Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.02.1970, Blaðsíða 48
ólafur h. torfason LANDMENN MAGNA BRiELD fyrst örfá orð um undirmálssíld óþokka þyrfti til þess að ráðast vitandi vits gegn heilabúum íslenzkra barna svipað og bíóstjórar ihafa lengi gert með ræmum sérhvern sunnudag. væri líffærastarfsemi þeirra í lagi mundi þeim eflaust bjóða við því að hirða peninga af börnum fyrir að sletta vikulega i þau slíku graðhestaskyri sem svokallaðar ,,barnamyndir“ eru. í 5—10 ár á helzta þroska- skeiði sínu troðast íslenzk börn í bíóin klukkan 3 á sunnudögum. hugkvæmist þeim að líta uppúr pokkornspokanum eða hasarnum um hríð og fylgjast með því sem fyrir augu ber á tjaldinu er þrennt til: 1) þar er abatakosteló 2) þar er andrésína önd 3) þar eru allir yfirsig- komnir af kjaftshöggum. sameiginleg einkenni eru að ræman er vitlaus og bíóinu ódýr. þarvið má bæta að barnið kann hana utanað eftir langa viðkynningu sem ekki sér fyrir endann á. svo er ástæðulaust að gleyma því að ræman er auðvitað amerísk. í umræðuþætti um ræmur í hljóðvarpinu (sem ekki var fluttur) varð mér það á að gagnrýna þetta val islenzku bíóstjóranna á ræmum fyrir börn. formaður samtaka þeirra og forstjóri stærsta bíós í norðuratlantshafi lýsti því þá einarðlega yfir að hvergi í heiminum væru framleiddar ræmur sem sérstaklega væru ætl- aðar til sýninga fyrir börn. á öðrum norðurlöndum er gefið árlega heiðurs- merki og rífleg fjárhæð til beztu innlendrar barnaræmu sem gerð hefur verið á árinu. auk þess til dreifingaraðila sem útvegað hafa land- inu erlendar gæðaræmur fyrir börn. á ræm- veizlum eru veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir barnarœmur ekki síður en aðra ræm- flokka. á fyrrgreindum stöðum og annarsstaðar þarsem fólk hefur dálitla sjálfsvirðingu er for- heimskandi sull og fruss einsog íslenzkt ung- viði þekkir bezt pípt niður og gert landflótta á svipstundu ef svo ólíklega vill til að ringluð sál stingi áþekku moði í sýningarvélina. er- lendis er sem betur fer víða í áhrifastöðum grandvart fólk sem gerir sér glögga grein fyrir því að næmustu vandmeðförnustu og dýrmæt- ustu áhorfendurnir eru þeir yngstu — svo sjálfsagt er að huga meir en meðalvei að því sem að þeim er rétt. þess vegna hefur þróazt traust barnaræmgerð og heilbrigðar sýningar með mörgum þjóðum. þetta er íslenzkum bíó- stiórum allsendis ókunnugt um. geldingur eins- og sjónvarpið hefur meira að segja stungið undan þessum bisnissfíflum okkar með því að krækja í ýmis þessara verka — til dæmis frá svíþjóð. sérþáttur af faxaflóasíld fyrir skömmu var haldin fyrir atbeina æsku- lýðsráðs sýning á æskulýðsstarfsemi í reykja- vík — „til ánægju og fróðleiks um hið upp- byggilega starf sem unnið er í þágu borgar- æskunnar" að sagt var í prentuðu plaggi. fjármagn eyddist og áróður var settur af stað. þegar kvöldaði sýndu templarar skátar ofl þjóð- dansa svifflug osfrv. unglingarnir mættu. ég stakk þar inn nefi kvöld sem „kvikmynd" var auglýst á kynningarskrá kvöldsins. þegar til kom reyndist ræman bera öll einkenni þess að vera lán frá upplýsingaþjónustu bandaríkj- anna við hagatorg — glæst litmynd með amerísku tali. virðist nixon hafa tekið upp ein- kennilega öfgastefnu í hnattlíkana- og land- fræðsluátt varðandi málefni vor eskimóa því ekki sá ég betur en ræman væri öll af fólki í hinni svörtu afríku. unglingarnir tóku verkinu allvel. og raunar get ég ekki fundið nein hald- bær rök gegn nytsemi þess fyrir þroska reyk- vískrar æsku að henni sé kynnt líf og starf þjóðanna við miðbaug og ekkert dregið undan. en þetta afrek bókfærist þó ekki nema að helmingi á reikning æskulýðsráðs — sem á að „ganga fram fyrir skjöldu, þegar verkefni er að vinna, þar sem aðrir leggja ekki hönd eða er þeim um megn“ — eftir því sem geir hailgrímsson segir í fyrrnefndu sýningarriti. bókhaldsyf irlit það er ekkert nema sýndarmennska og dóna- skapur að smíða langar setningar fyrir fólk að lesa um ræmur og ungt fólk á íslandi. í því nepjulega gelgjuskeiðslýðveldi ráða gamlaðir afturkreistingar mestu í þeim efnum. völd þeirra og áhrif í innflutningi á erlendum ræm- um til sýninga hafa fram að þessu komið í veg fyrir að ungt fólk geti sótt margt annað með uppeldi sitt og reynslu um ræmur en á visinn afrétt bandarískra afsláttarhrossa