Samvinnan - 01.02.1972, Blaðsíða 19
Sigurjón Björnsson:
Uppeldishlutverk
foreldra
Undir þessari fyrirsögn verð-
ur fjallað um tvennt: Annars
vegar verður reynt að glöggva
sig á þvi, hvaða verkefni telj-
ast til svonefnds uppeldishlut-
verks foreldra. Hins vegar er
ætlunin að athuga lítið eitt,
hvaða skilyrðum foreldrar þurfi
að fullnægja til þess að þeir
gegni þessu hlutverki sínu á
viðeigandi hátt.
Það skal þó tekið fram þegar
í upphafi, að efni þetta verður
einungis lauslega reifað, og til-
gangurinn fremur sá að vekja
til umhugsunar en veita
fræðslu.
I.
Eflaust eru skiptar skoðanir
um hlutverk foreldra og skyld-
ur því samfara. Um sumt munu
þó flestir vera samdóma. Allir
munu telja, að foreldrum beri
að haga aðbúð barna sinna
þannig, að likamlegt og and-
legt heilbrigði þeirra verði sem
bezt. Eins mun það talið sjálf-
sagt, að foreldrar reyni að
stuðla að því, að barnið nái
sem mestum og beztum þroska
bæði likamlega og andlega. Sú
skylda er einatt lögð á herðar
foreldra að haga uppeldi þann-
ig, að hæfileikar barnsins fái
notið sín sem bezt og á sem
flestum sviðum. Það munu
naumast vera mjög skiptar
skoðanir um þessa þætti upp-
eldishlutverks, sem nú hafa
verið taldir. En þegar kemur að
öðrum atriðum, sem þó eru ekki
síður mikilvæg, er líklegt að
leiðir fari að greinast. Allir
vita, að foreldrar hafa á einn
eða annan veg mótandi áhrif
á hegðun barna sinna. Að
hverju ber að stefna i því
efni? Er þar fyrir mestu, að
börn séu þæg og hlýðin, fylgi
fyrirmælum foreldranna í einu
og öllu — eða er réttara að
leyfa nokkurt sjálfstæði og
óstýrilæti? Þessu myndu for-
eldrar naumast svara á einn
veg. Skaphöfn barna mótast
einnig að verulegu leyti fyrir
áhrif uppeldis. Hvort vilja for-
eldrar heldur, að börn þeirra
læri að tjá geð sitt af hispurs-
leysi og þvingunarleysi eða
temjist til undanlátssemi og
sjálfsaga? Hvort á heldur að
búa hinn vaxandi einstakling
undir það að leita réttar síns
og krefjast þess sætis sem hon-
um ber í samfélaginu að eigin
mati, eða á hann að láta sér
lynda frumkvæði og forsjá
annarra í því efni? Hvaða af-
staða er tekin til „dyggða“ eins
og iðjusemi, sparsemi, heiðar-
leika og samvizkusemi? Hér
mun sitt sýnast hverjum, og er
það að vonum. Ljóst má vera,
að uppeldi barna, einkum að
því er varðar hegðun og skap-
lyndi, hlýtur að fara að veru-
legu leyti eftir manngildishug-
myndum uppalendanna. Allir
hafa einhverjar hugmyndir um
það, hvað það felur í sér að
vera maður, hver sé tilgangur
mannlífsins, hlutverk manns
hér í heimi og staða hans í
samfélaginu. Margir hafa hug-
leitt mál þessi vendilega, kom-
izt að ákveðinni niðurstöðu og
stefna lífi sínu og barna
sinna í samræmi við það. Hjá
öðrum eru viðhorfin ekki eins
mótuð, amk. ekki meðvitað, þó
að engu að síður sé um einhvers
konar stefnu eða afstöðu að
ræða.
II.
Enda þótt uppeldisstefnur
foreldra séu mismunandi, fela
þær engu að síður í sér eftir-
talda þætti: (1) Stuðla að sem
beztu líkamlegu og (2) andlegu
heilbrigði. (3) Kappkosta að
barnið nái sem beztum líkam-
legum og (4) andlegum þroska
og að hæfileikar þess fái notið
sín. (5) Hafa mótandi áhrif á
hegðun barns og (6) skaphöfn.
Spurningin er nú, hvaða skil-
yrði uppalandinn þurfi að hafa
og hvaða eiginleikum hann
þurfi að vera búinn til þess að
geta framfylgt stefnu sinni.
Þessari spurningu, svo vanda-
söm og viðamikil sem hún er,
ætla ég vissulega ekki að svara,
einungis reyna að brjóta hana
lítið eitt til mergjar. Það sem
fyrst kemur í hugann er, að
uppeldi barna hljóti að vera
meira en ltiið vandasamt. Sé
það rétt, og sé það einnig rétt
að það muni varða miklu fyrir
velferð mannsins, að uppeldi
hans hafi farið vel úr hendi,
skýtur það óneitanlega nokkuð
skökku við, að uppeldisstörf
skuli vera eitt af örfáum störf-
um, sem ætlast er til að mað-
urinn geti unnið svotil undir-
búningslaust. Ætli það séu
nema tvö meiriháttar störf, þar
sem engra réttinda og prófa er
talið með þurfa: annað er að
ala upp og móta fólk, hitt er
að stjórna landinu. Til flestra
annarra starfa, hversu lítt
vandasöm sem þau eru, þarf
skólavist og próf.
