Samvinnan - 01.02.1970, Side 28

Samvinnan - 01.02.1970, Side 28
Dr. Jónas Bjarnason: Að spila póker fyrir hridge Kunnur íslenzkur hagfræðing- ur komst svo að orði, að lítið af hans lærdómi hefði komið að notum við íslenzk efnahagsvanda- mál. Svo tilgangslausar og til- viljanakenndar eru margar efna- hagsráðstafanir, sem þvingaðar eru fram af hinum sundurleitu hagsmunahópum þjóðfélagsins. Leikreglur efnahagslífsins eru þar af leiðandi smám saman orðn- ar svo flóknar, að það tekur unga hagfræðinga ef til vill mörg ár að læra þær til hlítar. Sú reynsla, sem þeir öðlast við það, er að vísu ágæt, en hún er jafnvel fremur á sviði íslenzkrar sál- fræði, stjórnmála og aðstöðu- brölts en hagfræði. Þá vaknar spurningin: Til hvers var þá að læra hagfræði? Afleiðingin er sú, að stór hluti íslendinga talar að- eins um sérfræðinga í háðuleg- um dúr, og orðið sérfræðingur er gjarnan ritað innan gæsalappa. íslendingar eru svo sérstæð þjóð, að þá munar ekkert um að koll- vorpa þrautreyndum kennisetn- ingum annarra þjóða og segja, að þær gildi ekki fyrir ísland(!) jafnvel þótt framfaraþjóðir Vest- urlanda, sem flestir íslendingar bera virðingu fyrir, eigi notkun þeirra framfarir sínar að þakka. Þegar ungir raunvísindamenn (skv. rannsóknaskilgreiningu OE CD) koma heim frá námi erlend- is, en þar nema þeir svo til allir, blasir við þeim svipuð ásjóna í vísindamálum og ríkir í efna- hagsmálum. Rannsóknastarfsemi á sviði raunvísinda er stunduð svo til eingöngu af ríkisstofnun- um, þ. e. rannsóknastofnun- um atvinnuveganna, Háskólan- um, Orkustofnuninni og fáeinum öðrum, sem stunda lítillega rann- sóknir. Hér ríkir víða merkilegt sambland ofstjórnar og van- stjórnar. Til stjórnar- og ráð- gjafarstarfa hafa verið sett á laggirnar ráð og nefndir, til- raunaráð og stjórnir. Þar sem svo mikið er í húfi, skal vel til vanda. Það þarf styrka hönd til að stýra brjóstvitslausum „sér- fræðingum“. Þetta er áreiðanlega allt saman gert af góðum ásetn- ingi, en gallinn er sá, að enginn getur stjórnað rannsóknum eða ráðlagt tilraunastarfsemi faglega nema sá, sem annað hvort tekur sjálfur þátt í rannsóknum eða er þeim nákunnugur og fylgist mjög vel með nýjungum á viðkomandi sviði. Aðeins þeir, sem uppfylla m. a. þessi skilyrði, vita nákvæm- lega hvað vísindi eru og hvers þau eru megnug á hverjum tíma við ákveðnar aðstæður. Hvort ráðgjafar og stjórnarmenn rann- sóknastofnana atvinnuveganna eru umræddum kostum búnir, get- ur hver dæmt fyrir sig, en þeir eru flestir fulltrúar sölusamtaka, landssambanda, félagssamtaka, ýmissa ríkisstofnana eða ráðu- neyta. Að forminu til er þetta of- stjórn, en í reynd vanstjórn. For- vitnilegt væri, ef gerð yrði at- hugun á öllum faglegum tillög- um, sem komið hafa frá öllum ráðunum og nefndunum. Hætt er við að ýmsum brygði í brún, ef enginn læknir væri í stjórn heil- brigðismálanna eða enginn prest- lærður maður í stjórn þjóðkirkj- unnar. Vísindaleg hæfni er ekki hlut- ur, sem lærður er í eitt skipti fyrir öll. Vísindamenn, sem einu sinni hafa getað kallazt því nafni, verða að