Samvinnan - 01.02.1970, Page 50

Samvinnan - 01.02.1970, Page 50
Sigurður A. Magnússon: ÍSLENZKA ÖLDUNGAÞJÓDFÉLAGIÐ Á ferðalagi um Norðurlönd á liðnu hausti kom ég að máli við nokkra danska og sænska blaðamenn og stúdenta, sem kunn- gerðu mér þau óvæntu tíðindi þegar talið barst að stjórnmálaástandinu í Evrópu, að þeir teldu ísland vera afturhaldssamasta ríki vestan járntjalds, ef frá væru talin einræðisríkin í Suður-Evrópu. Þessa skoðun byggðu þeir á persónulegum kynnum af landi og þjóð, að vísu stuttum, en að þeirra dómi nægilega löngum til að verða sér úti um nefnda sannfæringu. Einn viðmælenda minna var úr forustusveit hægrisinnaðra stúdenta í Danmörku og hafði verið hér í boði fyrir fáum árum. Hann var sízt vægari í dómi sínum um íslenzkt afturhald en hinir. Þessir menn, sem eru innbyrðis ákaflega sundurleitir í stjórnmálaskoðunum, voru í stórum dráttum samdóma um, að aftur- haldsviðhorf settu ekki einungis sterkan svip á íslenzka stjórnmálaflokka og dagblöð, heldur gegnsýrðu þau gervallt þjóðlífið, há- skólann og aðrar menntastofnanir, bók- menntir og listir, vísindastarfsemi og menn- ingarstofnanir, verkalýðsmál og trúmál. ís- lendingar væru rígbundnir fortíðinni, ættu mjög erfitt með að átta sig á nútímanum og hefðu þegar bezt léti mjög takmarkaðan skilning á þörfinni fyrir breytingar og bylt- ingar í þjóðfélaginu. Þeir væru andlega ennþá á stigi hins gamla og óhagganlega bændaþjóðfélags. Ég gat ekki með góðri samvizku andmælt greindum sjónarmiðum hinna norrænu kunningja, endaþótt mér þætti það koma úr hörðustu átt að heyra slíka umsögn af vörum dansks íhaldsmanns. Ég hef sjálfui lengi verið svipaðrar skoðunar og ekki farið dult með hana, en eftir heimkomuna velti ég þessum hlutum svolítið fyrir mér og reyndi að gera mér fyllri grein fyrir hugs- anlegum orsökum hins íslenzka afturhalds. Hvort bráðabirgðaniðurstöður mínar eru veruleikanum samkvæmar, skal ósagt látið, en ég hætti samt á að víkja að nokkrum atriðum sem kynnu að geta orðið til frekari glöggvunar. Það ætti að liggja nokkurnveginn í augum uppi, að ein meginorsökin fyrir afturhalds- viðhorfum íslendinga liggur í andlegu upp- eldi þjóðarinnar, sem hefur í furðulega rík- um mæli miðazt við upprifjun fortíðar og viðmiðun við liðna atburði. Af ýmsum meira og minna augljósum ástæðum eru íslend- ingar sögulega mótuð þjóð, lifa og hrærast í liðinni tíð, horfa fremur aftur en fram. Þessi mótun hefur að sjálfsögðu sínar já- kvæðu hliðar, eflir með landsmönnum rækt við fornan menningararf og aldagamlar hefðir, viðheldur samhengi í sögu og þjóðar- vitund og stuðlar að varðveizlu þeirra róta sem þjóðin er runnin af. En hér sem annars- staðar er þörf jafnvægis, mundangshófs. Of mikil binding við liðna tíð hefur lamandi áhrif á frumleik, frumkvæði og framtak á líðandi stund og heftir þannig alla fram- þróun, en stuðlar að stöðnun og andlegum doða. Þetta hefur tvímælalaust verið böl íslands í ríkara mæli en við kærum okkur um að játa. Af framtaksleysi og andlegum doða leiðir minnimáttarkennd og ósjálfstæði, sem birt- ist í sjúklegri áráttu til að hlíta forsjá ann- arra og apa alla hluti eftir þeim. Þessi árátta getur orðið svo skæð og yfirþyrmandi, að þeir sem henni eru haldnir gerist jafn- vel öfgafyllri og sanntrúaðri en hinir sem stældir eru og sleiktir. Ömurlegt dæmi þessa úr seinni tíð eru viðbrögð meiri- hluta íslenzkra stúdenta við áskorun banda- rískra stúdenta um stuðning við kröfu þeirra um tafar- og skilyrðislausa heimkvaðningu alls bandarísks herafla frá Víetnam. Meiri- hluti þeirra stúdenta, sem sóttu fund Stúd- entafélags Háskólans um Víetnam-málið, taldi sér ekki annað fært en taka upp hanzkann fyrir bandarísk stjórnvöld, Nixon og Pentagon, og munu þeir vera eini stúd- entahópur á Vesturlöndum, sem þannig fór að ráði sínu. Annað ömurlegt dæmi um ís- lenzkt þýlyndi birtist í vörnum stærsta blaðs landsins fyrir Agnew varaforseta Bandaríkj- anna, þegar hann réðst með offorsi á bandaríska fjölmiðla og skírskotaði til „hins þögla meirihluta", á sama tíma og Alþjóða- blaðamannastofnunin fordæmdi ummæli hans sem freklega árás á tjáningar- og prentfrelsi. Dæmi um óforbetranlegt og eðlislægt ís- lenzkt afturhald er náttúrlega harðskeytt barátta þingmanna og þjóðfélagsstólpa fyrir því, að við hverfum í menntamál- um aftur til 19. aldar fyrirkomulags á Bret- landi með því að gera Kvennaskólann að menntaskóla og staðfesta þannig áþreifan- lega misrétti kynjanna. Að gamalli og góðri hefð kallaði Morgunblaðið þá menn „komm- únista" og nytsöm verkfæri þeirra, sem legðust gegn þessu mikla framfaramáli afturhaldsaflanna á Alþingi. Slík dæmi mætti vitanlega margfalda. Önnur orsök íslenzks afturhalds er að mínu viti sú, að íslendingar hafa í ótrúlega ríkum mæli lotið stjórn og hlítt forsjá lög- fræðinga. Hlálegasta dæmið um það er kannski nýafstaðin „bylting“ í stjórn stærsta stjórnmálaflokks landsins, þar sem nýir menn með ferskar hugmyndir áttu að koma til skjalanna og marka nýja stefnu. Af 18 mönnum hinnar nýkjörnu stjórnar eru 12 úr stétt lögfræðinga, og mun það algert einsdæmi á byggðu bóli um stóran stjórn- málaflokk, sem aukheldur kennir sig við „allar stéttir". Nú sé fjarri mér að gera því skóna, að allir lögfræðingar séu afturhaldssamir eða að lögfræðingar séu ekki til margra hluta nytsamlegir. í hópi þeirra eru ýmsir merkis- menn, frjálslyndir og framsæknir, til dæmis sá sem ritar í þetta og næstu hefti Samvinn- unnar merkilegar greinar um íslenzka stjórn- málaflokka. Á hinn bóginn verður því varla móti mælt, að öll menntun og andleg þjálfun 46

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.