Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.08.1969, Blaðsíða 58
stofnuð og ráðstefnur haldnar til að auka hugmyndinni brautargengi. Max Schinkel, forstjóri í Disconto-Gesell- schaft, næststærsta banka í Þýzkaiandi, orðaði tilætlun þessarar hreyfingar svo, að hún skyldi tryggja Þýzkalandi „víðari grundvöll í Evrópu“ og renna efnahags- stoðum undir heimsveldisstefnu þess. Þegar árið 1912 gekk Walter Rathenau, einn gáfaðasti fulltrúi hinnar þýzku stórborgarastéttar, á fund Bethmans Holl- wegs ríkiskanslara og fékk talið hann á þá skoðun, að Þýzkaland yrði að stefna að tollabandalagi Miðevrópu. Rathenau var stofnandi Almennu raforkuiðjusam- steypunnar, og þegar í byrjun ófriðarins var hann skipaður forstjóri hráefna- deildar hermálaráðuneytisins. Hann skip- aði því einhverja mikilvægustu stöðu í hergagnaframleiðslu og stríðsrekstri Þýzkalands og lét það verða eitt sitc fyrsta verk í hinu nýja embætti að skrifa ríkiskanslaranum langa greinar- gerð um „Miöevrópu“-hugmyndina. Hann sagði það sannfæringu sína, að Þýzka- land yrði að hafa „Miðevrópu" sér að stoð og fulltingi, ef það ætti að halda hlut sínum sem heimsveldi milli Bret- lands og Bandaríkjanna annars vegar og Rússlands hins vegar. Honum virtist að framkvæma mætti „Miðevrópu“-hug- myndina með því að komast að sam- komulagi við Frakkland annars vegar, en stofna fullbúið tollabandalag við Austurríki-Ungverjaland hins vegar. Nú hefði styrjöldin gefið kost á að fram- kvæma hugmyndina, með valdi ef með þyrfti. Ríkiskanslarinn lét sannfærast fullkomlega af orðum og röksemdum Rathenaus, og upp frá því var „Mið- evrópu“-hugmyndin burðarásinn í stríðs- markmiðum Þýzkalands allt til loka. Kannski er þetta eitt skýrasta dæmið um hið ríka efnahagseðli heimsófriðar- ins fyrri, og gildir einu, hvort um er að ræða markmið hans eða orsakir. En alls- nakið birtist það í kröfum og markmið- um þýzkra stóriðjuhölda og formælenda þeirra. Það er til marks um hve átfrek þýzka stóriðjan var, að mestu bógar hennar, þeir Krupp og Hugo Stinnes, fögnuðu stríðsmarkmiðum Alþýzka sam- bandsins og urðu jafnvel harðari í kröf- um en sjálfur C'lass jústízráð. Stinnes lét sig til að mynda ekki muna um það að heimta teknar eignarnámi járn- og kolanámur Frakka í Normandí. í októ- bermánuði 1914 komu leiðtogar efna- hags- og fjármála í Þýzkalandi til fund- ar, og fyrir atfylgi Stinnes samþykktu þeir einum rómi að styðja kröfur Class jústízráðs, og dró sú samþykkt síðar mikinn slóða. Einn af fremstu leiðtogum hins kaþ- ólska Miðflokks, Matthias Erzberger, sem var í nánum tengslum við stórbankann Disconto-Gesellschaft og trúnaðarmaður Thyssens-samsteypunnar, samdi í sept- ember langa greinargerð um helztu stríðsmarkmið Þýzkalands og dró saman í þrjú atriði: að binda enda á óþolandi afskiptasemi Englands af Þýzkalandi í heimsmálum, að mola hið rússneska tröll mélinu smærra, að afnema veik- burða ríki á landamærum Þýzkalands, þau er hlutlaus þykjast vera. Til þess að svo mætti verða