Samvinnan - 01.02.1970, Síða 19

Samvinnan - 01.02.1970, Síða 19
Freyr Þórarinsson: Unga fólkið og uppeldið Come fathers and mothers Througout the land And don’t criticize What you can’t understand Your sons and your daughters Are beyond your command Your old road is Rapidly aging So get out of the new one If you can’t lend your hand For the times they are a-changing. Bob Dylan Nú sem oft fyrr þykir mörgu eldra fólki sem jafnaldrarnir hafi brugðizt hlutverki sínu gagnvart vaxandi kynslóð hvað snertir þjóðfélagslegt uppeldi, enda sé hún nú illa villt vegar. Og Toyn- bee skrifar hugvekjur um hnign- andi dyggðir miðstéttar brezka heimsveldisins og bætir við að í „ölduróti eftirstríðsáranna" hafi vaxið upp stefnulaus græðgis- kynslóð sem aldrei geti erft heim- inn svo mynd verði á. Hverju sætir? Þjóðfélagslegt uppeldi hefur þann tilgang að innræta ein- staklingnum einhverjar grund- vallarforsendur, alhæfðar að mestu leyti, sem hann síðan ómeðvitað byggir á „aðferðir“ eða formúlur til að taka afstöðu til fyrirbæra með, og til að leysa með þau verkefni sem við er að glíma. Þá er ljóst að þær for- sendur sem uppeldi einstaklings- ins kennir honum að ganga út frá einkenna skoðanir hans og af- marka úrlausnarmöguleikana gagnvart sérhverju verkefni. Fé- lagslega þenkjandi maður hlýtur því að byggja á forsendum sem veita úrlausnarmöguleika ó helztu verkefnum samtímans. Foreldrar eða þeirra staðgengl- ar og þó einkum skólar og við- líka skoðanamyndunarstofnanir eru þeir aðilar sem annast upp- eldi er byggist á erfðum forsend- um, uppeldi handleiðslunnar. Hins vegar er það uppeldi sem hvílir á breiðari og oft ferskari grunni fremur í höndum hvers einstaklings og jafnaldra hans. Af þessu leiðir að á tímaskeið- um svæðis þegar eliment um- hverfisins breytast lítið eða ekki og vandamálin eru þess vegna nær hin sömu, verða áhrif upp- eldis foreldra og einhverrar myndar af skóla ríkjandi, enda byggð á hagnýtri reynslu. Ef hins vegar örar breytingar eiga sér stað eða stórfelldar, rýrnar eðli- lega gildi þeirra forsendna sem uppeldi handleiðslunnar leitast við að innræta einstaklingum, sumar verða úreltar þar sem þær eru dregnar af útdauðum stað- reyndum en aðrar eru gagnslitlar því þær veita enga úrlausnar- möguleika gagnvart nýjum verk- efnum. Þá verður þáttur sjálfs- uppeldis í hópi jafnaldra heilla- vænlegastur til að skapa ein- sýnilegt að ef íhuga skal hlut- verk hinna ýmsu þátta þjóðfé- lagslegs uppeldis verður fyrst að athuga breytingar á umhverfis- elimentum okkar síðustu tvo til þrjá mannsaldra og hvort sömu verkefnin eru enn efst á baugi og gengnar kynslóðir hafa glímt við. Hver eru helztu félagsleg og stjórnarfarsleg vandamál okkar daga, hverjar eru helztu sam- göngu- og samskiptaaðferðir okk- ar, og í tengslum við það, hver er stærð og íbúafjöldi þeirra svæða sem athygli okkar og áhugi beinist að daglega, og hvaða sameiginlegar hættur bein- ast að okkur og íbúum þessara „athyglissvæða" sem við og þeir getum átt samstöðu um baráttu gegn? Með öðrum orðum, lifum stakling með möguleika á félags- legri virkni. Einnig vex þá bæði innbyrðis samhygð æskunnar, hún finnur að jafnaldrarnir eru í sömu aðstöðu, og andstaða hennar gegn viðurkenndum upp- alendum sakir þess hún skynjar fánýti forsendna þeirra, og saman brýzt þetta út í einhverri mynd uppreisnar en afl hennar er eink- um háð því, hversu stór og/eða áríðandi hin nýju verkefni eru. Rétt er, áður en lengra er hald- ið, að gera sér grein fyrir því að ákveðnar forsendur hafa þó hald- ið velli gegnum síðustu aldir og eiga sér enn dygga fylgjendur og eru þess vegna ríkjandi þáttur í skoðunum þeirra sem lítt hyggja að hvort nýrra leiða sé þörf þegar glímt er við áður óþekkt verkefni. Þessar forsendur eru þær sem runnar eru af ýmsum rótum eignarréttar, svo