Samvinnan - 01.02.1972, Page 25

Samvinnan - 01.02.1972, Page 25
um úrskurði alla. Hlýðni við kennarann og tileinkun til- reiddrar þekkingar var æðsta skylda nemandans. Eigið frum- kvæði hans var harla lítið, þótt auðvitað megi ekki gleyma því, að margir kennarar hafa þá eins og ævinlega sýnt nemend- um tillitssemi og umgengizt þá á mannlegan hátt. Aðalein- kenni þessa kennslukerfis er valdboð (authoritarianism). Kennarinn, í umboði æðri yfir- valda, flytur nemendum þá þekkingu, sem þeir skulu með- taka. Mest af því, sem nefnt er umbætur og framfarir í skóla- málum, má rekja til baráttu gegn þessu kerfi og þeim grundvallarviðhorfum um ein- stakling og samfélag, sem eru í senn forsenda þess og afleið- ing. Hér skal aðeins bent á tvennt: Mótun einstaklings í stigbundið, félagslegt mann- virðingakerfi, sem skólinn inn- rætti nemendum beint og ó- beint. Til þess beitti hann m. a. einkunnagjöf, margvíslegum viðurkenningum, keppni milli nemenda og loks sérstökum prófum, sem takmörkuðu að- gang að menntastofnunum. Ekki verður betur séð en þetta kerfi byggi beinlínis á ákveðnu heimspekilegu við- horfi, sem á rætur í kennisetn- ingum „um upprunalega spillt eðli" mannsins, sem verði í senn að halda í skefjum og um- bæta, ef hægt sé. Umbótahreyfingar síðustu 100—200 ára eru að mestu leyti andspyrna gegn þessu kerfi. Gagnstætt hugmyndakerfi þróaðist smátt og smátt, þar sem bamið er kjarni og þunga- miðja (child-centered). Náms- efni, kennsluskipan og aðferðir skyldu taka mið af nemanda. Því miður fór, eins og Dewey hafði spáð, en hann er einn helzti uppeldisfrömuður síðari tíma, að mörg hin nýju boðorð þróuðust sem andsvar við verstu öfgunum i þvi kerfi, sem móti var barizt. Frjálslynd uppeldisstefna hefur borið keim þessa áróðurskennda upp- hafs alla tíð, málstað sínum til mesta tjóns. Hin nýju viðhorf koma fram í hugtökum eins og þarfir (needs) barnsins, á- hugaefni; skólinn skyldi vera í „tengslum við lífið“. Börn eru álitin „góð“ að eðlisfari, aðeins formbundnir kennarar og um- hverfi er „illt“ i eðli sínu. Ef kennarar væru „góðir“ kenn- arar og „þörfum“ barnsins sinnt, þá væru öll börn áköf í að læra. Eins og allir vita, er þetta ekki alveg svona einfalt. Þroski og vöxtur Grundvallarhugtak barn- hverfra (child-centered) kenn- inga í uppeldisfræði er þroski (sbr. skólaþroski, lesþroski o. s. frv.). Þroskahugmyndin er aft- ur byggð á vaxtarhugtakinu (growth concept), sem er mik- ilvægur þáttur í kenningum uppeldisfræðinga af frjáls- lynda skólanum (Rousseau, Fröebel, Dewey, Gesell). Hug- tökin eru, eins og óspart hefur verið klifað á, óljós rökfræði- lega, sálfræðilega og kennslu- fræðilega, þótt meiningin sé góð. Vaxtarhugtakið er mótað sem andsvar við formalisma, minnisstagli og einhæfri þjálf- un. Þess vegna er mikið rætt um „góðleika“ manneðlisins, mikilvægi tilfinninga og sjálf- kvæmni. Barnið nái eðlilegum og fullum þroska, ef það er lát- ið sjálfrátt. Þess vegna skyldi banna barninu sem minnst (permissiveness). Þessar hug- myndir hafa líka verið mjög rangtúlkaðar og þeim misbeitt af foreldrum og kennurum. Þrátt fyrir öfgar og stundum óvísindalega óskhyggju tals- manna vaxtarkenninga í upp- eldisfræðum, er það skoðun mín, að í þeim sé að finna mik- ilvæg sannindi um „betra“ mannlíf. Hugmyndin um mögu- leika einstaklings að móta per- sónulegt líf sitt, ef honum svo sýnist (autonomy), án fyrir- mæla annarra og valdboðs, er svo lífseig og samofin siðmenn- ingarviðleitni mannkyns um allar aldir, að ekki getur mark- leysa talizt. Treyst er á vits- muni mannsins í viðustu merk- ingu sem tæki til leiðsagnar. (Dearden, 2. kafli). Ég tel þó, að skýra þurfi bet- ur en hingað til hefur verið gert samspil tilfinninga og vits- muna — heildstæði vitundar og kraft hennar að vera hverjum einstaklingi raungóð leiðsögn. Sú skoðun er hér sett fram, að sjálfsmótun og sjálfsstjórn