Samvinnan - 01.02.1972, Page 22

Samvinnan - 01.02.1972, Page 22
Ef foreldri er geðveikt eða fáviti, verður að fela öðrum að fara með lögráðin. Það er talið, að móðir óskilgetins barns, sem er sjálf yngri en 16 ára, hafi foreldravald yfir barni sínu, þótt hún sé enn háð foreldra- valdi sinna foreldra. Hún gæti t. d. ráðið nafni barnsins og ráðstafað því i fóstur. Aftur á móti gæti hún ekki annazt fjárhald barnsins; til þess þyrfti hún að vera fjárráða. ForræSi annarra Foreldrar geta skv. lögræðis- lögunum falið öðrum að fara með foreldravald yfir barni að nokkru eða öllu leyti, t. d. komið barni í fóstur. Sjálft foreldravaldið heldur þá áfram að vera hjá foreldrunum (hin- um lögborna lögráðamanni). Þeir hafa hvorki misst réttindi né losnað við skyldur sem for- eldravaldi fylgja. Lögborinn lögráðamaður getur, hvenær sem er, fengið umráð barnsins aftur, nema almannavald telji barninu hentara, að ráðstöfun- in haldist. Dómsmálaráðuneytið getur tekið forræði barns af hand- hafa foreldravalds og fengið það öðrum, ef hann misbeitir því eða vanrækir skyldur, sem foreldravaldi fylgja, eða hann er hneigður til drykkjuskapar eða annarra lasta. Einnig getur almannavald svipt mann foreldravaldi, eftir því, sem ákveðið kann að vera í lögum, og eru ákvæði þess efnis í lögum um vernd barna og ungmenna nr. 53/1966. Framfærsluskyldan í 1. nr. 57/1921 um afstöðu foreldra til skilgetinna barna er sagt, að foreldrum, báðum saman, og hvoru um sig, sé skylt að uppala börn sín þang- að til þau eru 16 ára gömul. Sérstaklega ber þeim að afla börnunum lögmætrar fræðslu og innræta þeim iðjusemi og siðgæði. Ef foreldrar eru ekki sammála um ráðstöfun, er varðar persónuleg málefni barns, veldur það því, að ráð- stöfunin verður ekki fram- kvæmd. Hér er ekkert það yfir- vald til, sem hægt sé að skjóta slíkum ágreiningi til, og hefur ekki verið talið heppilegt, að hið opinbera hafi bein afskipti af svo persónulegum málefnum fjölskyldunnar. Einn aðalþáttur foreldra- skyldunnar er framfærslu- skylda foreldra með börnum. Það verður að gera greinar- mun á framfærsluskyldu að einkarétti og að opinberum rétti. Einkaréttarskyldunni lýkur við 16 ára aldur barnsins, en skv. framfærslulögum er fram- færsluskyldan ótímabundin, þvi að foreldrum er boðið að ala önn fyrir börnum sínum 16 ára og eldri, og mega börn ekki verða sveitarþurfi, meðan þau eiga foreldri á lífi, sem er þess umkomið að annast þau. Það er því um skilyrta framfærslu- skyldu foreldra að ræða við börn eldri en 16 ára, en fram- færsluskylda foreldra við börn yngri en 16 ára er fortakslaus. Skv. framfærslulögum er stjúp- foreldri skylt að framfæra stjúpbarn sitt, svo sem væri það skilgetið barn þess, enda hafi stjúpforeldri ekki skilið við eiginmann sinn eða eiginkonu og barnið fylgt foreldri sínu. Það kynforeldri, sem ekki hef- ur barn hjá sér, er einnig fram- færsluskylt. — Kjörforeldrar eru skyldir til að framfæra kjörbörn sín, svo og fósturfor- eldrar fósturbörn sín. Eins og að framan segir, nær framfærsluskylda foreldra að einkarétti ekki lengra en til 16 ára aldurs barnsins. Hér á landi veita foreldrar yfirleitt unglingum eftir 