Samvinnan - 01.02.1970, Qupperneq 55

Samvinnan - 01.02.1970, Qupperneq 55
Jónas Friðrik: 51]óð 21. ÁGÚST 1968 Hér óx hvítt blóm við veginn einn dag einn bjartan dag — og nú er það horfið. Járnsleginn hæll þinn þlóðidrifin hönd þín augu þín sem hata hvít blóm. Glottandi treður þú á hvítum krónublöðum í brúnu flagi en augu þín sjá ekki blómin sem vaxa í hjörtum okkar þess vegna munt þú deyja. Hvít blóm munu vaxa allt í kringum Þig og þrengja að þér unz þú kafnar einn — aleinn og blóðugur. LANDNÁMSMAÐUR ÍSLANDS (án tillits til skráðra heimilda) Ólíft var orðið heima, ættingjar tregir að gleyma þeim, sem af öðru en elli andaðir hnigu að velli. Nú var að flýja eða falla — fyrst ég draþ ekki alla. Út hélt á einni skútu. Ásamt með frú og pútu, fimmtán húskörlum feitum, fjöldi af svínum og geitum, hestum, hænsnum og nautum hírðist á þiljum blautum. Hrútarnir höfgum tárum hágrétu. Skip á bárum veltist, svo ultu ærnar, ei fengu staðið í tærnar. Griðkonur átta ungar, item tvær gamlar, þungar, mæddust þar milli tjalda, máttu ei vatni halda. Ældi það allt og stundi. Ástfólgnum smalahundi dauðum í hafið henti, hræddur sá líf sitt enti óvanur öllum þvotti. — Óðinn líkni hans skotti. Loks eftir langan vanda lánaðist oss að stranda upp undir íslands klettum, úfnum á svip og grettum. Þar var frú minni fargað, en flestum verðmætum bjargað. ísland með eldi og fönnum aldrei troðið af mönnum (utan þeim írsku prestum, er ég kálaði flestum) fagnar hér frelsi glaður þinn fyrsti landámsmaður. VIÐ DYS STEINALDARMANNS Hér liggja þá hnúturnar þínar virðulegi forfaðir. Þú hvílir einn. Einhversstaðar á leiðinni barst þú grjót að henni sem gætti elds þíns og ól þér börn. Þegar fætur þínir gerðust reikulir lagðist þú hér út af og horfðir á börn þín safna að þér grjóti. Síðan gengu þau á brott. Gangan gegnum aldirnar markaðist steinhrúgum við veginn. í dag nem ég svo staðar eitt andartak á leiðinni til baka til að votta þér virðingu mína: Hví gaztu ekki álpast til að bera út krakkaormana þína karlasni? ÁLFKONAN (dramatísk ástarsaga) Um vornótt bjarta og blíða þú birtist í hvítri nekt og ég hafði aldrei áður unað slíkan þekkt. Þú kvaðst vera álfkonan unga, óræð sem vindanna spil, og værir jafnt nafnlaus sem nakin, og nafn mitt ekki til. Þú hvarfst eins og dulúðgur draumur er dagur í austrinu rann og síðan ég lengi í leiðslu leitaði, en ekkert fann. En loks er leitin á enda, einn laugardag sá ég þig, en þagði því að mig uggir að þú viljir finna mig. Og nú eru töfrarnir týndir og tárin, því ég hef séð álfkonu aka barni, sem enginn borgar með. VASAHANDBÓK PIPARSVEINSINS Vanti þig konu og viljirðu ráð þess vitra í alvöru heyra, þá hef á bréfsnifsi heilræði skráð um háralit kvenna og fleira. Ef svarthærða eignast þá undrar ei mig, þó indælt sé brjóstið og maginn, að setji ’ún í rúminu rassinn í þig og ræni’ af þér veskinu á daginn. Þær Ijósu oss heilla, en lítum með sann á leyndardóm traustustu raka, þær elska jú gjarnan hvern ein- hleypan mann, en ekki sinn löglega maka. Þær rauðhærðu eiga sitt ólgandi blóð og ástina heita þér sverja, en skapið er eimyrju ólgandi glóð og eiginmenn sína þær berja. En láttu ei hugfallast, loks kemur sú, er Ijá mun þér tryggð sína alla og fer ekki burt, verður falslaus og trú, já, fáðu þér konu með skalla. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.