Samvinnan - 01.02.1972, Síða 27

Samvinnan - 01.02.1972, Síða 27
væri ekki, væri leikur ekki leik- ur. Jafnvel dýrin vita, hvenær þau eru að leika sér. Ég hef óljósan grun um, að alvöru- gefnir, en barnalegir menn hafi tekið leik barnanna fullalvar- lega. Hér má nefna, að leikur barna er fjarri leikaraskap. Að vera barnslegur er ekki sama og barnaskapur, sízt þegar full- orðið fólk á í hlut. Kennaramenntun Kennarinn er sál skólans og leiðsögumaður nemandans. Lítt hæfir og stirðnaðir kennarar valda andlegum dauða skólans, en nemendur verða vegalausir. Mikilvægasta forsenda fyrir breytingum í skólamálum ■— og við skulum gera ráð fyrir að þær horfi í umbótaátt og stuðli að bættum hag nemenda í öllu tilliti — er róttæk breyting til bóta á menntun kennara. Á nýlegu námskeiði Evrópuráðs- manna um ævimenntun (per- manent education) var eitt af þvi fáa, sem allir voru sammála um, að forsenda breytinga í skólastarfi væri kennarar, sem hlotið hefðu fagmenntun mjög á annan veg en nú tíðkast. Kennaramenntun væriþvímik- ilvægasta verkefni í mennta- málum. Rúm leyfir ekki að rekja tilhögun kennaranáms af nýrri gerð. Aðeins má nefna, að æfingakennslu þarf að auka og betrumbæta og þannig byggja upp öryggi kennara frá byrjun. Kanna skyldi rækilega, að kennari sé raunverulega hæfur til starfsins. Starfsánægja hans er mikilvægt atriði — alveg eins og nemandi á rétt og kröfu til að njóta sín í skólanum. Kennari ætti að kenna á fleiri en einu skólastigi — flytja sig á milli stiga. Þannig öðlast hann yfirsýn og þroskar sjálf- an sig. Grunnmenntun kennara til kennslu nemenda frá 2 ára aldri til 16—18 ára verði sam- eiginleg. Þeir ættu, meðan á námi stendur og síðar í starfi, að vinna um skeið í öðrum starfsgreinum. Kennarar kom- andi ára verða hjálparmenn og verkstjórar fremur en fræðarar í gömlum stil. Agavandamálið mun taka á sig nýtt gervi. Nem- andi mun eiga tiltölulega auð- velt með að „reka kennara á gat“. Kennari ætti samt að halda virðingu sinni sem mað- ur og leiðbeinandi, ef hann kann undirstöðuatriði í kennslugreinum sínum og að- ferðafræði þeirra. Hann verður einnig kunnáttumaður nokkur um samskipti einstaklinga og forsendur náms. Það mun styrkja mest aðstöðu hans. Við munum aðeins geta talað um „nýjan skóla“, ef við fáum kennara, sem vilja og kunna að vinna samkvæmt hinum nýju markmiðum og starfsað- ferðum. Námsmat og sérfræSiaostoS Þótt kennarar verði miklu færari um leiðsögn en nú er algengt, þarfnast nemendur og kennarar frekari aðstoðar frá sérfræðingum. Námsmat verð- ur sjálfsagður þáttur kennslu. Hlutverk þess er ekki að dæma nemendur né gefa einkunnir, heldur einungis kanna, hvar þeir eru staddir í námsefninu og hjálpa þeim til að ná tökum á lykilatriðum, sem oft er aðal- hindrun framfara í námsgrein- inni. Sálfræðiráðgjafar munu aðstoða nemendur, foreldra og kennara bæði í skólanum og frá miðstöðvum utan hans. Einkunnagjöf á skyldustigi verður sennilega lögð alveg niður i núverandi formi. Rétt- indi til áframhaldandi náms á einhverju sviði og síðan starfs- réttindi verða veitt með úr- skurðinum: hæfur/óhæfur. Að- stoðarfólk þetta, ásamt bættri fagmenntun kennara, er aðal- skilyrði fyrir umbótum í menntamálum. Persónuleg réttindi nemanda ættu að vaxa og möguleikar hans að aukast til raunverulegrar sjálfsákvörð- unar á grundvelli skynsemi, sjálfsmats og sanngirni. Ævimenntun Endurmenntun starfshópa hefur verið nokkuð á dagskrá undanfarin ár. Ástæðan var, hve sérfræðiþekking úreldist hratt i tæknivæddu neyzlu- þjóðfélagi. Þessar hugmyndir voru þó einkum bundnar við menntun manna í tilteknum starfsgreinum, oftast þeirra sem mesta menntun höfðu fyr- ir. Síðustu 5—6 árin hefur rót- tækari hugmynd verið rædd á sérfræðingafundum, einkum Evrópuráðslanda. Samkvæmt þessum áætlunum ber að líta á einstaklinginn ýmist sem nemanda eða starfsmann allt sitt líf. Hann eigi rétt til að hverfa að námi á vissu árabili eða nota ákveðinn árafjölda af meðalæviárum til náms í skóla. Ljóst er, að fullnaðarmenntun á unglingsárum er ýmsum vandkvæðum bundin. Porsenda hennar í mörgum löndum er góður efnahagur foreldra og jákvæð viðhorf til náms. Lengd fyrstu skólagöngu ræður þann- ig strax í upphafi úrslitum um starfslega og félagslega lifsað- stöðu meirihluta manna. Þetta getur valdið miklu misrétti. Staðreynd er, einkum eins og nú er háttað námsefni, kennslu og samkeppnisprófum alveg niður í barnaskóla, að þorri unglinga þolir skólavistina illa. Þeim