krafðist hann þess, að Þjóðverjar hefðu á hendi alla hina æðstu herstjórn í Belgíu og á Frakk- landsströnd; frá Calais til Boulogne, að innlimaðar yrðu allar námur i Longwy- Briey, að frelsa skyldi erlendar þjóðir undan oki Moskvu undir eftirliti þýzka hersins, að Pólland yrði konungsríki undir þýzkri fullveldisstjórn, en Austur- ríki-Ungverjaland afli sér landa í Ú'kra- ínu og Rúmeníu og Bessarabíu. Loks bar hann fram sundurliðaðar tillögur um að leggja striðsskaðabætur á hina sigruðu, svo miklar, að Þýzkaland fengi greiddan allan stríðskostnað og bætur fyrir tjón vegna styrjaldarinnar svo og allar inn- lendar ríkisskuldir. En frekastur alira í kröfum var stál- iójuholdurinn August Thyssen. Hann lét aihenda ríkisstjórninni langt álitsskjai 1 september 1914 og krafðist innlimunar Beigiu og franskra norðurhéraða ásamt borgunum Dunkirk, Calais og Boulogne, auk néraða á suðaustanverðu Frakklandi. 1 austurvegi krafðist hann Baltísku hér- aðanna og Don-dalsins ásamt Odessu, Krímskagans, Lvovhéraðsins og Kák- asuslanda. Til réttlætingar máli sínu taldi hann þörfina á að tryggja Þýzka- landi hráefni til frambúðar. Hann hafði sérstakan áhuga á málmnámum í Long- wy-Briey, námum Belgíu, járnmálmi i Don-dal og mangani i Kákasuslöndum. Og enn sótti Thyssen að fjarlægari mið- um: Hann skaut því að keisarastjórninni að leggja undir Þýzkaland leiðir um Rússland sunnanvert, um Litlu-Asíu og Persíu, en þar mætti veita brezka heims- veldinu rothöggið og vinna á því á Ind- landi og á Egyptalandi. Með þeim hætti einum taldi Thyssen, að Þýzkaland gæti orðið heimsveldi, en tvíeflt yrði það fyrst, ef efnahagslíf þess fengi aukinn mátt frá nýjum mörkuðum í þýzku mið- afrisku nýlenduríki, sem tæki einnig til Kongólanda, franskra og belgískra. August Thyssen hafði í álitsgerð sinni vakið athygh stjórnarinnar á því her- fangi, sem hafa mætti í austurvegi. í septemberstefnuskrá Bethmans Hollwegs hafði aðeins verið tæpt á stríðsmarkmið- um Þjóðverja í löndum Rússaveldis. Á þessum slóðum var Pólland vandamálið mesta, og þýzkir embættismenn, sem sendir voru á austurvígstöðvarnar til að rannsaka það og bera fram tillögur um lausn þess, voru i nokkrum vanda stadd- ir. Einn hinna „austrænu sérfræðinga" þýzku stjórnarinnar, von Reichenberg fríherra, skrifaði álitsgerð um þetta efni og lagði til að Pólland, í þeirri mynd er Vínarþingið hafði gengið frá því 1815, skyldi gert að konungsríki, sameinað Galisíu og innlimað veldi Habsborgara og gert að nýju krúnulandi, á borð við Bæheim. En ekki varð komizt að neinni endanlegri niðurstöðu um Póllandsmálið á fyrsta ári ófriðarins. Ágústmánuður 1914 var ekki liðinn, er háembættismenn Þýzka keisararikisins tóku að leggja nið- ur fyrir sér, hverjar kröfur skyldi gera til nlýlendna í Afríku. í þessari álfu hafði Þýzkaland, þessi síðbúni veizlugestur i nýlenduhófinu, eignazt megin þeirra ný- lendna sem yfirleitt féllu í hlut þess. Lönd Þjóðverja í Afríku voru dreifð: fyrir vestan þýzku Austurafríku lágu