vinna stöðugt að verð- ugum verkefnum, annars dagar þá uppi. Þróunin í vísindum er svo ör, að þetta verður með hverjum deginum sem líður æ augljósara. Eins og fyrr var get- ið, er rannsóknastarfsemi svo til einskorðuð við ríkisstofnanir, þ. e. innan fremur ósveigjanlegs embættismannakerfis, sem í fyrsta lagi veitir ekki nægilegt aðhald og í öðru lagi gerir til- færslur milli starfa mjög erfiðar. Þetta hefur á ýmsan máta þving- andi áhrif á rannsóknir yfirleitt og leiðir gjarnan til þess, að vís- indamenn bauka hver í sínu horni og stunda „einstaklings- vísindi", jafnvel þótt þau vinnu- brögð þyki úrelt á flestum svið- um erlendis, en hópvinna (team- work) vísindamanna fer þar mjög í vöxt, enda eru yfirburðir slíks starfsmáta viðurkenndir. Enginn er sérfræðingur á öllum sviðum, en flest vísindavandamál nútím- ans eru það margþætt, að marga fagmenn þarf til lausnar þeirra. Reyndar er mesta furða, hverju einstökum vísindamönnum hefur tekizt að fá áorkað innan þessa kerfis. Þeir vísindamenn, sem aldrei hafa stundað hópvinnu, eiga skiljanlega mjög erfitt með það og bregðast e. t. v. öndverðir gegn slíku. Sumir eru feimnir við að láta sjást, hvernig aðstæðurn- ar hafa leikið þá, en aðra brest- ur skilning. Þar fyrir utan gerir kerfið vart ráð fyrir þess konar vinnubrögðum. Vantrú á íslenzkum vísindum og vísindamönnum er mjög út- breidd í þjóðfélaginu. Er það sennilega alvarlegasta vandamál- ið, sem hrjáir íslenzkar rannsókn- ir. Er það næsta furðulegt, að íslenzkt þjóðfélag, sem veltir sér í tækniafurðum vísindaþjóðanna, skuli taka svo neikvæða afstöðu gagnvart hinum litla vísi ís- lenzkra raunvísinda. Verksum- merki þess getur víða að líta. ís- lendingar verja hlutfallslega um það bil þrisvar sinnum lægri fjár- hæð til rannsókna (þ. e. sem sam- svarar ca 10% af kostnaði við heilbrigðisþjónustuna) en t. d. Norðurlönd. Launakjör við rann- sóknastörf eru í engu samræmi við menntun og starfshelgun, þótt íslenzkir launastigar séu lagðir til grundvallar. Ráðuneytin veita ekki rannsóknastarfseminni nægi- lega vernd og sýna henni mjög takmarkað traust. Einstaklingar og atvinnufyrirtæki hafa mjög takmarkaðan skilning á að leita til rannsóknastarfsemi með vandamál sín, og stór íyrirtæki skirrast jafnvel við að taka tækni og vísindi í þjónustu sína, þótt full ástæða sé til. Einstakar rikis- stofnanir, sem eiga að vera eða verið gætu tengiliðir milli at- vinnuveganna og rannsóknastarf- seminnar, leitast við að ganga fram hjá vísindastarfseminni, sennilega í sjálfsupphefðarskyni. Of fáir virðast skilja, að vísindi er starfsemi til að spara peninga, en ekki öfugt. í upphafi kostar hún að vísu töluverð fjárútlát, en ef vel er haldið á spöðunum, greiðir hún þau margfalt til baka. Þessi kenning er ein af undir- stöðuatriðum bandarískra efna- hagsframfara. Vísindi ber á góma í dagblöð- unum nærri daglega um þessar mundir, en það nær lítið út yfir prentsvertuna þrátt fyrir eftir- tektarverðar tilraunir framfara- sinnaðra ritstjóra. Svo rótgróin er andstaðan. íslenzka brjóstvits- spekin þarfnast