum frá 1911 eiga konur „sama rétt eins og karlar til að njóta kennslu og ljúka fullnaðarprófi í öllum menntastofnunum landsins". — Til eru skólar, sem með lagabók- staf meina karlmönnum aðgang. Konur hafa að þessu leyti meiri rétt að lögum en karlar, og í stað þess að leiðrétta þetta, eru fram komnar óskir um að stofna menntaskóla, sem konur einar fái aðgang að. Þótt konur eigi rétt á inn- göngu í alla skóla landsins, er það í mörgum tilfellum aðeins pappú'sréttur. Meistarar í ýms- um iðngreinum vilja ógjarnan hleypa konum inn í sína stétt. Stúlkur komast því yfirleitt ekki í iðnskólana nema í „kvenlegu" iðnirnar. Pyrir uppeldisáhrif sækja stúlkurnar að vísu flestar í þær greinar, og sömuleiðis vegna uppeldisáhrifa geta meist- ararnir og stéttarbræður þeirra ekki unnt konum betur launuðu iðnirnar. Meginþorri kvenna í atvinnu- lífinu er í láglaunastörfum, en þau virðast ætluð konum, þrátt fyrir launajafnaðarlögin og lög um réttindi og skyldur og skyld- ur starfsmanna ríkisins, sem kveða á um jafnan rétt til launa og hækkunar í starfi. Hvar sem litið er, er sama sag- an, og eins þar sem starfsmennt- un er söm fyrir konur og karla, eins og t. d. í verzlunarstéttinni. Þar mun ástandið vera einna verst. Enda var í samningum verzlunarmanna, áður en launa- jafnaðarlögin fengu fullt gildi, skráð með skýrum stöfum í yfir- skrift 4 eða 5 efstu launaflokk- anna, að þeir væru fyrir karla. Rifbeinið hans Adams og iðnbyltingin Það á sér djúpar rætur, að konur afla sér ekki eins stað- góðrar menntunar og karlar. Or- sakakeðjan er löng og margslung- in: Rifbeinið hans Adams og þörf hans fyrir meðhjálp, kenn- ingar Aristótelesar um konuna sem ófullgerðan karlmann, fyrir- litning spekinga fornaldar á hjónabandi og konum, sálsýkis- legur hugsanagangur einlífis- munka og kirkjufeðra, skoðanir Luthers á notagildi og heimsku kvenna og síðast en ekki sízt iðnbyltingin, sem hóf innreið sína í Evrópu á 18. og 19. öld. Iðnbyltingin gjörbreytti hög- um giftra kvenna almennt. Hús- móðirin var ein vinnandi fólks heima, þegar iðnaðurinn kallaði húsbóndann og hitt fólkið út í verksmiðjurnar. Einhver varð að gæta barnanna og elda matinn. Þá var gott að geta gripið til lofsins um móðurástina, sem öllu vill fórna. Móðurástin var hafin í æðra veldi. Faðirinn vann fjarri heimili sínu langan vinnudag og hafði umráð yfir vendinum á kvöldin. Áður en iðnbyltingin hófst, framleiddi húsmóðirin ýmis selj- anleg verðmæti og hafði umsjón með vinnu fjölskyldunnar. Hér á landi var húsmóðirin verkstjóri innivið (fram á 14. öld voru heimagerð vaðmál aðalútflutning- ur íslendinga og á 17., 18. og 19. öld var prjónles flutt út í mjög ríkum mæli), en húsbóndinn var verkstjóri útivið. Nú eru flestar húsmæður að- eins vinnukonur sjálfra sín. Heimilisiðnaður og verkstjórn er ekki lengur í þeirra verkahring. Mömmur, ömmur og krabbamein Meiri hluti giftra kvenna hér á landi nú eru tekjulausar eða tekjulitlar húsmæður. Tiltölu- lega lítill hluti þeirra er í fullu atvinnustarfi. Sá hópur giftra kvenna, sem hefur einhver störf 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.