ný- lendur Belgíu; milli þýzku Suðvestur- afríku og Kamerún, sem einnig var þýzk nýlenda, áttu Portúgalar lönd og þá Frakkar. Auðvelt var að breyta þessu á landabréfinu. í lok ágústmánaðar 1914 fól utanríkisráðuneytið Wilhelm Solf, nýlendumálaráðherra Þýzkalands, að leggja fram tillögur um þau lönd í Afr- íku, er heppilegt væri að bæta við þýzk- ar nýlendur þar í álfu. Solf vann verk sitt samvizkusamlega, samdi ýtarlega álitsgerð um málið og fylgdi henni fjöldi landsuppdrátta. Nokkrum árum fyrir styrjöldina höfðu Englendingar og Þjóð- verjar rætt um það í mesta bróðemi að skipta á milli sín nýlendum Portúgals í Afríku. Þessum samningaviðræðum varð þó aldrei að fullu lokið, og svo kom stríð- ið. Nú vildi Solf taka aftur upp þráðinn, og hann lagði það til í álitsgerð sinni, að Portúgalar létu af hendi Angola og nyrðra helming Mozambik. Þá skyldi Belgía framselja Þýzkalandi Kongóríkið, Frakkar Afríkulönd sín við miðbaug allt norður að Tsjadvatni. Við Togoland hið þýzka skyldi bæta Dahomylandi frá Frakklandi og nokkrum öðrum skikum. Var þetta orðið hið fríðasta nýlenduríki, og gátu Þjóðverjar nú gengið þurrum fótum um veldi sitt, en höfðu áður orðið að sigla mikil höf til að komast á milli búa sinna í hinni heitu álfu. Nýlendu- samfella þessi var kölluð „Miðafríka" hin þýzka og hún skartaði meðal stríðsmark- miða Þýzkalands með álíka stærilæti og „Miðevrópa" heima fyrir. Skaðabætur voru eitt af stríðsmark- miðum Þýzkalands. Ætlunin var að ganga svo nærri fj andmönnunum í fjár- hagslegum efnum, að þeir yrðu lítt færir til stórræða síðarmeir. Einnig var þeim æolað að bera herkostnað Þjóðverja. í lok ágústmánaðar 1914 kvaddi ríkiskansl- arinn bankastjóra Þýzka bankans, Heff- erich, á fund sinn til að ræða skaða- bótamálið. Þegar styrjöldin hafði staðið í fimm vikur lagði Rathenau til, að Frökkum yrði gert að greiða 40 milljarða gullfranka. Um miðjan október var þess farið á leit við alla stórbanka Þýzkalands og einkabanka Gyðinga að semja álits- gerðir um striðsskaðabætur, hversu háar þær skyldu vera og hvernig skyldi greiða þær. Rikis-ka'nslarinn gait þesis, að til mála gæti komið að Bretar, Frakkar og Belgíumenn fengi að greiða skaðabætur með eignum sinum í Austurlöndum nær og fjær, ef þá skorti skotsilfur. Og hinir þýzku bankastjórar voru fljótir til að senda þýzku stjórninni álitsgerðir sínar ásamt mati á greiðsluþrótiti óviniannia. Á fyrstu mánuðum heimsófriðarins höfðu þýzkir stjórnmálamenn orðað kröfur sínar á hendur óvinaríkjunum og túlkað striðsmarkmið keisaradæmisins. Þei,ta hafði verið gert með þýzkri ná- kvæmni og nærri barnslegu þýzku blygð- unarleysi. En grundvöllur stríðsmarkmið- anna, hin snjalla hernaðaráætlun Schli- effens, bilaði í Marne-orustunni haustið 1914. Og það tók Þjóðverja fjögur löng og blóðug ófriðarár að sannfærast um. að stríðsmarkmiðin, sem þeir höfðu letr- að á herkumbl sín í sigurvímu fyrstu vikna styrjaldarinnar, voru blekking ein. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.