Samvinnan - 01.02.1970, Síða 51

Samvinnan - 01.02.1970, Síða 51
lögfræðinga sé mjög bundin fortíðinni, for- dæmum frá liðinni tíð, sögulegri hefð og hefðbundnum skilningi og túlkun. Þannig má til sanns vegar færa, að lögfræðingar séu sem stétt flestum öðrum verr fallnir til að móta og stýra þjóðfélagi, sem er í gerjun og örri þróun. Þeir eru hemill á allar breyt- ingar og framþróun í krafti menntunar sinnar og þjálfunar. Essið þeirra er status quo. Þarf því engan að undra þó þjóðfélag, sem jafnlengi og staðfastlega hefur mótazt af lögfræðingum, sé staðnað og ófrjótt. Það liggur beinlínis í hlutarins eðli. Dýrkun fortíðar og fordæma úr sögunni á sér hliðstæðu í dýrkun gamalla manna, sem „búa yfir lífsreynslu“, einsog það er gjarna orðað. Ekki kemur mér til hugar að gera lítið úr gildi lífsreynslu eða þeirrar þjálfunar, sem langur starfsdagur veitir. Hitt mun þó vera jafnsatt, að mannkindin sé þannig af guði gerð, að frumkvæði hennar, framtak og andlegt frjómagn taki mjög að dofna þegar árin færast yfir. Menn gerast gjarna með aldrinum makráðir og andvígir hverskonar nýjungum eða framþróun. Þetta er vitaskuld enganveginn einhlít regla, því margir aldurhnignir menn eru ungir í anda og margir yngri menn eru gamlir löngu af mörgum á þeim sjónarmiðum hinna nor- rænu gesta, sem vikið var að í upphafi þessa máls. Hér er semsé við lýði ómengað öldungaþjóðfélag, þar sem gamlir og lúnir menn ráða ferðinni og reyna af fremsta megni að sporna við allri endurnýjun og framþróun. Þessi tilhneiging kemur fram í öllum helztu stofnunum þjóðarinnar. Um það geta ekki sízt ungir vísindamenn og aðrir hámenntaðir hæfileikamenn borið, þegar þeir koma heim frá löngu námi með ferskar hugmyndir og ný viðhorf. Nálega undantekningarlaust er öll þeirra viðleitni kæfð í fæðingu, þannig að þeir hrökklast annaðhvort úr landi eða draga sig inní skel og reyna að semja sig að siðum staðnaðs og ófrjós kerfis, þar sem flokksklíkur dauð- ar úr öllum æðum standa straum af jarðar- fararkostnaði nýrra hugmynda. Þau sárafáu dæmi þess að ungir menn hafi tekið við stjórn stofnana eða samtaka og fengið verðug verkefni eru órækt vitni um, á 'hvaða villigötum íslenzka öldunga- þjóðfélagið er. Hef ég þar til dæmis í huga Leikfélag Reykjavíkur og Hið íslenzka bók- menntafélag, sem bæði tóku eftirtektar- verða fjörkippi þegar ungir menn voru kvaddir þar t:l forustu. Gagnstætt dæmi er íslendingar voru undir fertugsaldri. Af þeim hópi voru 87.199 undir tvítugsaldri, en 52.516 á aldrinum 20 til 39 ára. íslendingar á kosningaaldri voru semsé 125.496, og af þeim voru 41,85% á aldrinum 20 til 39 ára, en áttu einungis tæp 8% þeirra fulltrúa sem sitja í helztu stofnunum og stjórnum félagssamtaka. Tekið skal fram að meðal- aldurinn í yfirlitinu er reiknaður í heilum og hálfum árum, þannig að brotin aftan við kommu tákna tugi en ekki mánuði. Sé litið á skrána, kemur í ljós, að einungis í einu tilviki er meðalaldurinn rétt fyrir neðan fertugt og í fjórum tilvikum öðrum fyrir neðan fimmtugt. Hinsvegar er hann í fimm tilvikum fyrir ofan sextugt. Á síðasta ári lækkaði meðalaldur í Þjóðleikhúsráði úr 64 niður í 57 ár, þegar Eyvindur Erlendsson (33 ára) tók sæti Halldórs Laxness. Þessar niðurstöður hljóta að orka allt annað en uppörvandi á þann fjölmenna hóp ungs fólks sem er að koma til starfa í þjóðfélaginu. Hann horfir framá það, að