Samvinnan - 01.12.1971, Side 17

Samvinnan - 01.12.1971, Side 17
KDMIÐ - SJÁIÐ - SANNFÆRIZT greinarnar, „taka úr þeim saum“, sem kallað er. Og ég er líka þeirrar skoðunar, að hon- um beri að strika úr greinun- um málleysur og skakkar sam- tengingar orða, sem oft eru pennaglöp. Áður en ég slæ botn í bréf- miðann, vil ég benda á eitt í fari ritstjórans. Hann skrifar jafnan leiðara í ritið, og tel ég slíkt hárrétt. Er þar gerð nokk- ur grein fyrir efni ritsins og einnig slegið út í aðra sálma. í umræddu hefti fer ritstjórinn nokkuð inn á Rauðsokkahreyf- inguna og skýrir tilgang henn- ar. Telur hann með réttu að kvenþjóðin yfirleitt eigi ekki litla sök á smárri þátttöku kvenna í almennum málum, einkum stjórnmálum. Þá réttir hann olnbogaskot ýmsum sér- félögum og klúbbum svonefnd- um, og er það líka skaðlaust. Þessir klúbbar vinna að vísu einatt þarft verk, einkum í kaupstöðum og kauptúnum, með stuðningi við ýmis menn- ingarmál, og nefni ég þar til svonefndan „Ljónaklúbb". Rót- ary er öllu staðnaðri og ein- staklingsbundnari. En þessir klúbbar hafa líka gott af að fá gagnrýni. Þeim hættir sumum til að ofmetnast af verkum sín- um og taka þá á sig nokkurs konar auglýsingabrag. Og ekki meira um það. En það, sem ég vil að lokum brýna fyrir rit- stjóranum, er, að hann láti prenta leiðara sína með sams- konar letri og greinarnar að- sendu. Bréfin mega gjarna vera með smáletrinu. Tel ég að stytta mætti aðsendu grein- arnar eða fella sumar niður, sé ritið svo yfirfullt, að rúm þess þoli eigi þessa tilhögun. Þetta er nú þegar orðið full- langt rabb, og hlýt ég hér að slá í botninn. Með vinsamlegri kveðju. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. ÞÆGILEGUR - STÍLHREINN - FALLEGUR hrf IHIDSCaMDNaVIHIDSIIID ih.if. Auðbrekku 63 Kópavogi — Sími 41694 VENUS-LUX HVÍLDARSTÓLLINN Gjafapakki frá DOROTHY GRAY er bezta jólagjöfin. Gæði vörunnar óumdeilanlega FRÁBÆR og verðið hagstætt. Heildsölubirgðir: G. ÓLAFSSON H.F. Aðalstræti 4 — Símar 15668 og 24418 _____ . 17

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.