og annars hólafénaðar. hvað íslenzkri ræmgerð viðvíkur er unga ísland á sama báti og það gamla — svo hefur verið um opinberu hnútana búið að ógerningur heitir það að unnt hafi verið að fást við slíka framleiðsiu vegna óhófstolla skatt- lagningar hafta og bölvaðs óhagrœðis á alla lund. vanti nú þetta hvorttveggja: listrænan grundvöll annarsvegar og rekstrargrundvöllinn hinsvegar — þá fer skiljanlega lítið fyrir því I æskuræmlífi sem hægt er að koma orðum að. svona veðurlag veldur því að ungu íslenzku fólki er ræmlistin viðlrka framandi og gömlu íslenzku fólki. arfleifð er ekki fyrir hendi á þessu sviði svo hér verður að opna alveg nýjan reikning hjá fjallkonunni þegar þar að kemur. lengst af hefur haustak ráðamanna á ræmlist- þroska minnar kynslóðar ugglaust á margan hátt verið ómeðvitaður og fyrirhafnarlítill vöðvalás líkt og kannski gerist hjá skeifugörn- inni. þetta eru glámskyggnir menn og dauf- gerðir en ekki sáleitraðir almennt. heill hópur: ráðherrar fulltrúar nefndagarpar forstjórar og áfram. í andvaraleysinu taka þeir einfaldlega ekki eftir krampa sínum frekar en hvítvoðung- ar og ekkert frekar þótt viðrekstur af ósjálf- ráðu átakinu setji óþverra í buxur sumra þeirra hvað eftir annað. hinsvegar er það dæmi óhrekjanlegt og eftir- tektarvert að nokkrir íslenzkir bíóstjórar hafa vísvitandi snúið rækilega uppá að minnsta kosti aðra höndina á þorgeiri þorgeirssyni þegar hann hefur dregið verk sln undan peys- unni — einu athyglisverðu tilraunirnar í inn- lendri ræmlist sem reyndar hafa verið. svipaða tilburði hafa þeir haft i frammi við ræmusýn- ingarklíkurnar f reykjavík. þrátt fyrir þessar ógæftir hefur ungt fólk ráðizt í nokkra útgerð til þess að rétta sinn hlut. bæði hvað snertir sýningar á gæðaræmum og ræmgerðina sjálfa. menntaskólarnir teljast helztu verstöðvarnar enn sem komið er. þar skilur á milli kynslóðanna að sú yngri er að búa sig af stað meðan sú eldri húkir rang- eygð og tannlaus á stéttinni og kaupir sjón- vörp. tækni við veiðarnar ungt fólk sækir bíó vöðvalæstra í æ minna mæli (það gamla er búið að gleyma hvað bíó er) — jafnvel kraftblakkir einsog dönsku klám- ræmurnar tosa varla uppí afskriftir. hér er ekki verið að ræða um 30% eðlilegt afát sjónvarps — einfalt og rökrétt viðbragð við því í heil- brigðu þjóðfélagi er að bíóunum fækki um 30%. hefur sú hvarvetna orðið raunin enda þótt í gegnum kvalastunur íslenzkra bíóstjóra megi greina heiftarlega reiðiskræki um opin- beran stuðning til handa gjaldþrota stríðs- rekstri þeirra á skynsemi almennings. raun- verulega vandamálið er allt annað. aðalmeinið og orsök þess aflabrests sem sárastur er þegar til lengdar lætur er að bíóstjórarnir hafa snúið uppá sig og þverskallazt við að læra nokkurn skapaðan hlut á sitt astikk. neita þaraðauki að hlíta kröfum tímans og hafa því ekkert lag á að kasta við núverandi skilyrði. þegar torfan veður allt í kringum þá með sporðaköstum og ropi má sjá þá á borðstokknum enn sem fyrr rorrandi þungbúna framí gráðið þyljandi félags- sönginn í síbylju: gull að sækja í greipar þeim geigvæna mar/ekki nema ofurmennum ætlandi var. vegna ótrúlega lélegrar og hugmyndasnauðrar kynningarstarfsemi hafa bíóin gloprað niður þeim áhorfendum sem þau hefðu nú í flokkum ef vel hefði verið að staðið. hefðu þau fylgzt af einhverri rænu með þeim straumum sem hríslazt hafa um alla ræmgerð undanfarin ár og brugðizt rétt við væri það þeim leikur einn að sprengja allar sínar nætur með ungu fólki. en hér opinberar sig aðeins óumfiýjanlegur baksláttur þeirrar stefnu íslenzkra bíóa að vilja láta almenning gera allt fyrir sig í stað þess að freista þess að gera eitthvað að gagni fyrir almenning. bíó er mikilvægur þjóðfélagsþáttur og siðferðileg skylda stjórnendanna að stuðla að sem beztu og þroskuðustu mannlífi. að fálmkennd og vanhugsuð tilþrif þeirra í þá átt skuli hingaðtil yfirleitt hafa mistekizt og borið með sér stórtap er sjálfskaparvíti sem þeir hafa unnið hraustlega að undanfarin ár. þetta má meira að segja sanna með nærtækum dæmum. víða um landið í mennta samvinnu og héraðs- skólum hafa sprottið upp svolitlar ræmusýning- arklíkur. þar er að myndast ný kynslóð þrosk- aðra kröfuharðra en þakklátra áhorfenda. útúr 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.