hæfileikar hans fá sennilega ekki að njóta sín til fullnustu fyrr en hann er kominn af léttasta skeiði og á að bak: beztu og frjósömustu æviárin. Til samanburðar má geta þess, að á liðnu fyrir aldur fram, en meginreglan er tví- nýveitt embætti ráðuneytisstjóra iðnaðar- mælalaust sú, að starfsþrek, frjósemi og mála, þar sem aldurhniginn og starfslúinn hausti tók 43 ára gamall maður við stjórnar- taumum í Svíþjóð, John F. Kennedy var 44 Meðalaldur í nokkrum stjórnum og stofnunum Undir Stofnun Fjöldi Meðalaldur Yngsti aldur fertugsaldri : Alþingi 60 54 ár 38,5 ár 2 Ríkisstjórn 7 56 — 44,5 — Borgarstjórn Reykjavíkur 15 46,9 — 33,5 — 2 Hæstaréttardómarar 5 58,2 — 52,5 — Rannsóknarráð ríkisins 19 54 — 43,5 — Útvarpsráð 7 51 — 45,5 — Þjóðleikhúsráð 5 57 — 33 — 1 Monntamálaráð 5 52 — 44 — Úthlutunarnefnd listamannafjár 7 51 — 37,5 — 1 Stjórn Norræna félagsins 7 63,1 — 49,5 — Stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja 11 45,6 — 29 — 3 Stjórn Sambands íslenzkra samvinnufélaga 9 61 — 46,5 — ■ Stjórn Alþýðusambands íslands 15 47,6 — 29 — 2 Stjórn Búnaðarfélags íslands 3 68,5 — 55,5 — : Stjórn Stéttarsambands bænda 5 64,5 — 55,5 — Stjórn Sjómannasambands íslands 7 57,4 — 41 — Stjórn Landssambands íslenzkra útvegsmanna 15 58,4 — 41,5 — ' Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 9 61,6 — 47,5 — Framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands íslands 5 58,5 — 42,5 Stjórn Landssambands iðnaðarmanna 7 51 — 39 — 1 Stjórn Félags íslenzkra iðnrekenda 5 48,2 — 40 — , Stjórn Landssambands islenzkra verzlunarmanna 9 39,9 — 29 — 4 St'jórn Kaupmannasamtaka íslands 5 53,6 — 47,5 — Framkvæmdastjórn íþróttasambands íslands 5 53 — 41,5 — Háskólaprófessorar 49 52,2 — 33 — 6 296 22 framtak manna sé mest á aldrinum milli þrítugs og fimmtugs. Þá eru menn opnastir fyrir nýjungum, frumlegastir og afkasta- mestir. Ég gerði mér það þessvegna til dundurs á dögunum að kanna 25 helztu stofnanir og stjórnir félagssamtaka hins íslenzka þjóð- félags í því skyni að finna meðalaldur þeirra manna sem þar gegna ábyrgðar- og trúnað- arstöðum. Niðurstaðan birtist í yfirlitinu, sem fylg:r þessum línum, og get ég ekki neitað því, að hún kom mér á óvart. Hins- vegar felur hún án efa í sér eina skýringu maður var tekinn framyfir ungan og dug- mik:nn hæfileikamann. Af þeim 296 mönnum, sem veita forstöðu 25 helztu stofnunum og félagssamtökum ís- lendinga, eru einungis 22 undir fertugsaldri og 3 undir þrítugsaldri (reyndar emungis 2, því sami einstaklingur gegnir tveimur nefndra embætta). Þetta er ótrúleg útkoma í þjóðfélagi þar sem mikill meirihluti þegn- anna er undir fertugsaldri og stór hluti milli tvítugs og fertugs. í árslok 1968 voru landsmenn samtals 202.695 talsins. Þaraf voru 62.980 fertugir og eldri, en 139.715 ára þegar hann var kosinn í æðsta embætti Bandaríkjanna, og þegar Wilson forsætis- ráðherra Bretlands endurskipulagði ríkis- stjórn sína í vetur og skipaði 20 nýja ráð- herra, var meðalaldur þeirra 37 ár og þó- nokkrir undir þrítugsaldri. Ég bendi á þess- ar staðreyndir einungis til að leggja áherzlu á, að þjóðir, sem framarlega standa í nú- tímanum, gera sér ljósa gre:n fyrir þeim fjársjóðum sem fólgnir eru í starfsfjöri, hugkvæmni, frumleik og þori ungra manna. Hvenær skyldu íslendingar gera sér það ljóst? 4 47

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.