víðtækrar útrás- ar, sérstaklega í öllum hlutum viðvíkjandi atvinnumálum. í þeim málum þykjast flestir sérfræðing- ar. Fyrir utan vísindamen hafa t. d. verkfræðingar og arkítektar ekki farið varhluta af slíku. Víð- ast hvar skín handbragðsmenn- ing og hugsunarháttur hefðbund- innar frumframleiðslu í gegn í atvinnumálum. Margur landinn, þótt þunglyndur sé að eðlisfari, kemst í gott skap við að heyrp einhverjar ófarasögur af „sér- fræðingum“, „tölvuspekingum“ eða „bókaormum". Að slíkum starfsheitum eða viðurnefnum væri upphefð í sérhverju venju- legu þjóðfélagi. Svo virðist sem brjóstvitið hafi látið undan síga gegn örfáum há- skólafræðum. Má þar til nefna læknisfræði, lögfræði og guð- fræði, enda elztu kennslugreinar Háskóla íslands. Vildi nokkur láta múrara skera sig upp eða verja fyrir sig mál fyrir dóm- stóli? Ef einhver sjúkdómur þjáir atvinnulífið eða framleiðsluna, er nóg til af sjálfskipuðum sérfræð- ingum, sem grípa til hnífsins. Staða viðskipta- og hagfræðinnar gagnvart brjóstvitinu virðist í hættu sem stendur, sennilega vegna efnahagserfiðleikanna. Við- skiptafræðideild er ein af yngri deildum Háskóla íslands. Það er þokkalegt útlitið fyrir raunvís- indagreinarnar, ef þær þurfa ára- tugalangan meðgöngutíma við Háskólann, áður en þær njóta viðurkenningar þjóðfélagsins. Vísindi er starfsemi, sem þarfn- ast frjós jarðvegs, þ. e. skilnings og aðstöðu. Hinn hrjóstrugi ís- lenzki jarðvegur virðist aðeins móttækilegur fyrir örfá afbrigði af harðgerum afbrigðum af vís- indagróðri, sem þó þrífst illa. Með tilliti til sögu þjóðarinnar, landfræðilegrar legu, atvinnu- hátta og smæðar, er þetta vel skiljanlegt. Flest fyrirtæki og annar atvinnurekstur þjóðarinn- ar er byggður upp frá grunni af eigendunum sjálfum. Sízt ber að lasta það, og hafa margir þeirra staðið sig með hinum mesta sóma, en yíirleitt eru þetta menn, sem ekki hafa nema takmarkaða reynslu að byggja ofan á þekk- ingu annarra. Reynsla gömlu mannanna (í víðtækum skiln- ingi) er mest virði sem undir- bygging nýrra aðferða, en ekki til að móta leikreglur atvinnu- og efnahagslífs þjóðar á tíma- mótum. Það getur enginn búizt við því, að ljós hans skíni að eilífu. Það kostar a. m. k. félags- legan þroska að skilja það. Fjöldi háskólamenntaðra stétta, þar á meðal vísinda- og tækni- menn, eiga að hafa atvinnu sína af því að stuðla að framförum. Að vonum brestur bridgespilara þolinmæði, þegar þung öfl í þjóð- félaginu heimta, að spilaður sé póker! íslendingar geta að sjálfsögðu ekki jafnazt á við stórþjóðirnar í vísindum, en það er engin afsök- un til að forsmá þau. Framfara- þjóðir heims meðhöndla sín vís- indi eins og fjöregg sitt, en ís lendingar mega gæta sín að gera þau ekki að örverpi. Þióðin verð- ur að taka ákvörðun um, hvort hún vill afturhvarf til náttúrunn- ar með viðeigandi lífskjörum og landflótta fólks eða vill leitast við að halda í við a. m. k. Norður- lönd. Lífskjör uppgangsáranna eftir stríð byggðust ekki ein- göngu á varanlegri framleiðslu- ♦ 24

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.