sem lög- um, gjaldmiðli og réttindum á afrakstri af eign. Við þá sem á þessum forsendum reisa skoðan- ir og vinnubrögð er því ekki átt hér, þegar talað er um félags- lega hugsandi fólk, heldur þá sem vilja samhæfa vinnubrögðin verkefninu í stað þess að velja verkefni hæfilegt vinnubrögðun- um. En nóg um það. Á ofanrituðum grundvelli er við á tímum umhverfisbreytinga eða er okkur lítil þörf á öðrum úrlausnarmöguleikum en þeim sem forsendur foreldra, afa og langafa afmarka? Það er erfitt að nefna félags- leg og stjórnarfarsleg vandamál sem flestir eru sammála um að sé sá aðalvandi sem nútímanum er á höndum, en þó er óhætt að fullyrða að þjóðfélagslegar hrær- ingar um allan heim síðustu ár hafa leitt mjög skýrt í ljós þrjú meginvandamál sem báðir eða allir þrír valdapólarnir eiga við að etja og geta ekki leyst að nú- verandi hugarfari óbreyttu. Fyrst er það, að öll stórveldi reka eðli sínu samkvæmt útþenslupólitík, ekki endilega með beinum land- vinningum heldur og með öflun áhrifasvæða. í öðru og þriðja lagi veldur valdstjórnun á þjóð- félagi því að upp rís skrifstofu- bákn og þenst út unz enginn ræð- ur lengur yfir skriffinnskukerf- inu, það er ríki í ríkinu og ósnertanlegt, og einnig því að einstaklingnum eru gefnir mögu- leikar á að firra sig ábyrgð gagn- vart heildinni svo framarlega sem hann heldur sig í þeim ramma sem skriffinnskuvaldið setur hon- um, og af því leiðir félagslegt smnuleysi, versta óvin frjórrar hugsunar. Lítum þá á hvort mikilvægar breytingar hafa orðið síðustu mannsaldra á samgöngum og þar með samskiptaaðferðum hér á landi og erlendis. Saga sam- gangna á íslandi síðustu öldina er í einu meginatriði gjörólík sögu nágrannalanda okkar á því sviði, járnbrautarlestin á sér hér nær engan kapítula, og stökk- breytingin yfir í bílaöldina varð því enn áhrifaríkari og að auk' kom flug- og bílaöld talsvert seinna hingað á raunhæfan hátt og má segja að mín kynslóð sé fyrsta kynslóðin sem elst upp við bíla og flug á íslandi svo nokkru nemi. Ef svo er litið á upplýs- ingadreifingu hvers dags á frétt- um utan úr heimi og gætt að því að feður okkar og mæður ólust upp við fjarskipti og síma fyrst kynslóða og á þeirra uppvaxtar- árum voru dagblöð nýtilkomin, og við erum fyrsta útvarps- og sjónvarpskynslóðin, má glögglega sjá, að stærð þeirra heimshluta sem áhugi okkar og athygli bein- ast að daglega er ekki á nokkurn hátt sambærilegt við áhuga- og athyglissvæði jafnaldra okkarfyr- ir 50—60 árum. Þetta tvennt má kannski draga saman með þeim orðum að æskan nú, fyrst allra kynslóða, getur leyft sér að segja: „Ekkert mannlegt er mér óvið- komandi." Þá er komið að þeirri spurn- ingu sem mikilvægust er, hvaða hættur steðja stærstar sameigin- lega að öllum íbúum jarðarinnar. Þær eru tvær. í ræðu sem U Þant hélt á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna fyrir einu ári ræddi ihann fólksfjölgunina og afleiðingu hennar, hungrið. Ef allri þeirri fæðu sem við nú öfl- um frá degi til dags væri rétt- látlega skipt milli mannkynsins fengi enginn nóg. Innan þrjátíu ára tvöfaldast íbúafjöldi jarðar- innar með sama áframhaldi. Hann sagði að ef þetta vandamál yrði ekki leyst innan áratugs væri ljóst að gripið yrði til fas- istískra ráðstafana eins og að vana mikinn hluta mannkyns og útrýma þeim sem veikbyggðir væru og veiklaðir. Hitt vanda- málið er öllu stærra. Mengun í lofti og vatni af völdum úrgangs og reyks frá verksmiðjum mest- megnis, og af völdum dreifingar á skordýraeitri og gróðureyðandi efnum, og af völdum sápuefna, plasts og annarra afurða neyzlu- varnings gengur væntanlega af okkur dauðum áður en fólks- fjölgunin er komin á mikið al- varlegra stig. í því sambandi má geta skoðunar sem á sér nokkurt fylgi meðal vísindamanna, að það 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.