Samvinnan - 01.12.1971, Qupperneq 41

Samvinnan - 01.12.1971, Qupperneq 41
ið fullan þátt í atvinnulífi Séra Sigurður: Það má helzt þjóðarinnar til þessa. ekki koma fyrir. Séra Sigurður: Það á áreiðan- lega eftir að breytast. Ég álít það hreinustu fjarstæðu að binda prestsvígslu við guð- fræðilegt nám. Því ekki að vígja trúaðan lögfræðing eða lækni eða hvað sem hann væri annað? Auðvitað yrði að gefa slíkum mönnum kost á nám- skeiðum til undirbúnings prestsstörfum. Þó guðfræðin sé mikilvæg og nauðsynleg kirkj- unni, er fjarstætt að allir þjón- ar hennar þurfi að vera guð- fræðingar. Ég veit um roskna menn sem hefðu gaman af að fara útí prestsskap og eru alls ekki guðfræðingar. Það er stórtjón, að slíkir menn skuli ekki eiga aðgang að embættum kirkjunnar. Sveinbjörn: Ég starfaði með presti erlendis, sem var búinn að vera kennari í tæp 40 ár og er nú prestur eftir ársskólun. Hann leysir þarna úr einu af Gunnar: Ég held það sé ekki nema gott, að menn séu sem bezt búnir undir prestsstarfið, og að guðfræðideildin reyni að hafa allar klær úti við að und- irbúa prestsefnin undir fram- tíðarstörf sín, en þegar talað er um einangrun stúdenta og hið akademiska andrúmsloft, þá held ég að um algert gervi- vandamál sé að ræða, vegna þess að sú tíð er liðin þegar stúdentinn var „den unge glade student“. Til dæmis eru þeir kennarar guðfræðideildar teljandi sem eiga fleiri börn en ég — ég á tvö — og til að fram- fleyta fjölskyldunni hef ég þurft að taka á ýmsu, og ég held að stúdentar séu í þræls- legum tengslum við atvinnu- lífið. Séra Sigurður: Sem betur fer. Dr. Björn: Það verða gerðar þær kröfur til námsmanna á Martin Schongauer: Kristur húðstrýktur. vandamálum dreifbýlisins og stendur sig vel sem prestur. Hólmfríður: En verða þá ekki til fyrsta flokks og annars flokks prestar? öllum stigum, að þeir séu við nám svotil allt árið. Séra Sigurður: Við erum fs- lendingar og eigum við íslenzk vandamál að fást. Kristindómsfræðsla í skólum SAM: Ef við snúum okkur að öðru efni, teljið þið að kristin- dómsfræðsla í skólum þjóni hagsmunum kristinnar kirkju og kristninnar í landinu? Hólmfríður: Nema síður sé. Hún setur tappann í flöskuna, og eftir það kemst maður ekki ofaní hana. Gunnar: Ég held það væri ráð- legt að taka kristindómsfræðsl- una útúr ramma skólans. Séra Sigurður: En ætla kirkj- unni einhvern tíma til að ann- ast hana. Hólmfríður: Já, og einnig fé. Séra Bernharður: Þessi skóla- fræðsla er náttúrlega skírnar- fræðsla kirkjunnar, og þar sem um þjóðkirkju er að ræða, þá hefur skólinn tekið að sér þetta hlutverk fyrir kirkjuna. Það yrði óneitanlega miklu hag- kvæmara ef hún fengi sjálf að- stöðu til að annast þessa fræðslu. SAM: Er þá ekki ráð að afnema hana í núverandi mynd úrþví hún er verri en engin? Hólmfríður: Þá verður að skapa kirkjunni aðstöðu til að taka við henni. SAM: Þú sagðir áðan: „Nema síður sé“. Hólmfríður: Já, ég sagði það, því mér finnst koma einhver tálmi með þessari fræðslu einsog hún er stunduð. Þetta er álitinn barnaskapur. Börnin læra sömu biblíusögurnar ár eftir ár, og þær eru ekki nógu vel samdar. Það er engin trúar- iðkun þessu samfara. Þau fá engri trúarþörf sinni fullnægt. SAM: Vandamálið er sennilega, að þeir sem kenna kristin fræði í skólum eru ekki ævinlega mjög sannfærðir um það sem þeir eru að kenna. Séra Sigurður: Kristindómur verður alls ekki kenndur án trúariðkana. Séra Bernharður: Og svo fer þessi kennsla ekki fram á rétt- um tíma, held ég. Það á að kenna kristin fræði lika þegar krakkarnir eru orðnir eldri og geta fylgzt betur með þvi sem um er að ræða. Þá beinlínis kalla þeir eftir þessu og eru til- búnir til að taka á móti fræðslu, til dæmis í fjórða bekk gagn- fræðaskóla. Dr. Björn: Það er tvennt ólikt að benda á ýmsa galla í núgild- andi kerfi og að vísa því alls- endis á bug, að kristinsdóms- fræðsla eigi heima í skólum. Hólmfríður: Hún á heima þar, ef hún er rækt með réttum hætti. Dr. Björn: Þetta er náttúrlega grundvallaratriði, hvort við teljum að hún eigi heima þar eða ekki. Ef við teljum hana eiga heima þar, þá er það vissulega okkar hlutverk að stuðla að því, að hún fari fram með sem allra beztum árangri. Einn liður í því er til dæmis þetta sem ég minntist á fyrr, B.A.-nám í guðfræði, sem er forsenda þess að nokkur krist- indómsfræðsla, sem gagn sé að, fari fram á framhaldsskóla- stigi. Annars get ég varla hugsað mér, að ekki verði ein- hverskonar kristindómsfræðsla í skólum einfaldlega vegna þess að þar er kennd mannkyns- saga. Þarmeð er ekki sagt, að ég telji öllum þörfum fullnægt. En ég er ekki reiðubúinn að styðja þá ákvörðun að leggja niður kristindómsfræðslu í skólum þegar í stað. Séra Bernharður: Hitt verður að játa, að það hefur verið mjög illa að þessari kennslu búið, bæði að því er varðar námsbækur og kennara. Gunnar: Kennslugögn eru til að mynda sama og engin í skólunum. SAM: Væri það mikill fjár- hagsvandi fyrir kirkjuna að láta semja nothæfar biblíu- sögur? Hólmfríður: í fyrsta lagi þarf kennslufræðilega rétt efni með tilliti til aldurs barna á hverju skólastigi. Svo þarf mjög góð- ar handbækur, námskeið fyrir kristnifræðikennara og ekki sízt sýningarefni til hjálpar og uppfyllingar texta. 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.