Samvinnan - 01.02.1970, Page 35

Samvinnan - 01.02.1970, Page 35
Valgerður Gunnarsdóttir Schram: Fálagsþroski Islendinga í dreifbýli og þéttbýli til alls- kyns sérmenntunar, sem leiðir svo af sér hinn háskalega flótta æskunnar úr sveitum landsins. Rétt er einnig að geta þess, að á hinu almenna skólastigi, það er að segja í barna- og unglinga- skólum, er nær ekkert gert til að fræða unglingana um íslenzka atvinnusögu. Á því skólastigi er engin áherzla lögð á að kynna þeim sögu og þróun íslenzkra atvinnuvega. Þetta veldur svo því, að þegar þau ljúka sínu unglinganámi og þurfa að ákveða, hvert næst skuli halda, standa þau ráðvillt vegna þekk- ingarskorts, vantar skilyrði til rökréttrar ákvörðunar. Hin tak- markaða, aflvana starfsfræðsla, sem heita á að skólakerfið veiti á þessu stigi, hittir því ekki í mark. Undirstöðuna, þekkingu á íslenzkum atvinnuvegum, skortir. Það verður því meira og minna tilviljanakennt, inn á hvaða brautir unga fólkið leitar að loknu skyldunámi. Margt af því lendir á rangri hillu, með þeim afleiðingum að hæfileikar þess og starfsorka nýtast ekki, þjóð- félaginu til ómetanlegs skaða og einstaklingnum hvorttveggja til efnahagslegs og andlegs tjóns. Hávær er og sú gagnrýni, sem æðri skólastig verða fyrir, þar sem því er haldið fram, að kennsla þeirra sé úr tengslum við lífæð þjóðarinnar, atvinnu- vegina, og námshæittir þeirra miðist við seríuframleiðslu á „takmörkuðum" embættismönn- um, með einhæfa og stirðnaða sérmenntun og litla yfirsýn yfir þjóðfélagið. En er hægt að búast við því, að þeir aðilar, sem hafa með höndum stjórn íslenzkra skóla- mála, geri þær úrbætur er nauð- synlegar eru til bjargar íslenzku menningar- og atvinnulífi? Nei, það er ekki hægt að ætlast til þess, meðan þeir sömu menn halda fast við stjórnarstefnu, sem einkennist af trúleysi á allt sem íslenzkt er, stefnu sem býður upp á stórkostlega hættu fyrir ís- lenzkt efnahags- og atvinnulíf, og þá um leið menningu og sjálfstæði íslands. Þessi stjórn- arstefna íhalds og krata hefur nú í áratug unnið látlaust að því að útbreiða þetta trúleysi, með þeim afleiðingum að atvinnuvegirnir berjast í bökkum, og atvinnu- leysisvofan, sem æskan þekkti aðeins af sögum, hefur nú knúið dyra hjá þúsundum alþýðufjöl- skyldna. Trúleysi valdhafanna á íslandi sem sjálfstæðri heild og um leið lágkúruleg tilbeiðsla þeirra á erlendum auðhringum hefur komið í veg fyrir raunhæf- ar aðgerðir til styrktar atvinnu- lífinu. Það er ekki vandalaust að stjórna íslandi með öll þau sér- stöku vandamál, sem fámennið skapar. En það er hægt ef sósíal- ískum aðferðum er beitt og sam- vinna, samhjálp og félagsleg vinnubrögð eru tekin fram yfir ómannúðlegar kapítalískar stjórn- unaraðferðir. Fagurgali og sjálfs- hól forustumanna þjóðarinnar á tyllidögum breytir ekki þeirri staðreynd, að stefna þeirra hef- ur leitt yfir þjóðina stórkostlegri efnahagserfiðleika og atvinnu- leysi en þekkzt hafa áður í sögu íslenzka lýðveldisins. Hér er ekki tækifæri til að benda á allar þær siðferðilegu og efnahags- legu afleiðingar, sem atvinnu- leysið hefur leitt yfir þjóðina; slíkt væri efni í margar ritsmíð- ar. En það fer ekki fram hjá neinum, að það hefur stórlega dregið úr framtíðarmöguleikum hundruða ef ekki þúsunda ung- menna. Eða hvað skyldu það vera mörg ungmenni, sem ekki geta hafið framhaldsnám sitt vegna þrenginga atvinnulífsins? Dæmigert er ástandið í iðngrein- unum, þar sem nú er nær ógern- ingur að komast til náms. Hvað skyldu þeir unglingar vera marg- ir, sem hætt hafa. námi vegna fjárskorts nú þegar æðri mennt- un er orðin fríðindi þeirra einna, sem eiga efnaða foreldra? Eða hvað skyldu þau ungmenni vera orðin mörg, sem flúið hafa land- ið í atvinnuleit, og hve mörg þeirra munu snúa aftur? Ég gat þess hér að framan, að þjóð gæti verið auðug að hvers- konar náttúruauðlindum, en fá- tæk samt, ef hana skorti mennt- un og dug til að virkja þær sjálfri sér til hagsældar. ísland er á margan hátt auðugt land, þar sem öllum getur verið tryggð örugg lífsafkoma, ef skynsamlega er stjórnað. Sú uppbygging í at- vinnu- og skólamálum, svo og á öðrum sviðum þjóðlífsins, sem þjóðin óhjákvæmilega stendur nú frammi fyrir, er því vel fram- kvæmanleg ef félagshyggja og hagur alþýðustéttanna er hafður að leiðarljósi. í þeirri uppbyggingu og um- byltingu þjóðfélagsins mun það unga fól'k, sem nú er að kveðja sér hljóðs, taka fullan þátt og láta sér víti viðreisnarinnar verða til varnaðar. Að lokum vil ég svo þakka Samvinnunni fyrir það að hafa gefið ungu fólki tækifæri