Samvinnan - 01.12.1971, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.12.1971, Qupperneq 27
Dr. Björn Björnsson, Gunnar Björnsson og Sveinbjörn Bjarnason. hag náungans, hvort sem hann er trúaður eða ekki, og hún mun beita sér fyrir öllum þeim endurbótum á þjóðfélagskerf- inu sem hún veit beztar og sannastar á hverjum tíma. Og þar hefur hún aðeins eina við- miðun; það er að þessi maður, náungi minn, geti lifað mann- sæmandi lífi og með mann- sæmandi lífi á ég við, að hann hafi frelsi til að elska náunga sinn. Þetta frelsi er hægt að skerða á ýmsan hátt, til dæm- is með því að gera manninn sjálfhverfan, með því að ala upp í honum eigingirni, auð- söfnunarhvatir og ýmislegt annað, þannig að hann verði steinrunninn og sé bókstaflega sviptur möguleikanum til að koma til móts við náunga sinn á ábyrgan hátt. Þessi hætta er mjög fyrir hendi í velferð- arþjóðfélögum. Hólmfríður: Kemur þetta þá ekki fram í þjónustu þeirra einstaklinga, sem hafa undir- gengizt lifsreglur kirkjunnar og kristinnar trúar, en ekki endilega hjá öðrum einstakl- ingum, sem ekki eiga trúna? Séra Sigurður: Byltingin byrj- ar á því, að mennirnir læra að elska Guð, og ef þeir læra að elska Guð, þá er þeim annt um alla menn. Þessvegna hljóta þeir, að svo miklu leyti sem þeir kunna að elska Guð, að láta sér annt um aðra menn, hvort sem þeir eru kristnir eða ókristnir. Hólmfríður: Já, í þjónustu sinni, en ekki með því að berja þá í hausinn með einhverjum reglum, sem eru þeim fram- andi. Gunnar: Ég held við séum komin að spurningunni um það, hvort kristindómurinn hafi gert gagn og geri gagn í þjóðfélaginu. Séra Sigurður: Því verða aðrir að svara en við. Við erum að svara fyrir kirkju og kristin- dóm, en við getum alls ekki sagt um það. Gunnar: Menn benda oft á það, að kirkjan hafi boðað kristna trú í tvö þúsund ár, og spyrja hvort afraksturinn sé nú ekki heldur lítill. Þessi hugsunarháttur virðist gera ráð fyrir því, að kirkjan hafi starfað með sama fólkinu á sama tima alltaf, einsog skóla- kennari sem væri með sama bekkinn alla sína ævi, og að lokum féllu allir á prófinu. Ég held það sé alvarleg spurning, að hver einstaklingur sé fús til að gangast undir skilyrði krist- indómsins. Mundi til dæmis nokkur geta neitað því, að hann gerði gagn, ef hann af heilum hug reyndi að fullnægja þeim skilyrðum sem kristin trú setur? Ég held óhætt sé að fullyrða, að í einkalífi hafi enginn maður þá reynslu, að hann hafi ekki erindi sem erfiði, hafi hann í einlægni reynt að fylgja boðum kristin- dómsins. Eins held ég sé um mannlíf í heiminum almennt. Hafa forustumenn þjóðanna gefið kirkjunni færi á að beita sér? Við höfum verið að fylgja Barrabasi í tvö þúsund ár, og nú er kominn tími til að velja Krist. Sigurður Örn: Ef það telst gagnlegt, að fólk lifi mann- sæmandi lífi, þá hefur enginn aðili gert jafnmikið gagn i heiminum og kirkjan. Sveinbjörn: Flestar félagslegar umbætur eru að einhverju leyti runnar af rót kristinnar trúar. Séra Sigurður: Eða að minnsta- kosti studdar af henni. Þess- vegna getur kirkjan verið vinstrisinnuð, þegar svo ber undir, alveg einsog hún getur verið hægrisinnuð, þegar því er að skipta. Nú er ég að tala um kirkju nútímans, en ekki gamlar kirkjur sem voru að berjast við hefðir og sögulegar erfðir. Kirkjan getur ekki