Samvinnan - 01.12.1971, Qupperneq 50

Samvinnan - 01.12.1971, Qupperneq 50
Siguröur Örn, séra Bernharður, SAM og Árni. eftir William Fulbright, Abuse of Power eftir Theodore Draper, einn kunnasta sagnfræðing sem nú er uppi, tvær bækur eftir Mary McCarthy um Víet- nam, aðra um norðurhlutann, hina um suðurhlutann, og þannig mætti lengi telja. Hef- ur verið framinn meiri glæpur á síðasta aldarfjórðungi en stríðsrekstur Bandaríkjanna i Víetnam? Og getur íslenzka kirkjan látið sem henni sé ókunnugt um hann? Ég spyr. Séra Sigurður: Mér er það al- gerlega óljóst, hvort um svo stóran glæp er að ræða. En ég held að við getum ekki farið að ráðska í heimspólitik fyrr en við getum áttað okkur dá- lítið betur á okkar eigin póli- tík og vandamálum hérna heimafyrir. Dr. Björn: Aukþess dreg ég mjög í efa, að hægt sé að leggja slíkan mælikvarða á glæpi mannkynsins, hver sé mesti glæpur mannkynsins á síðasta aldarfjórðungi. Það sem er að gerast núna í Indlandi með átta hundruð þúsund börn eða eina milljón barna er líka hræðilegt. Það er hægt að tala um þetta fram og til baka, gera allskonar samanburð, en raun- verulega er glæpur gagnvart einu barni í eðli sínu jafnmikill og gagnvart þúsund börnum. Maður getur í rauninni ekki gert upp dæmið á neinn ein- faldan hátt, og aukþess held ég það sé einmitt kristilegt við- horf, að við eigum ekki von á því, að maðurinn komi fram öðruvísi en hann gerir: hann er syndugur, hann kemur oft fram sem morðingi gagnvart náung- anum; og að segja í sambandi við styrjöld, sem er mjög marg- slungið mál og margir hags- munir sem þar koma við sögu, að sökin sé algerlega hjá öðr- um aðilanum, það held ég að sé mjög erfitt að standa við. Það má vera að til séu skjöl í stöfl- um, sem sýna framá gríðarlega mikla sök hjá öðrum aðilanum, en þarmeð er ég ekki kominn til með að samþykkja að hinn aðilinn beri enga sök. Eru það ekki staðreyndir mannlegs lífs, að sökin er ekki öll á annan veginn? SAM: Því neitar víst enginn, að Hitler og Stalín áttu sér máls- bætur, en má ekki fella dóm um atferli þeirra fyrir þvi? Dr. Björn: Þetta má ekki skilja svo, að ég sé að segja: „Allt í lagi, heimurinn er nú einusinni svona; það er tilgangslaust að gera neitt.“ Það væri vel hægt að draga þá ályktun af orðum mínum. Þetta er mikil sam- vizkuspurning fyrir kirkjuna, hvernig hún bregzt við ýmsum þjóðfélagsvandamálum og ekki sízt styrjöldum. Mörg svör hafa verið gefin, og varla nokkurt þeirra endanlegt eða rétt. Þó er rétt að gera sér grein fyrir því, að við lifum í föllnum heimi og erum að því leyti hvorki algerir bölsýnismenn né fullkomnir bjartsýnismenn. Það þarf að koma til þetta raunsæja mat á veruleikanum, sem ætíð hefur báðar þessar hliðar fyrir augum. Hólmfríður: Það hlýtur lika að skapa íslenzku kirkjunni aukna ábyrgð í sambandi við skoð- anamótun og uppeldi ungs fólks, að stríð hefur aldrei verið raunveruleiki fyrir íslendinga fyrr en nú, og það verður jafn- brýnt vandamál fyrir íslenzk- um unglingum einsog í löndum þar sem er herþjónusta. Og í þessu efni vantar allt sem þarf. Kirkjan hefur ekkert i hönd- unum á þeim vettvangi. SAM: Kannski vantar íslenzku kirkjuna friðarguðfræði ekki síður en fermingarguðfræði. Séra Sigurður: Öll guðfræði er náttúrlega friðarguðfræði, en ekki i pólitískum skilningi. — Annars vildi ég að lokum segja þetta: Vandræði eru bara hag- ur fyrir kirkjuna, vegna þess að í öllum vandræðum gerir hún það sem henni hættir við að gleyma, þegar ekki eru vandræði: hún flýr til Guðs. Kirkjan er veik þegar hún fjar- lægist Guð, en hún er sterk þegar hún nálgast hann, og það gerir hún í vandræðunum. Alyktun æskulýðsþings Alkirkjuráðsins í júlímánuði 1968 efndi Alkirkjuráðið til allsherjarþings í Uppsölum, sem vakti mikla athygli um víða veröld. Sam- tímis því var haldið æskulýðsþing, sem meðal annars samdi ýtarlega ályktun er lesin var upp á næturvöku í Uppsala- dómkirkju og síðan lögð fyrir þing Alkirkjuráðsins. Fer álykt- unin hér á eftir: Drottinn allsherjar talar til mannkynsins í viðburðum sögunnar. Kristn- um mönnum ber að leggja við hlustir þar sem orð sögunnar kemur til móts við orð fagnaðarerindisins; þeim ber að túlka það sem þeir verða áskynja þar og láta hendur standa framúr ermum. Einsog stendur á mannkynið meiri auðlindir en nokkru sinni fyrr, bæði til upþbyggingar og eyðileggingar. Við göngum eftir háum fjallshrygg; á aðra hönd gín við okkur botnlaus gjá tortímingar, en á hina blasir við leiðin til réttlætis og kærleika. Vígbúnaðarkapphlaupið, ógnun kjarna- og vetnisvopna, styrjaldir til að útkljá alþjóðleg deilumál — getum við sætt okkur við þetta í nafni Guðs? Eða í nafni mannkynsins? Einstaklingar og hópar manna sem standa utangarðs, menn sem standa á mörkum mannfélagsins vegna hörundslitar eða félagslegrar stöðu, menn sem verða að þola að mannleg virðing þeirra sé dregin í efa — getum við lagt blessun okkar yfir þetta í nafni Guðs? Eða I nafni mannkynsins? Guð skapaði manninn í sinni mynd. Hann gerði okkur öll að systkinum. Hann lét okkur í té sameiginlegan dvalarstað þar sem við ættum að vinna saman að fullkomnun manns og heims. Hann birti okkur boðskap kærleika, einingar og friðar. Kristilegur kærleikur og bræðralag hafa lengi borið sterk einkenni einstaklingshyggju: Einstaklingnum var hjálpað til að lifa við meiri 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.