til að koma skoðunum sínum á ýmsum þjóðfélagsmálum á framfæri í þessu hefti ritsins. Því þótt það sé oft gott sem gamlir kveða, þá er það æskan sem erfir landið, og því hollt að heyra hennar álit. Sigurður Magnússon. íslendingar eru þumbarar. ís- lendingar þora ekki að hlæja, tala hátt eða vera glaðir innan um ókunnugt fólk. Hversu oft klingir þetta ekki í eyrum manns? Er þetta satt? Og hverju er þetta þá að kenna? Eðlinu, uppeldinu, veðrinu? Eflaust því öllu saman. En áhrifaríkasti þátt- urinn er þó vafalítið uppeldið, sem veitir okkur ekki þann fé- lagslega þroska, sem æskilegur væri. Okkur íslendingum er það svo óendanlega mikils virði að falla inn í fjöldann, „vera ekki asna- legir“ og helzt ekki segja eða aðhafast neitt, sem vakið gæti athygli eða valdið umtali. Og þetta er óskaplega erfitt. Það er ekki lítið álag að vera sífellt á verði, þurfa alltaf að hugsa sig um tvisvar, áður en maður gerir eitthvað, hvort það sé nú viðeig- andi eða ekki. Og þessa gætir í öllum félagslegum þáttum þjóð- lífs okkar. En við skulum halda okkur við unga fólkið og taka skólana sem dæmi. í barnaskólum er varla nokkuð til, sem heitið gæti félagslíf, eða kennsla í sjálfstæðri persónusköpun og umgengni við aðra. Hið eina, sem skólinn býður upp á, er jóladansleikur með til- heyrandi jólasveini og eplapoka. Stundum er þó æfður kór, oftast eingöngu skipaður stúlkum, og jólaleikrit æft, en meirihluti nem- enda kemur þar hvergi nærri. Engin markviss félagsstarfsemi, sem þróast ár frá ári og skilar 12 ára börnum sæmilega mótuðum og nægilega undir það búnum að mæta hinum erfiðu unglingsár- um, sem framundan eru. Og þá taka gagnfræðaskólarnir við. Þeir standa litlu betur að vígi en barnaskólarnir. Nú eru jú að vísu haldin skólaböll, þar sem öll hugsun krakkanna snýst um það að ná hvert í annað og skóla- stjórans að forða þeim við því. Allt saman afskaplega þroskandi!! Þá er það einnig svo í þessum skólum, að þar er engin aðstaða né heldur framtak til að kenna börnum og unglingum að meta verðmæti andans og listarinnar. Þar eru hvergi til bókasöfn, sem nokkuð kveði að, engin hljóm- plötusöfn, engin listaverkamynda- söfn (eitt sameiginlegt á höfuð- borgarsvæðinu og svo annað, sem gengi á milli skólanna úti á landi, væri nóg), og kennari getur varla —þó hann feginn vildi — kynnt nemendum sínum verk helztu andans manna á fullnægjandi hátt. Mörgu ungu fólki er hálf- vegis í nöp við þessa hluti; það heldur, að þetta sé eitthvað, sem fullorðna fólkið vill troða upp á það, og sú nasasjón, sem það hef- ur fengið, hefur verið svo handa- hófskennd, að hún spillir aðeins fyrir. Þannig standa málin, þegar skyldunámi lýkur. í framhalds- skólunum flestum er nokkurt fé- lagslíf, sem þó er innan afar þröngra takmarka. Með þátttöku í þessu félagslífi opnast mörgum nemandanum nýr heimur, og þeir læra hér fyrst að hugsa frumlega hugsun og koma henni á fram- færi, en þeir munu þó fleiri, sem aðeins eru þiggjendur og fylgjast með straumnum aðgerðalausir. Aðalathvarf unga fólksins er því skemmtistaðirnir. Og það er sennilega óheillavænlegasta þró- unin, sem átt hefur sér stað síð- ari ár. Sú spilling, sem fylgdi í kjölfar stríðsgróðans, hefur markað sín spor. Miðaldra fólk, þ. e. sú kynslóð sem ræður í landinu, hefur í leit sinni að ytri gæðum gleymt hlutverki sínu sem uppalendur. Efnishyggjan er það afl, sem ræður líferni þess, og dauðir hlutir gefa lífi þess gildi. Þetta sést bezt, þegar litið er á breytinguna á heimilisháttum síð- ustu áratuga, sem leitt hefur af sér aðskilnað kynslóðanna. Nú skal aðskilja kynslóðirnar þrjár. Þær ná ekki að blandast saman og kynnast náið lengur. Skemmt- anir og dansleikir eru haldnir fyrir hvern aldursflokk fyrir sig, og ungt fólk fær of sjaldan tæki- færi til að kynnast og blanda geði við fólk, sem er eldra því sjálfu. Það fær alltof fá tækifæri til að nema af því, heyra sjónarmið þess og vera félagar þess. Meira að segja stálpuð ung- menni eru send í önnur hús, þegar foreldrarnir hafa kunn- ingjaboð. Það er ekki viðeigandi, að þau séu viðstödd og verði vitni að því, að eldra fólkið varpi af sér hversdagsleikanum. Allt þetta hefur þau áhrif, að trúnaður og skilningur á milli kynslóða er bor- inn fyrir borð. Unglingarnir fara að pukrast og ljúga, rétt eins og fullorðna fólkið, og hallar þá oft á ógæfuhlið. Heimilislífið geldur þess. Sambandið er rofið, og hver lifir í sínum heimi. Og þjóðfélagið sjálft ber merki hins sama og heimilin. Þessi við- 31

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.