Getur nú hver og einn, sem
náð hefur líkamsþroska til þess
að geta af sér börn, alið þau
upp svo að vel fari? Því verður
eflaust að svara neitandi. Aug-
Ijóst er, að til þarf visst lág-
mark vitsmuna og andlegs
þroska, ábyrgðarvitund og sam-
vizkusemi. Uppalandinn þarf
auðvitað að geta gert sér grein
fyrir því, að hann hefur tekið
að sér mikilvægt starf, sem
hann þarf að rækja. Vissar ytri
aðstæður þurfa einnig að vera
fyrir hendi, svo sem viðunandi
húsnæði, varanlegur samastað-
ur, sæmilega trygg fjárhags-
afkoma o. fl. Svo virðist sem
allur almenningur — og stjórn-
völd — telji þetta nægjanlegt,
þ. e. að hver sæmilega vitibor-
inn og ábyrgur einstaklingur
eigi við þokkalegar aðstæður að
geta alið börn sín upp svo að
vel fari. Því er að vísu erfitt að
neita, að í flestum tilvikum
lifa börn alls þessa fólks og
dafna, verða fullorðin og gjald-
gengir þegnar í samfélaginu.
En þar með er þó ekki sagt, að
uppeldið hafi ávallt tekizt vel,
að barnið hafi komizt til þess
þroska sem því var áskapaður
og lært að lifa lífi sínu sér til
farsældar. Ekki þarf lengi að
svipast um i samfélaginu til
þess að sannfærast um, að því
miður hefur oft tekizt verr til
en skyldi. Það stafar sumpart
af því, að litlar eða engar
skorður eru við því reistar, að
þeir, sem ekki eru hæfir til
uppeldisstarfa í áðurgreindum
skilningi, annist uppeldi barna.
Sumpart af hinu, að líklegt er,
að meira þurfi til en sæmilega
vitsmuni, ábyrgðarkennd, sam-
vizkusemi og bærilega fjárhags-
afkomu. Hvað þarf til viðbótar?
Athugum í því sambandi fram-
angreinda liði í upptalningunni
um stefnumark uppeldis.
Líkamlegt heilbrigði
Hér mætti ætla að foreldrum
tækist einna bezt. Nokkur
fræðsla er veitt í skyldunámi
um líkamsstarfsemi, heilbrigði
og sjúkleika og heilsuvernd.
Samt munu þeir margir for-
eldrarnir, sem ekki bera nægi-
legt skynbragð á þessa hluti.
Vitneskja þeirra um almenna
hollustuhætti, mataræði,
klæðnað barna og svefnþörf er
af skornum skammti og veldur
því einatt, að börnin dafna
ekki sem skyldi. Smámunir eru
þetta þó hjá þekkingarskorti
foreldra á verndun andlegrar
heilbrigði. Það er að vonum,
því að ennþá hefur ekki þótt
ástæða til að fella fræðslu um
þau efni inn í menntun al-
mennings. Þeir eru því eflaust
æði margir, sem hafa litla hug-
mynd um það, í hverju andleg
vanheilindi eru fólgin og hverj-
ir eru helztu undanfarar þeirra
hjá börnum, og hvað beri helzt
að forðast eða leggja áherzlu á
í uppeldisefnum til þess að
koma í veg fyrir óheillavænlega
þróun. Hvernig geta foreldrar
þá stefnt að andlegu heilbrigði,
ef þeir vita ekki hvað ber að
forðast — eða lifa jafnvel eftir
hjátrúarblöndnum kreddum?
Sem betur fer vill svo vel til,
að ástúðlegt uppeldi og nær-
gætnislegt, þar sem kappkostað
er að skilja þarfir barnsins og
mæta þeim af sanngirni, er
bezta vörnin gegn geðrænum
veilum, og þess háttar uppeldi
verður þeim foreldrum eigin-
legt, sem sjálfir eru heilbrigðir
og elska börn sín. Nokkur
fræðsla myndi þó svo sannar-
lega koma í góðar þarfir, því að
alltaf getur verið liætta á mis-
tökum vegna vanþekkingar,
jafnvel hjá þeim sem bezt vilja
gera.
Nýting og þjálfun hæfileika
Hér er auðsjáanlega um mjög
veigamikla þætti uppeldis að
ræða, og hér geta orðið slæm
mistök vegna þekkingarskorts.
Vitað er, að mjög náið sam-
band er milli áskapaðs þroska
og þjálfunar. Fæstir eiginleik-
ar, þótt áskapaðir séu, fá notið
sín til fulls, nema viðeigandi
þjálfun við ákjósanleg skilyrði
komi til. Það skiptir einnig
miklu máli, á hvaða tímabili í
þroskaferli barnsins þjálfunin
kemur. Flestir eiginleikar eiga
sér kjörtíma til þjálfunar. Komi
þjálfun fyrir þann tíma, verð-
ur hún að litlu gagni, getur
jafnvel verið til skaðsemdar
(sbr. lestrarnám sem er hafið
of snemma). Komi þjálfunin
hins vegar of seint, verður ár-
angurinn einnig lítill. Loks er
vitað, að kjörtímabil einstakra
eiginleika ber ekki öll upp á
sama tíma. Hér er bæði um al-
mennan og einstaklingsbund-
inn mismun að ræða. Skyldu
ekki foreldrar þurfa að vita
þetta og kunna nokkur skil á
því, hvernig þroskastig eru
greind? Hvernig eiga þeir ann-
ars að stefna markvisst að
þroskavænlegu uppeldi? Það er
ekkert launungarmál, að í
15