Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 36
— Heldurðu ég viti allt eða hvað? Hann bara setur hana þarna. — Svona eins og þegar tannlæknar setja falskar tennur í fólk? — Já, það hugsa ég. — Þú verður áreiðanlega að vita, hvar sálin í þér er, ef þú ætlar að verða trúboði. Pá trúboðar mikið kaup? — Það veit és ekki... — Iss, ég vil miklu heldur vera eins og dýrlingurinn. Sástu hvað hann sló bófana flott kalda í gærkvöldi. Fimm á móti einum og rotaði þá alla. — Nei, ég mátti það ekki. — Af hverju ekki? — Mamma vildi það ekki, hún er svo vond út í sjónvarpið. — Ætlar pabbi þinn ekki að kaupa sjón- varp bráðum? Pabbi minn keypti sjónvarp um leið og það kom. — Pabbi vill það alveg. Hann ætlar að gera það bráðum, það er bara mamma ... Mamma, hún vill nefnilega ekki fá sjón- varp, og í gærkvöldi... — Hvað þá? — Þau fóru að rífast. Þau eru alltaf að rífast núna. — Af hverju eru þau að rífast? — Það veit ég ekki. Þau eru bara alltaf reið. Pabbi fór að tala um þetta, þegar ég bað um að fá að fara til ömmu, og hann sagði, að þetta væri nú ekki hægt lengur. þau yrðu að fara að fá sér sjónvarp. Af því það eru nefnilega allir kallarnir á skrif- stofunni með sjónvarp nema hann — og það er ekkert skemmtilegt fyrir hann, þeg- ar hinir eru með það — finnst þér það? — Nei, heyrðu, kannski getur pabbi lán- að honum fvrir því, ha? — Þau eiga alveg pening fyrir því, það er bara mamma . .. hún vill það ekki. Hún sagði, að ef hann kæmi með þennan bölv- aðan imbakassa — hún kallar sjónvarpið alltaf imbakassa — inn á heimilið, þá gæti hann náð í nýja konu um leið. — Af hverju vildi hún fá nýja konu? — Nei, hún meinti það ekki — og svo rifust þau og rifust... — Um hvað? — Um allt — uppþvottavélina — mubl- urnar — íbúðina — allt. — Hva, er mamma þín vitlaus? Vill hún þetta kannski ekki heldur? — Hún er ekkert vitlaus — hún bara vill ekki sjónvarp, af því ... af því... af því bara hún vill það ekki. Heldurðu mamma mín sé eitthvað vitlaus? Hún er bara fullorðin. Allt fullorðið fólk er svona .. . Ég vildi bara, að hún og pabbi hættu a* vera a'ltaf svona reið. Ég sá svo eftir bví að biðja um að fara til ömmu að horfn á sjónvarnið. Þau fara alltaf að rífast, þeg- ar . . . Heyrðu, veiztu hvað mamma sagði? — Nei, hvað? — Hún sagði við værum ekki til. — Við? — Já. við — íslendingar. Við værum bara apakettir, sem gerðum allt eins og út- lendingar... — Já, en þeir eru líka miklu sniðugri en við. Búa til eldflaugar og kafbáta og allt. Heyrðu. kannski vill hún heldur amríska sjónvarpið? — Ertu vitlaus! Hún er langverst út í það. Hún vill ekki einu sinni herinn. 36 — Vill hún ekki herinn? En hver á þá að slást fyrir okkur ef það verður stríð? — Það veit ég ekki. Ég botna ekkert í því, af hverju hún er svona vond út í her- inn og sjónvarpið — pabbi var líka alveg öskuvondur og sagði, að hún vildi alltaf öllu ráða — veiztu hann sagði að hún væri bara bölv ... bara kommúnisti. — Er mamma þín kommúnisti? — Hún er bara mamma mín! Heldurðu mamma mín sé bölv... kommúnisti? Hún er bara mamma mín! Og svo fóru þau að tala um öskuhauga ... — Öskuhauga? — Já, ég skildi það nú ekki almennilega — en mamma fór að tala um einhverja kalla, sem gengju í öskuhaugana hjá Kön- unum á Vellinum. En svo lokuðu víst Kan- arnir öskuhaugunum og vildu ekki leyfa köllunum að taka draslið úr þeim, og þá urðu kallarnir svo svakalega vondir og vildu að Kanarnir opnuðu öskuhaugana aftur — mér finnst nú líka, að Kanarnir hefðu ekk- ert þurft að vera að loka þeim, þetta var hvort sem er drasl, sem þeir voru búnir að kasta. — En ég get nú ekki skilið, hvers vegna þau fóru allt í einu að tala um ösku- haugana hjá Könunum, þegar þau voru að tala um sjónvarpið. — Nei, ég skil það nú ekki heldur — fullorðið fólk er svo vitlaust — hættu þau svo að rífast? — Nei, pabbi varð bara ennþá reiðari og sagði, að þetta væri allt annað mál — og það finnst mér líka — en mamma mín er samt enginn kommúnisti! Og þá sagði mamma, að þessir kallar — þú veizt í ösku- haugunum — væru áreiðanlega frændur pabba og þeirra, sem hefðu kysst á lapp- irnar á Dönunum, þegar þeir voru að sparka í þá. — Ha ha, kysst á lappirnar á þeim — hver heldurðu kyssi á lappirnar á þeim, sem sparkar í mann? Er það nú! Heyrðu, hvaða Dönum? — Nú Dönunum — þeir réðu einu sinni yfir okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.