heyrt til neinum pólitískum stefnum nema einungis um sinn. Árni: Það er talað talsvert mikið um möguleikana á eins- konar vinstrivillu í kirkjunni. Hvað þýðir einhverskonar stuðningur við hægristefnu innan kirkjunnar? Séra Sigurður: Það getur verið villa lika. Það er til jafnt hægrivilla sem vinstrivilla. Hægrivilla mundi þá vera það, sem hér hefur verið tilhneig- ing til, að eltast við það sem er liðið og halda sig við það. Ulfaldinn og nálaraugaö Árni: Ég átti nú við hinn efna- hagslega grundvöll þjóðfélags- ins. SAM: Já, við hlupum yfir spurninguna um einkaeignar- réttinn áðan. Mér hefur ævin- lega funiizt gæta ákveðinnar tilhneigingar hjá kirkjunnar mönnum, ef ég má nota það hugtak, að skýra burt líkingu Krists um auðinn, úlfaldann og nálaraugað. Það er gjarna bent á, að þetta beri ekki að taka alveg bókstaflega, en er sú túlkun endilega rétt? Hólmfríður: Er þetta ekki bara spurning um það, að hve miklu leyti kristinn einstaklingur beygir sig undir kröfur Krists? SAM: Gott og vel. Nú er krafa Krists að menn skuli ekki safna auði og ekki lifa í vellystingum, allra sízt meðan hálf heims- byggðin sveltur. Hólmfríður: Sammála. En þetta er ekki heimtað af öðrum. Séra Sigurður: En það er einn hlutur i þessu; þegar allt kem- ur til alls, er trúin í þvi fólgin að kasta sér áhyggjulaust á sextugt dýpi, einsog Sören Kierkegaard sagði, ef Drottinn krefst þess. En svo eru til önn- ur tilfelli i lifinu, þar sem ekki er um neitt slikt að ræða, og þá eru það einhver miklu minni skref, sem eru ekki af- gerandi skref, stundarskref þar sem maðurinn gerir minna. Þegar verið er að tala um, að kirkjan eigi að vera svo al- gjörlega óheimsleg, að henni komi til dæmis ekkert við hvort presturinn deyr úr hungri eða ekki, það er minna málið. En að hann deyi heldur en að af- neita trú sinni, það er meira málið; það er að kasta sér útá sextugt dýpið. Við megum ekki taka tilfellafræði inní þetta. SAM: Það spillir nú ekki að styðjast við raunhæf dæmi. Séra Sigurður: Nei, alls ekki. En viðvíkjandi því, sem sagt var um nálaraugað, þá held ég að taka megi öll orð Krists bókstaflega, og þar geri ég enga undantekningu, en því aðeins bókstaflega að menn skilji bókstafinn. Gunnar: Ég held, að í þessu tilfelli, sem nefnt var, um að erfiðara sé fyrir rikan mann að komast inní himnaríki en fyrir úlfalda að komast gegn- um nálarauga, þá verðum við að gera okkur grein fyrir, hvað átt er við með orðinu „ríkur“. Séra Sigurður: Það er sá sem treystir auðæfum sínum. Gunnar: Og sá sem treystir eigin mætti og eigin ágæti, er fullur af sjálfbirgingshætti. Ég held það sé frekar þetta en hitt að hann eigi eitthvað í hand- raðanum. Sigurður Örn: Einmitt. Það er spurningin um það, hverju maður trúir, hvað maður gerir að sínum guði. Hvort maður gerir pyngjuna að guði sínum eða treystir þeim lifandi Guði. Sveinbjörn: Semsagt, hver sé afstaða mannsins til auðæfa sinna. Sigurður Örn: En þá er lika annar kostur. Maðurinn verð- ur að hafa möguleika til að taka þessa afstöðu til auðæf- anna. Þjóðfélagið má ekki skipuleggja lif mannsins þann- ig, að þessi afstaða sé ekki möguleg. Þjóðfélagið má með öðrum orðum ekki svipta manninn möguleikanum á að taka sjálfur persónulega af- stöðu til auðæfanna. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.