Samvinnan - 01.02.1972, Page 15

Samvinnan - 01.02.1972, Page 15
11972 SAM VINNAN EFNI: HÖFUNDAR: 3 Lesendabréf og smælki 10 Ritstjórarabb 12 BARNIÐ OG SAMFÉLAGIÐ 12 Barnið, heimilið, borgin 15 Upþeldishlutverk foreldra 17 Foreldravald og foreldraskyldur 19 Þau skilja mig ekki (skólastíll) 20 Skólinn og nemandinn 24 Vélin — Um þröngsýni og íhaldssemi í uppeldismálum 28 Afbrigðilegir nemendur og samfélagið 31 Vanmáttarlýðurinn 33 Hlutverk og framtíð dagheimila 35 Leikvellir barna 37 Börn einstæðra foreldra 38 Áróður og sefjun 41 Þjóðfélagsmynd byrjendabóka í lestri 43 Sjónvarp og börn 45 Barnaverndarlögin frá 1966 Anne Gjesdal Christensen Sigurjón Björnsson Guðrún Erlendsdóttir Guðmundur Þórarinsson Jónas Pálsson Ari Trausti Guðmundsson Þorsteinn Sigurðsson Séra Sigurður Haukur Guðjónsson Svandís Skúladóttir Margrét Sigurðardóttir Jóhanna Kristjónsdóttir Margrét Margeirsdóttir Ragna Ólafsdóttir Þorbjörn Broddason 48 Nærsýni um nótt (Ijóð) Robert Lowell 49 Svefngengilsljóð Federico García Lorca 49 Þrjú Ijóð Erich Fried 50 Er fasistastjórn á íslandi? spyr Castro Pétur Guðjónsson 54 SAMVINNA: Tímamót í tvennum skilningi Baldur Óskarsson 55 Kirkjan og samtíminn Herra Sigurbjörn Einarsson 60 Heimilisþáttur Bryndís Steinþórsdóttir Um höfunda þessa heftis má taka fram, að Anne Gjesdal Christensen er kunnur norskur þjóðháttafræðingur; Sigurjón Björnsson er prófessor í sálfræði við Háskóla íslands; Guðrún Erlendsdóttir er starfandi lög- fræðingur og kennir jafnframt við lögfræðideild Háskólans; Guðmundur Þórarinsson er 13 ára nemandi Brúarlandsskóla í Mosfellssveit; Jónas Pálsson er sálfræðingur og skólastjóri Æfinga- og tilraunaskóla Kenn- araskóla Islands; Ari Trausti Guðmundsson leggur stund á jarðeðlisfræði við Oslóarháskóla; Þorsteinn Sigurðsson er sérkennslufulltrúi hjá Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur; séra Sigurður Haukur Guðjónsson er sóknarprest- ur í Langholtsprestakalli; Svandís Skúladóttir er bæjarfulltrúi í Kópavogi og hafði á sínum tíma með höndum ráðgjafar- og eftirlitsþjónustu við uppeldisstofnanir í kaupstaðnum; Margrét Sigurðardóttir er húsmóðir og hefur um langt árabil átt sæti í leikvallanefnd Reykjavíkur; Jóhanna Kristjónsdóttir er blaðamaður og formaður Félags einstæðra foreldra; Margrét Margeirsdóttir er félagsráðgjafi, hefur um sjö ára skeið átt sæti í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og undanfarin þrjú ár annazt uppeldis- þætti í Ríkisútvarpinu; Ragna Ólafsdóttir er kennari; Þorbjörn Broddason er lektor við nýstofnaða félagsfræðideild Háskóla íslands. Robert Lowell er eitt kunnasta og virtasta Ijóðskáld Bandaríkjanna; Federico García Lorca er ástsælasta Ijóðskáld Spánverja á þessari öld, var myrtur af fasistum Francos árið 1936; Erich Fried er austurrískt Ijóðskáld sem hefur verið búsettur í Lundúnum síðan fyrir stríð, en bækur hans koma út í Þýzkalandi, og hefur hann m. a. þýtt öll verk Shakespeares á þýzku; Pétur Guðjónsson lauk námi í félagsfræðum við Harvard-háskóla á liðnu ári og hefur að undanförnu dvalizt við fram- haldsnám í Chile, unz hann fór til Kúbu 23. janúar sl. f boði Castros, einsog fram kemur i grein hans; Baldur Óskarsson hefur undanfarin tvö 'ár starfað hjá Fræðsludeild S.Í.S., en hefur nú tekið við starfi fram- kvæmdastjóra Menningar- og fræðslusambands alþýðu; Bryndís Stein- þórsdóttir er húsmæðrakennari og hefur annazt heimilisþáttinn undan- farin ár. Janúar—febrúar 1972 — 66. árg. 1. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður A. Magnússon. Blaðamaður: Eysteinn Sigurðsson. Afgreiðsla og auglýsingar: Reynir Ingibjartsson. Uppsetning: Teiknistofa Torfi Jónsson. Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjcrn og afgreiðsla að Ármúla 3. sími 38900. Verð: 600 krónur árgangurinn; 100 krónur í lausasölu. Gerð myndamóta: Nýja prentmyndastofan, Laugavegi 24. Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.