nemanda, studd upplýstri skyn- semi, visvitandi efldri til gagn- rýninnar afstöðu í hverju efni, sé markmið, sem skóli vorra tíma geti sett uppeldis- og menntunarstarfi sinu. Þá er talið sjálfgefið, að nemendum sé látin i té handleiðsla og leið- sögn i samræmi við aldur þeirra og þroska af uppalend- um og kennurum, sem af ein- lægni aðhyllist framangreint stefnumið og séu búnir nægum hæfileikum og góðvild til að veita skjólstæðingum þessa þjónustu. Af þessu markmiði leiðir ákveðna afstöðu til nem- anda og stöðu hans í skólanum. Verður fátt eitt rakið hér. Rökfræðilega er sennilega létt verk að hártoga og hrekja þessa yfirlýsingu; sálfræðilega skortir hana vísindalegan grundvöll og félagslega munu margir telja hana háskalega. — En spyrja verður: Hvaða mark- mið menntunar annað og betra stendur til boða á breytingatíð? Neytendur eða framieiðslu- vara Síðari ár hafa hagfræðingar og rekstrarfræðingar haft auk- in afskipti af skólamálum. Aug- ljóst er, að fjármagn er grund- völlur þess rekstrarkerfis, sem við köllum skóla. Viðhorf skóla- manna og rekstrarsérfræðinga virðast oft andstæð. Spurning er, hvort því veldur ruglingsleg uppsetning á viðfangsefni, m. a. markmiðum skólans og þar með stöðu nemandans í kerf- inu, eða hvort til staðar er grundvallarmótsögn milli nem- andans sem manns (eins og hugmyndafræðingar skólans líta á hann) og hins vegar fjár- magns og framleiðslu. Eide, norskur hagfræðingur, sem fjallar um rekstur skóla- stofnana, setur þessi atriði skýrt og skemmtilega fram í nýlegri ritgerð (Eide, bls. 32). Hagfræðilega sé skólamenntun venjulega talin þjónustugrein, sem flokkist með heilbrigðis- þjónustu, hótelrekstri, sam- göngum og viðskiptum. Þjón- ustuatvinnugreinar eiga hag- fræðilega nokkur mikilvæg sameiginleg einkenni. „Vörur“ þjónustugreina er t. d. ekki unnt að setja á sölumarkað. Við getum því ekki stuðzt við sölu- verð þeirra, er meta skal verð- gildi þjónustunnar. Einnig er lítið vitað um framleiðni i þess- um greinum. Einungis launa- kostnaður í menntaþjónust- unni mun tvöfaldast á næstu 15—20 árum, að dómi Eides. Hún muni því taka vaxandi hluta af þjóðarframleiðslu. Málflutningur Eides beinist síðan að kjarna málsins. Helzta sérkenni þjónustugreina er að- ild neytandans að þjónustu- gerðinni (framleiðslunni). Slík aðild er skilyrði fyrir tveimur markmiðum þjónustu, þ. e. lokaárangri í formi markmiðs (t. d. lækningu, prófskirteini, áfangastað, hótelherbergi) og hinsvegar lifun eða reynsla neytanda, meðan á þjónustu- gerð stendur. Rannsókn í ensk- um sjúkrahúsum sýnir, að dvöl sjúklinga styttist um 25%, ef þeir fá óhindrað að spyrja læknana og ræða við þá. Eide rekur margháttuð áhrif neyt- enda á framleiðslu vamings og ber saman við skólastarfið. Hann telur, að nemendur — sem í þessu tilviki teljast neyt- endur — hafi takmörkuð áhrif á þjónustugerð skólans, náms- ferlið eins og það raunverulega sé í skólanum. í framhaldsnámi sé að vísu nokkurt svigrúm, þar eð nemendur velji sér skóla, en eftir það val séu áhrif þeirra takmörkuð. Óvissan um mark- mið þjónustunnar er hér meg- inatriði. Þessvegna er eðlilegt að spyrja: Eru nemendur, þegar til kastanna kemur, ekki hinir raunverulegu neytendur í þjón- ustukerfi skólans? Eru foreldr- ar e. t. v. hinir eiginlegu við- skiptavinir eða einhver aðili, sem við köllum þjóðfélag? Sé svo, þá höfum við ranglega skilgreint skólamenntun (skól- un?) sem þjónustugrein. Skóla- menntun er þá í raun vöru- framleiðsla, nemendur eru hrá- efnið, skólinn verksmiðjan, þangað sem nemendur eru sendir til viðgerðar eða notaðir i nýsmíði, skv. nánari fyrir- mælum í pöntun foreldra eða yfirvalda. Sé þetta þannig, hljóti framleiðsluskilyrði að fara eftir þvi. Hráefni í iðnaði sem slíkt hefur yfirleitt engin „markmið“ í sjálfu sér. Sé um þannig eiginleika þess að ræða, 21

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.