16 ára aldur mikinn f j árhagslegan stuðning. Má í rauninni segja, að ef foreldri hefur samþykkt að unglingur hefji ákveðið nám innan 16 ára aldurs, þá hafi það skuldbundið sig til að hjálpa honum fjárhagslega við námið. Þrátt fyrir skilnað að borði og sæng eða lögskilnað bera báðir foreldrar ábyrgð á fram- færslu barns gagnvart hinu op- inbera, og í skilnaðarbréfi (eða dómi) á að kveða á um, hversu skipta skuli framfærslu barna með foreldrum. Framfærslu- skylda manns gagnvart stjúp- börnum sinum fellur niður við lögskilnað, en helzt þrátt fyrir skilnað að borði og sæng. í 1. nr. 87/1947 um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna er sagt, að föður sé jafnt móður skylt að kosta framfærslu barnsins og uppeldi og við á- kvörðun meðlagsupphæðar skuli hafa hliðsjón af högum beggja foreldra og miða við hag þess foreldris, sem betur er stætt. Þar er einnig sagt, að í meðlagsúrskurði skuli aldrei ákveða meðlagsgreiðslu lægri en barnalífeyri skv. lögum um almannatryggingar. Skv. þessu skyldi tryggja barni lágmarks- framlag frá föður, en ef hann væri sæmilega efnum búinn, skyldi framlag hans hækka. Lagaframkvæmdin hefur þó orðið á annan veg, og er alltaf úrskurðað meðalmeðlag, eins og það er ákveðið á hverjum tíma, en ekki er tekið tillit til efna- hagsaðila. Börn skilinna foreldra Þegar hjón skilja, hvort held- ur lögskilnaði eða að borði og sæng, verður að taka afstöðu til forræðis barnanna, því boðið er að forræði barns skuli vera óskipt hjá öðru hvoru foreldra. Talið er, að foreldrarnir séu bezt til þess fallnir að taka ákvarðanir varðandi forræði barnanna, og er yfirleitt farið eftir því sem þeir koma sér saman um. Þó eru yfirvöld ekki bundin við samning foreldra um forráð barna sinna, ef ljóst er að hann er ekki börnunum fyrir beztu, auk þess sem for- eldri getur síðar meir krafizt endurupptöku forræðisins, ef breyttar aðstæður krefjast þess og það er álitið til hagsbóta fyrir börnin. Foreldrar geta ekki samið þannig t. d., að móðirin hafi forráð barnanna yfir veturinn, en faðirinn yfir sumarið, eða þannig að móðirin hafi forræð- ið, en faðirinn fái það, gifti móðirin sig að nýju. Forræðið verður að vera óskipt hjá öðru hvoru foreldri. Ef hjónin eru ekki sammála um forræði barnanna, verður dómsmálaráðuneytið að úr- skurða um það. Viðmiðunin verður ætíð að vera hagsmunir barnanna, hvað þeim er fyrir beztu. Áður fyrr var það nær und- antekningarlaust, að móðirin fékk forræði barnanna. Það þurfti ákaflega mikið að koma til, svo að það yrði ekki, t. d. geðveiki eða megn óregla móð- urinnar. Á síðari árum hefur viðhorfið til þessa breytzt, og nú er engan veginn einhlítt, að móðir fái forræði barnanna. Við úrlausn þessara vanda- sömu mála ber að leggja aðal- áherzlu á að kanna uppeldis- hæfni hvors foreldris um sig, tök þeirra hvors um sig á að sinna barni og að búa því þroskasamlegt umhverfi, aldur barns og aldur foreldra, heilsu- hagi þeirra, tilfinningatengsl barns við hvort foreldri o. m. fl. Sérstök vandamál rísa um systkinahóp, hvort sundra eigi honum eða láta öll börn fylgja öðru foreldri. 18

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.