leiðist, sumir sæta niður- lægingu og sjá lítinn tilgang í verkefnum sínum. Sálfræðilega má leiða að því rök, að árin milli 13—20 ára séu eitt óheppi- legasta skeið ævinnar til að leggja á sig einbeitingarstarf, sem nauðsynlegt er við þungt nám. Því er sennilegt, að vinna við ýmis störf, t. d. frá 16—17 ára aldri, sé heppileg fyrir fjölda unglinga og myndi stuðla að bættum forsendum fyrir námi síðar. Þekking og starfs- hæfni má öðlast á marga vegu, vissulega ekki sízt í starfi. Göm- ul íslenzk viðhorf til náms, menntunar og starfsreynslu eru furðu lík þessum nýtízkulegu sjónarmiðum. Framkvæmd þessara áforma er mörgu háð: 1) Allþróuðu at- vinnu- og efnahagskerfi; 2) grunnskólakerfi þar sem menntun og skólastarf verður skipulagt mjög á annan veg en nú og í samræmi við áætlun um ævimenntun; 3) ryðja verður úr vegi sálfræðilegum og félagslegum hindrunum hjá nemendum og almenningi. Margir nemendur, einkum þeir sem hvað mesta þörf hafa fyrir áframhaldandi nám, eru hræddir við skólann, jafnvel hata hann, sökum þess hve þeim leið þar illa. Þá er við að glíma ýmsar rótgrónar hug- myndir, að skóli sé aðeins fyrir börn og unglinga, námshæfni dvíni o. s. frv. Dvöl eldri og yngri manna saman í menn4a- stofnunum er líkleg til að draga úr svonefndu kynslóðabili. Sennilega fela þessar áætlanir í sér langróttækustu og skyn- samlegustu tillögur í skólamál- um, sem fram hafa komið lengi. En framkvæmd þeirra hlýtur að taka langan tíma. Auglýsingabrellur eða ný markmið? Fastheldnismenn (traditional- istar) í skólamálum telja, að flest nýbreytni í menntamálum sé tízkufyrirbæri, sýndarbreyt- ingar hliðstæðar nýjum um- búðum og útlitsbreytingu sölu- vöru. Skólinn sé kominn á sama stig og verzlunarrekstur neyzlusamfélagsins. Auglýsing- in og nýbreytnin séu einkunn- arorð nýstefnumanna. Senni- lega er nokkuð til í þessari gagnrýni. Heimspeki síbreyti- leikans boðar, að veruleikinn sé ferlið sjálft, verðandin, breytingin. Hvað sem kenning- um þessum líður, grunar mig, að ungt fólk í dag krefjist þess að lifa lífi sínu mjög á annan veg en fyrri kynslóðir. Það skynjar heiminn verulega öðru visi og er ákveðnara að fylgja óskum sínum eftir. Orsakir þessarar breyttu afstöðu eru margar; fjölmiðlar nútímans eru stór þáttur, einkum sam- tímaskynjun fjarlægra atburða mikils þorra manna um allan heim. Nemandinn i dag neitar (þ. e. fleiri neita en áður) að láta nota sig sem tæki. Menntun er ekki til þess að verða nytsam- ari (instrumental mode). Nem- andinn vill tjá sig, reyna að vera eitthvað sem hann óljóst telur sjálfan sig (expressive mode). Þetta er ekkert nýtt. En ungmennin í dag eru harðari (eigingjarnari?) en áður. Fleiri og fleiri neita að taka þátt í samkeppni um einkunnir, völd og frama, sem þeir vita hvort sem er, að aðeins getur fallið fáum i skaut. Þeir vilja njóta lífsins, en hafna samkeppnis- baráttu til að komast lengra og lengra, gera sér náttúruna og náungann undirgefin og lita á hvort tveggja sem óvin er verði að sigra og ræna. Þessi stefna hefur lengi verið mikils- ráðandi í lífsskoðun Vestur- landa. Sumir myndu segja að gildismat þetta stefni til tor- tímingar lífs á jörðu. Nemendur finna óljóst, að þeir eiga kröfu til, að skólinn og námið verði gert mannúð- legra. Frelsi og nautn eru ekki forboðin gæði, sem aðeins fá- um útvöldum hlotnast. Skólar eru ekki aðeins fyrir einstakl- inga með mikla bóklega náms- hæfileika. Allir eiga jafnan rétt til að njóta mannréttinda og gæða lífsins á jörðinni. NOKKRAR HEIMILDIR: 1. BRUBACHER, John S. Modern Philosophies of Education. Third Edition. McGraw-Hill Book Company, Inc., 19G2. 2. CHARTERS, W. W. jr. and GAGE, N- L.: Readings in the Social Psychology of Education. Allyn and Bacon, Inc., 1963. 3. Children and their Primary Schools. (The Plowden-report). Her Majesty’s. Stationery Office, London, 1967. 4. DEARDEN, R. F.: The Philosophy of Primary Education. An Introduc- tion. Routledge & Kegan Paul, 1968. 5. Encyclopedia of Educational Re- search. McMillan Company, 1960. 6. HILLARD, F. H. (ed.) : Teaching the Teachers, trends in teacher edu- cation. George Allen & Unwin, 1971 7. Permanent Education. Council of' Europe, Strasbourg, 1970. 8. Primary Education. Her Majesty’s. Stationery Office, 1959. 9. Skolen — et produkt av forskning og teknikk ? Universitetsforlaget, 1971. 10. WHITEHEAD, A. N.: The Aims of" Education. The New American Li- brary, 1949. 23

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.